Nefndin gerir hlé á rannsókn sinni

Húsakynni Landsréttar.
Húsakynni Landsréttar. mbl.is/RAX

Tekin var ákvörðun um það á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag að gera hlé á rannsókn nefndarinnar á embættisfærslum Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra í tengslum við skipun dómara við Landsrétt á meðan málið er til skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis.

Þetta segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður nefndarinnar í samtali við mbl.is.

Greint var frá því nýverið að umboðsmaður Alþingis hefði kallað eftir gögnum um málið frá dómsmálaráðuneytinu og verður tekin í framhaldinu ákvörðun um það hvort embættið taki það til formlegrar athugunar.

Stjórnskipunar - og eftirlitsnefnd mun síðan meta þegar fyrir liggur hver niðurstaða umboðsmanns Alþingis verður hvert framhald málsins hjá nefndinni verður.

Helga Vala Helgadóttir.
Helga Vala Helgadóttir. Ljósmynd/Samfylkingin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert