Byrjaði upp á nýtt og fjárfestir í heilsu

Friðrik Karlsson og María dóttir hans njóta lífsins.
Friðrik Karlsson og María dóttir hans njóta lífsins. mbl.is/Kristinn Magnússon
„Ég ákvað að verða gítarleikari 12 ára af því að ég hafði áhuga á músík. Ég lærði eftir eyranu með því að hlusta á plötur en fór svo í gítarnám 16 ára gamall,“ segir Friðrik Karlsson, gítarleikari og bæjarlistarmaður Seltjarnarness árið 2018.

Friðrik segist hafa verið á eftir skólafélögunum í nótnalestri í byrjun en með betri tónheyrn og því fljótur að skrifa upp lög. Þegar tónlistarskóli FÍH var stofnaður sótti hann um inngöngu en var fljótlega beðinn að kenna við skólann.

„Til þess að ljúka burtfararprófi frá tónskóla Sigursveins þurfti ég að taka þrjú stig á píanó og það hefur komið sér vel við tónsmíðarnar,“ segir Friðrik. Hann er  ánægður með titilinn bæjarlistamaður Seltjarnarness og ætlar að láta að sér kveða á Nesinu.

Sjá samtal við Friðrik Karlsson í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert