Vill opna á stórframkvæmdir

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti í dag tillögu á fundi borgarstjórnar um endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ekki verði farið í stórframkvæmdir í samgöngumálum borgarinnar til ársins 2022. Tillagan er svohljóðandi:

„Borgarstjórn Reykjavíkur felur borgarstjóra að óska eftir endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar með það að markmiði að á samningstímabilinu verði ráðist í stórframkvæmdir í samgöngumálum í Reykjavík með umferðaröryggi og arðbærni að leiðarljósi.“ 

Kjartan segir að samgöngusamningurinn, sem meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar hafi beitt sér fyrir á sínum tíma, sé ástæða þess að ekki hafi verið ráðist í neinar stórframkvæmdir í samgöngumálum Reykjavíkurborgar undanfarin fimm ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert