„Spennandi að sjá hvað kemur“

Það berst ýmislegt í söfnunargáma Grænna skáta þar sem tekið er á móti álkertum og dósum. Í Árbænum starfar hópur manna í verkefninu „Atvinna með stuðningi“ sem flokkar álið áður en það fer í Endurvinnsluna.

Strákarnir tóku vel á móti mbl.is í vikunni og sögðu frá störfum sínum eins og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir.

Nú er farið að flokka álbikara af sprittkertum eins og greint hefur verið frá á mbl.is og hefur verkefnið fengið góða svörun almennings. 120 söfnunarstöðvar Grænna skáta eru á landinu en Karl Nordal sem vinnur í flokkuninni segir um 100 álbikara skila sér á degi hverjum. Hins vegar mætti fólk setja minna af fötum og leikföngum í söfnunarkassana sem eru merktir Grænum skátum og eru einungis ætlaðir fyrir flöskur og ál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert