Lokað á Hellisheiði og Kjalarnesi

Lokað hefur verið á umferð um Hellisheiði.
Lokað hefur verið á umferð um Hellisheiði. mbl.is/Þórunn

Vegurinn um Hellisheiði og Kjalarnes er lokaður fyrir umferð að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, enn er þó opið um Þrengslin. Þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni er einnig lokaður, sem og Hólasandur. 

Miklar líkur eru þá á að loka þurfi fleiri vegum nú fyrir hádegi vegna veðurs, en appelsínugul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Austfirði og miðhálendið.

Spáð hefur verið ofsaveðri á Suðurlandi frá Hvolsvelli austur í Öræfi, með vindhraða á bilinu 20-30 m/s og hviðum upp í allt að 40-50 m/s m.a. undir Eyjafjöllum. 

Er vegfarendum bent á að fylgjast vel með vef Vegagerðarinnar, en Vegagerðin mun endurmeta  aðstæður á Vestfjörðum, Mosfellsheiði, Snæfellsnesi, í uppsveitum Árnessýslu  og á Austurlandi um níuleytið og á  Norðurlandi kl. 11.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert