Þarf að standa skil á gerðum sínum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Ökumaður sem var að aka fram úr annarri bifreið á Reykjanesbraut í gær missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti á hlið fyrrnefnda bílsins. Hann hélt för sinni áfram án þess að stansa.

Lögreglan hafði upp á honum og þarf hann að standa skil á gerðum sínum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þá varð harður árekstur á Sandgerðisvegi þegar tvær bifreiðir skullu saman. Hafði ökumaður annarrar þeirra misst stjórn á henni í hálku með þeim afleiðingum að hún skall framan á hinni bifreiðinni sem kom út gagnstæðri átt. Ökumenn sluppu ómeiddir en bifreiðirnar voru óökufærar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert