Spá staðbundnu óveðri

Veðurstofa Íslands

Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu, segir á vef Veðurstofu Íslands.

Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á vegum.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum en þæfingsfærð er á Fróðárheiði og þungfært á Ennishálsi og frá Drangsnesi og yfir í Bjarnarfjörð.

Það er hálka, snjóþekja og þæfingsfærð á vegum á Norðurlandi og víða éljagangur eða snjókoma. Dettifossvegur er lokaður.

Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka á vegum og skafrenningur á Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. 

Hálkublettir eru með suðausturströndinni en greiðfært á nokkrum köflum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert