Ók framhjá vegartálma á torfæruhjóli

Lögreglan auglýsir eftir ökumanninum í Lögbirtingablaðinu
Lögreglan auglýsir eftir ökumanninum í Lögbirtingablaðinu mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur birt fyrirkall í Lögbirtingablaðinu þar sem nafngreindur maður er kvaddur til að mæta í Héraðsdóm Suðurlands 8. mars næstkomandi.

Í ákærunni er að finna eina lengstu setningu sem sést hefur á prenti í langan tíma. Hún er svona:

Lögreglustjórinn á Suðurlandi gjörir kunnugt: „Að höfða ber sakamál fyrir Héraðsdómi Suðurlands á hendur NN, óstaðsettur í hús, Kópavogi, fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, að kvöldi laugardagsins 11. febrúar 2017, ekið torfærutækinu SO-869, sem er torfæruhjól IV, án þess að hafa gild ökuréttindi, án þess að nota viðurkenndan hlífðarhjálm, án þess að hafa ökuljós tendruð á ökutækinu þrátt fyrir að myrkur væri og óhæfur til að stjórna ökutækinu örugglega vegna áhrifa metýlfenídats og tetrahýdrókannabínólsýru, austur Suðurlandsveg við Varmadal skammt austan við Hellu í Rangárþingi ytra, og fyrir að hafa umrætt sinn virt að vettugi fyrirmæli lögreglu um að stöðva akstur ökutækisins heldur ekið áfram austur Suðurlandsveg undan lögreglu í gegnum Hvolsvöll og þar framhjá vegartálma sem lögregla hafði sett upp og áfram austur Suðurlandsveg uns lögregla stöðvaði aksturinn á Suðurlandsvegi skammt vestan við Markarfljót í Rangárþingi eystra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert