Vann 6,5 milljónir króna

Eng­inn var með all­ar töl­ur rétt­ar í út­drætti kvölds­ins í Vík­ingalottó. Einn hlaut þriðja vinning en sá heppni keypti miðann í Jolla, Helluhrauni 1 í Hafnarfirði, og er 6,5 milljónum króna ríkari.

Einn var með allar tölurnar réttar í Jókernum og fær hinn heppni tvær milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Kvosinni í Aðalstræti.

Þá voru fjór­ir með fjór­ar töl­ur rétt­ar í Jókernum og fékk hver og einn 100 þúsund krón­ur í sinn hlut. Vinningsmiðarnir voru keyptir í N1, Stórahjalla 2 í Kópavogi, Happahúsinu í Kringlunni, lotto.is og í áskrift.

mbl.is