Lokaðir af og enginn fær að borða

Dr. Spock er í banastuði þessa dagana. Frá vinstri: Guðfinnur ...
Dr. Spock er í banastuði þessa dagana. Frá vinstri: Guðfinnur Karlsson, Guðni Finnsson, Þorbjörn Sigurðsson, Óttar Proppé, Arnar Þór Gíslason og Franz Gunnarsson. Haraldur Jónasson/Hari

Hljómsveit gleðinnar og ósjálfráðu tónlistarinnar sem hefur það mottó að koma á óvart er vöknuð til lífsins með hvelli. Í kvöld, föstudagskvöldið 16. febrúar heldur hljómsveitin útgáfutónleika en nýja plata þeirra heitir Leður. Forsprakki sveitarinnar, Óttar Proppé, segir örlítið nýjan hljóm á plötunni, fágaðri.

„Nýja platan hefur verið í löngu fæðingarferli. Elstu hugmyndirnar komu upp úr vinnuferðum árin 2011 og 2012 en það hefur lengi verið vinnuferli hjá Dr. Spock að loka okkur einhvers staðar af, þar sem menn komast ekki á fundi og fá helst ekkert að borða án þess að semja það upp í matinn sinn. Í haust fórum við að vinna upp úr þessu af krafti, sérstaklega eftir að ég losnaði úr ráðuneytinu,“ segir Óttarr.

Þú talar um nýjan hljóm?

„Þetta er ennþá rugl og hrærigrautur, metalkafli við hliðina á vals og svo framvegis, en að einhverju leyti er meiri fágun yfir hljómnum. Við höfum verið að vinna með Einari Vilberg upptökustjóra í stúdíói hans Hljóðverk, sem hefur einhvern veginn haft áhrif á hljóminn. Við höfum verið öruggari á hljóðmyndinni en oft áður sem gaf meira svigrúm fyrir ósjálfráðu skriftina; músíkina. Við vorum ekki með nema mjög óljósar hugmyndir um textana og lásum þá síðan í músíkina eins og hún kom af kúnni eftir á.“

Óttar segir einkennismerki Dr. Spock að ekkert er bannað.

„Sum lög hafa hreinlega orðið til upp úr köflum þar sem spilagleðin hefur ært menn á milli laga á tónleikum. Þá er það hlutverk okkar söngvaranna að syngja eitthvað með. Frekar en að rembast við og ákveða: „Nú ætla ég að syngja um sumarnótt“ er gott að láta tónlistina frekar kalla á hljóð. Eitt gott nýtt dæmi er lagið Elefanto be sem varð til þannig að Finni [Guðfinnur Karlsson] var að syngja einhverja línu, ekki á neinu tungumáli sem við þekktum.

Okkur fannst í upptökunum að lagið yrði að vera á spænsku og fengum spænskumælandi sérfræðing á svæðið til að hjálpa okkur að semja. Hann sagði að það væri nú kominn vísir að texta þarna í línunni hans Finna, um mjög sorgmæddan fíl, sem er mjög skemmtilegt því Finni talar ekki orð í spænsku.“

"Þetta er ennþá rugl og hrærigrautur, metalkafli við hliðina á vals og svo framvegis, en að einhverju leyti er meiri fágun yfir hljómnum," segir Óttarr Proppé. Haraldur Jónasson/HariLögin á nýju plötunni hafa fengið að flæða meira í vinnslunni en oft áður.
„Við höfum verið óhræddari við að leyfa einhverjum karakter í lögunum að taka þau yfir og alls konar litlir djöflar vöknuðu upp. Áður vorum við oft að rembast við Dr. Spock, því enginn í hljómsveitinni veit almennilega hvaðan það nafn kemur. Núna erum við meira farnir að horfa í aðrar áttir en að vera að berjast við doktorinn. Þarna eru nýjar týpur en líka meitlaðar týpur. Við höfum oft sungið um gamla pirraða menn og það er gamall maður sem kemur í gegn í einu laginu sem tekur alveg rosalegt pirringskast. Það er svolítið viljandi gert að vera ekki að syngja lög um að fara í vinnuna eða klæða sig í sokka. Dr. Spock er hljómsveit sem er ætlað að fara í eitthvað ýktara og skrýtnara,“ segir Óttarr.

Maður hefur á tilfinningunni að það þurfi mikla orku í að vera í Dr. Spock, sé nánast eins og að vera atvinnuíþróttamaður?

„Alveg frá því hljómsveitin var stofnuð höfum við verið í ákveðinni keppni um hvað við getum spilað hratt, hversu mikið við getum komið hver öðrum á óvart, höfum lagt ómöguleg verkefni fyrir Adda trommara, sem er með fullkomnunaráráttu, og það er mikið mottó hjá hljómsveitinni að fara lengra og krefjast meira hver af öðrum. Margt af því besta sem við höfum upplifað hefur orðið til því menn hafa hreinlega verið búnir á því. Þá brotnar lagið niður eða söngvarinn hættir að geta sungið og fer að grenja. Það leysir eitthvað úr læðingi. Þetta er svona áhættumúsísering. Það má líka segja að þetta hafi alltaf byggst á „live“ spilamennsku, sem er mögnuð því það verður svo mikið samspil við áhorfendur. Þá erum við dálítið að stríða og kveikja á áhorfendum en sömuleiðis halda þeir okkur við efnið.“

Þú sagðir einu sinni að rokkið gagnaðist þér í pólitíkinni. En gagnast pólitíkin í rokkinu?

„Pólitíkin gengur út á að fá innsýn í hluti, túlka þá, skilja og vinna úr þeim. Fyrir mér er tónlistin líka þannig og það sem mér finnst skemmtilegast við tónlist er tækifærið til að bregðast við. Þess vegna finnst mér svo skemmtilegt að vinna hana í rauntíma, hafa ekki nákvæma hugmynd um hvernig textinn verður áður en lagið byrjar og þurfa einhvern veginn með hjálp undirmeðvitundar að búa hann til í flæðinu. Í pólitík er harka í skoðanaskiptum og ákveðin undirliggjandi paranoja sem getur verið ágætis drifkraftur að færa yfir í músík. Ég held að tónlist sé það listform sem er næst tilfinningalífinu og ef það eru djúpar og hættulegar ástríður einhvers staðar þá er það í pólitík. Reynslan af því hefur örugglega skerpt aðeins á tilfinningahnífunum í mér, það er ágætt.“

Viðtalið í heild má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Innlent »

Reiðhjól landsliðsmanna seld á uppboði eftir HM

05:30 „Hugmyndin er sú að hjólin verði sett á uppboð eftir HM og ágóðinn látinn renna til góðgerðarmála,“ segir Valur Rafn Valgeirsson, markaðsstjóri reiðhjólaverslunarinnar Tri, um reiðhjólin sem íslensku landsliðsmennirnir hafa notað á HM í Rússlandi. Meira »

Raforkuverð neyðir bónda til að hætta

05:30 „Það borgar sig að loka fremur en að vera með opið á veturna,“ segir Gísli Hallgrímsson, eigandi garðyrkjustöðvarinnar Brúnulaugar í Eyjafirði, sem mun í haust hætta ræktun paprika á veturna. Meira »

Umsvif upp á 23 milljarða

05:30 Áætlað er að félög tengd Norvik í timburvinnslu muni velta um 23 milljörðum króna í ár. Það yrði um 10% aukning milli ára. Umsvif Norvik í timbri hafa aldrei verið meiri síðan félagið hóf timburvinnslu í Lettlandi árið 1993. Meira »

Fleiri markmannstreyjur selst

05:30 Viðar Valsson, verslunarstjóri í Jóa útherja, telur að sala á íslensku markmannstreyjunni sé um þrefalt meiri en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Meira »

Kostar samfélagið 15 milljarða

05:30 Umferðarslysum fer fjölgandi og það er kostnaðarsamt fyrir samfélagið, segja sérfræðingar sem fara með erindi á Samgönguþingi í dag. Meira »

Sólskinsdagarnir vel nýttir í heyskap

05:30 Víða um land nýttu bændur heiðríkju og sólskin vel og hófu slátt í gær. Í Stóru-Sandvík í Árborg hófst sláttur í fyrradag en gærdagurinn var nýttur til hirðingar. Meira »

Svik og vanefndir tíðir fylgifiskar

05:30 Í niðurstöðum nýlegrar skýrslu Íslandsstofu um tjón útflytjenda í viðskiptum sínum við erlenda aðila kemur fram að meira en helmingur útflutningsfyrirtækja hefur lent í einhvers konar svikum eða vanefndum í starfsemi sinni. Meira »

Yfir landið á ská og langsum

05:30 Hermann Árnason, hrossabóndi á Hvolsvelli, ætlar að ríða á ská landshorna á milli og síðan eftir landinu endilöngu. Eftir ferðalagið verður hann búinn að ríða um flest héruð landsins og teikna stjörnu með ferðum sínum. Meira »

Segir starfsfólki Hvals meinað að vera í VLFA

Í gær, 23:40 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), segir að starfsfólki Hvals hf. hafi verið meinað að vera meðlimir í félaginu á fundi með forsvarsmönnum Hvals hf. í morgun. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en hvalveiðar hófust að nýju í dag. Meira »

Tóku sólinni opnum örmum

Í gær, 22:48 Þar kom að því að allir landsmenn fengu að njóta sólarinnar. Sú gula lét sjá sig um allt land í dag og þótt ekki hafi verið mjög hlýtt þar sem vind­ur stend­ur af hafi komst hiti á nokkrum stöðum yfir 20 gráður. Mesti hiti á landinu í dag mældist í Árnesi, 20,7 gráður. Meira »

Eldur í bíl í Krýsuvík

Í gær, 21:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Krýsuvíkurvegi um klukkan átta í kvöld vegna elds í bíl. Eldurinn kviknaði þegar bíllinn var í akstri. Að sögn slökkviliðsins gekk vel að slökkva eldinn en bíllinn er illa farinn, ef ekki ónýtur. Meira »

Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman

Í gær, 21:45 Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld. Á fundinum var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018-2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins. Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Meira »

Fékk ljómandi fína klippingu í Moskvu

Í gær, 21:40 „Ég var sú eina af mínum vinum sem fékk miða á alla þrjá leikina þannig ég var lengi á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en svo ákvað ég að slá bara til. Þetta hlyti að verða skemmtilegt,“ segir Sigrún Helga Lund Rússlandsfari. Meira »

Gengur fram af stjórnanda sínum

Í gær, 21:23 „Hún er fáránlega góður búktalari og byrjaði mjög ung að æfa sig í búktali, þegar hún var aðeins 9 ára,“ segir Margrét Erla Maack um bandaríska búktalarann Cörlu Rhodes sem er á leið til Íslands til að koma fram með Reykjavík Kabarett, en líka til að halda búktalsnámskeið fyrir bæði börn og fullorðna. Meira »

Reykjadalurinn var "stelpaður" 19. júní

Í gær, 21:11 Kvenréttindadagurinn var víða haldinn hátíðlegur og margar samkomur haldnar í tilefni dagsins. Samkomurnar voru fjölbreyttar, en sem dæmi „stelpuðu“ hjólakonur frá hjólreiðafélaginu Tind Reykjadalinn. Meira »

Sverrir Mar býður sig fram til formennsku ASÍ

Í gær, 20:35 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinasambands, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Alþýðusambandinu á þingi sambandsins í október. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is. Meira »

41,5 milljarða afgangur af rekstri sveitarfélaga

Í gær, 20:08 Tekjur sveitarfélaga, sem falla undir A- og B-hluta starfsemi þeirra, námu 405,5 milljörðum króna í fyrra og jukust um 7% á milli ára. Hlutdeild sveitarfélaga í tekjum hins opinbera er nú 28,5 prósent og hefur ekki verið hærri í fimmtán ár, hið minnsta. Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög, sem kom út í dag. Meira »

Mikil fjölgun katta vegna húsnæðisvanda

Í gær, 19:13 Algjör sprenging hefur orðið í pöntunum á Hótel Kattholt og er hótelið nú fullbókað, mun fyrr en síðustu ár. Halldóra Snorradóttir, starfsmaður í Kattholti, segist tengja það beint við leiðinlegt veðurfar hér á landi það sem af er sumri. Meira »

Frú Ragnheiður auglýsir eftir tjöldum

Í gær, 18:54 Frú Ragnheiður — Skaðaminnkun, sem er verkefni á vegum Rauða Krossins Í Reykjavík, auglýsir eftir tjöldum fyrir heimilislausa skjólstæðinga sína. Alls hefur heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95% á síðustu fimm árum og voru um það bil 350 manns skráðir heimilislausir aðeins í Reykjavík í fyrra. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: SUMAR: 25/6...