Margar laglínur hljóma í senn

Ólafur Elíasson í Dómkirkjunni. Hann dáir Bach enda margar víddir …
Ólafur Elíasson í Dómkirkjunni. Hann dáir Bach enda margar víddir í tónverkum hans. mbl.is/​Hari

„Bach heillaði mig strax á barnsaldri. Ég hlustaði á píanósnillinga á borð við Glenn Gould og Sviatoslav Richter leika prelúdíur og fúgur Bachs og varð fljótt gagntekinn af þessari tónlist. Strax á unglingsárum kom upp í huga mér sú hugmynd að gaman væri að geta leikið allar prelúdíurnar og fúgurnar; verk sem hafa gefið tóninn fyrir alla tónlist á Vesturlöndum síðustu árhundruð.“

Þetta segir Ólafur Elíasson píanóleikari í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Á hverju þriðjudagskvöldi, nú á þriðja árinu, eru í Dómkirkjunni tónleikar þar sem Ólafur leikur fúgur og prelúdíur eftir Johann Sebastian Bach.

Verkin eru tekin úr tveimur bókum, Das wohltemperierte Klavier 1 & 2, sem mætti þýða sem „vel stillta píanóið“. Í hvorri þeirra eru 24 prelúdíur og fúgur í öllum 24 tóntegundunum. Tónlistarmenn tala oft um þessi verk sem gamla testamentið enda grundvallarverk í tónlistarsögunni.

Sjá viðtal við Ólaf í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert