Öll tæki kölluð til í snjóruðning

Nóg hefur verið fyrir snjóruðningstæki að gera síðustu daga.
Nóg hefur verið fyrir snjóruðningstæki að gera síðustu daga. mbl.is/​Hari

Öll tæki sem Vegagerðin hefur yfir að ráða voru úti um helgina að sinna vetrarþjónustu.

Mikið var að gera um allt land en nokkuð er um liðið síðan atgangurinn á suðvesturhorninu og á Suðurlandi hefur verið jafn mikill og um nýliðna helgi.

Kostnaður vegna moksturs gatna og stíga auk hálkuvarna í Reykjavíkurborg getur verið um 13 til 14 milljónir á dag þegar veðrið er eins og síðustu daga. Níu mokstursbílar sáu um að ryðja göturnar auk 22 véla á stofn- og tengibrautum í Reykjavík í gærmorgun, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert