Lokaðir af og enginn fær að borða

Dr. Spock er í banastuði þessa dagana. Frá vinstri: Guðfinnur ...
Dr. Spock er í banastuði þessa dagana. Frá vinstri: Guðfinnur Karlsson, Guðni Finnsson, Þorbjörn Sigurðsson, Óttar Proppé, Arnar Þór Gíslason og Franz Gunnarsson. Haraldur Jónasson/Hari

Hljómsveit gleðinnar og ósjálfráðu tónlistarinnar sem hefur það mottó að koma á óvart er vöknuð til lífsins með hvelli. Í kvöld, föstudagskvöldið 16. febrúar heldur hljómsveitin útgáfutónleika en nýja plata þeirra heitir Leður. Forsprakki sveitarinnar, Óttar Proppé, segir örlítið nýjan hljóm á plötunni, fágaðri.

„Nýja platan hefur verið í löngu fæðingarferli. Elstu hugmyndirnar komu upp úr vinnuferðum árin 2011 og 2012 en það hefur lengi verið vinnuferli hjá Dr. Spock að loka okkur einhvers staðar af, þar sem menn komast ekki á fundi og fá helst ekkert að borða án þess að semja það upp í matinn sinn. Í haust fórum við að vinna upp úr þessu af krafti, sérstaklega eftir að ég losnaði úr ráðuneytinu,“ segir Óttarr.

Þú talar um nýjan hljóm?

„Þetta er ennþá rugl og hrærigrautur, metalkafli við hliðina á vals og svo framvegis, en að einhverju leyti er meiri fágun yfir hljómnum. Við höfum verið að vinna með Einari Vilberg upptökustjóra í stúdíói hans Hljóðverk, sem hefur einhvern veginn haft áhrif á hljóminn. Við höfum verið öruggari á hljóðmyndinni en oft áður sem gaf meira svigrúm fyrir ósjálfráðu skriftina; músíkina. Við vorum ekki með nema mjög óljósar hugmyndir um textana og lásum þá síðan í músíkina eins og hún kom af kúnni eftir á.“

Óttar segir einkennismerki Dr. Spock að ekkert er bannað.

„Sum lög hafa hreinlega orðið til upp úr köflum þar sem spilagleðin hefur ært menn á milli laga á tónleikum. Þá er það hlutverk okkar söngvaranna að syngja eitthvað með. Frekar en að rembast við og ákveða: „Nú ætla ég að syngja um sumarnótt“ er gott að láta tónlistina frekar kalla á hljóð. Eitt gott nýtt dæmi er lagið Elefanto be sem varð til þannig að Finni [Guðfinnur Karlsson] var að syngja einhverja línu, ekki á neinu tungumáli sem við þekktum.

Okkur fannst í upptökunum að lagið yrði að vera á spænsku og fengum spænskumælandi sérfræðing á svæðið til að hjálpa okkur að semja. Hann sagði að það væri nú kominn vísir að texta þarna í línunni hans Finna, um mjög sorgmæddan fíl, sem er mjög skemmtilegt því Finni talar ekki orð í spænsku.“

"Þetta er ennþá rugl og hrærigrautur, metalkafli við hliðina á vals og svo framvegis, en að einhverju leyti er meiri fágun yfir hljómnum," segir Óttarr Proppé. Haraldur Jónasson/HariLögin á nýju plötunni hafa fengið að flæða meira í vinnslunni en oft áður.
„Við höfum verið óhræddari við að leyfa einhverjum karakter í lögunum að taka þau yfir og alls konar litlir djöflar vöknuðu upp. Áður vorum við oft að rembast við Dr. Spock, því enginn í hljómsveitinni veit almennilega hvaðan það nafn kemur. Núna erum við meira farnir að horfa í aðrar áttir en að vera að berjast við doktorinn. Þarna eru nýjar týpur en líka meitlaðar týpur. Við höfum oft sungið um gamla pirraða menn og það er gamall maður sem kemur í gegn í einu laginu sem tekur alveg rosalegt pirringskast. Það er svolítið viljandi gert að vera ekki að syngja lög um að fara í vinnuna eða klæða sig í sokka. Dr. Spock er hljómsveit sem er ætlað að fara í eitthvað ýktara og skrýtnara,“ segir Óttarr.

Maður hefur á tilfinningunni að það þurfi mikla orku í að vera í Dr. Spock, sé nánast eins og að vera atvinnuíþróttamaður?

„Alveg frá því hljómsveitin var stofnuð höfum við verið í ákveðinni keppni um hvað við getum spilað hratt, hversu mikið við getum komið hver öðrum á óvart, höfum lagt ómöguleg verkefni fyrir Adda trommara, sem er með fullkomnunaráráttu, og það er mikið mottó hjá hljómsveitinni að fara lengra og krefjast meira hver af öðrum. Margt af því besta sem við höfum upplifað hefur orðið til því menn hafa hreinlega verið búnir á því. Þá brotnar lagið niður eða söngvarinn hættir að geta sungið og fer að grenja. Það leysir eitthvað úr læðingi. Þetta er svona áhættumúsísering. Það má líka segja að þetta hafi alltaf byggst á „live“ spilamennsku, sem er mögnuð því það verður svo mikið samspil við áhorfendur. Þá erum við dálítið að stríða og kveikja á áhorfendum en sömuleiðis halda þeir okkur við efnið.“

Þú sagðir einu sinni að rokkið gagnaðist þér í pólitíkinni. En gagnast pólitíkin í rokkinu?

„Pólitíkin gengur út á að fá innsýn í hluti, túlka þá, skilja og vinna úr þeim. Fyrir mér er tónlistin líka þannig og það sem mér finnst skemmtilegast við tónlist er tækifærið til að bregðast við. Þess vegna finnst mér svo skemmtilegt að vinna hana í rauntíma, hafa ekki nákvæma hugmynd um hvernig textinn verður áður en lagið byrjar og þurfa einhvern veginn með hjálp undirmeðvitundar að búa hann til í flæðinu. Í pólitík er harka í skoðanaskiptum og ákveðin undirliggjandi paranoja sem getur verið ágætis drifkraftur að færa yfir í músík. Ég held að tónlist sé það listform sem er næst tilfinningalífinu og ef það eru djúpar og hættulegar ástríður einhvers staðar þá er það í pólitík. Reynslan af því hefur örugglega skerpt aðeins á tilfinningahnífunum í mér, það er ágætt.“

Viðtalið í heild má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Innlent »

Bóla eða breytingar í vændum?

Í gær, 20:21 „Þetta er mjög spennandi og fær vonandi fleiri til að hugsa um þessa hluti. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta þróast. Við verðum svo að sjá hvað kemur í kjölfarið eða hvort þetta þetta sé bara sniðug bóla á Twitter,“ segir ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Stígamótum um #karlmennskan Meira »

Fólk deyr á biðlista inn á Vog

Í gær, 19:31 „Biðlisti inn á Vog er í eðli sínu mjög líkur biðlista inn á bráðamóttöku. Fólk deyr á þessum biðlista,“ skrifar Arnþór Jónsson, formaður framkvæmdastjórnar SÁÁ, í pistli sínum á heimasíðu samtakanna. Meira »

Íhuga að sniðganga HM

Í gær, 19:11 Ríkisstjórn Íslands íhugar að sniðganga heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi í sumar. Með þessu vill hún styðja Breta sem saka Rússa um að hafa eitrað fyrir rússneskan gagnnjósnara og dóttur hans á breskri grund. Þó ert skýrt að leikmenn og aðdáendur verða á sínum stað. Meira »

„Það er ekkert óhreint við þetta fólk“

Í gær, 18:34 „Frelsissviptingin er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum,“ segir Jón Ársæll Þórðarson. Síðustu vikur hefur hann skyggnst inn í líf fanga þáttunum Paradísarheimt. Sjálfur fékk hann smjörþefinn af frelsissviptingu á unglingsárunum, þegar hann eyddi nótt í fangelsinu í Síðumúla. Meira »

Sex metra Bola-dósin komin í leitirnar

Í gær, 18:25 Sex metra Bola-dósin, sem lýst var eftir fyrr í dag, er komin í leitirnar. „Kæru vinir Boli er fundin takk elskurnar,“ skrifar Böðvar Guðmundsson á Facebook en hann lýsti eftir dósinni upp úr hádegi. Meira »

Hundrað ára rakarastóll

Í gær, 18:06 „Það má alveg slá því föstu að þetta sé stóll úr rakarastofunni í Eimskipafélagshúsinu og mjög líklega einn af stólunum sem voru þar þegar stofan var opnuð árið 1921,“ segja Þorberg Ólafsson og Kolbeinn Hermann Pálsson, sem báðir störfuðu á stofunni. Meira »

Hlaða bílana á mesta álagstíma

Í gær, 16:39 Rafbílaeigendur hlaða flestir bíla sína á mesta álagstíma raforkukerfisins. Sé raforkuálaginu hins vegar stýrt getur Orkuveitan vel annað 50.000 rafbílum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í lokaverkefni Kristjáns E. Eyjólfssonar til BS-gráðu í rafmagnstæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Meira »

Dimma hlýtur góðar viðtökur á Englandi

Í gær, 17:54 Skáldsagan Dimma eftir Ragnar Jónasson kom út á Englandi í enskri þýðingu Victoriu Cribb, hjá risaforlaginu Penguin, í liðinni viku og hefur hlotið frábærar viðtökur, bæði hjá The Guardian og Sunday Times. Meira »

Bjarni hlaut 96,2% atkvæða

Í gær, 15:49 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson formaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari á landsfundi flokksins sem fór fram um helgina. Meira »

Keyrði á kyrrstæðan bíl og stakk af

Í gær, 15:24 Lögreglu barst tilkynning um umferðaróhapp á Langholtsvegi klukkan níu í morgun en þar var bifreið ekið á kyrrstæðan bíl. Ökumaður og farþegi stungu af en náðust skömmu síðar og voru vistaðir í fangageymslum. Meira »

Höfuðborgin endurheimti forystuhlutverk

Í gær, 14:13 „Annaðhvort verður haldið áfram með óbreytt ástand þar sem húsnæðisskortur, samgönguvandi og svifryk fá að dafna, eða Reykjavík endurheimtir forystuhlutverk sitt sem höfuðborg.“ Þetta sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í ávarpi sínu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Lýsa eftir 6 metra langri Bola-dós

Í gær, 13:43 „Þetta er mjög dularfullt, þetta er 3.000 lítra tankur sem er sex metra langur, þannig að maður setur hann ekkert aftan í fólksbíl,“ segir Böðvar Guðmundsson, sem saknar vatnstanks sem skreyttur var eins og dós af Bola-bjór. Meira »

Hafa ekki vanrækt þá lægst launuðu

Í gær, 12:19 „Það er rangt að við höfum vanrækt þá sem lægstir eru,“ sagði Gylfi Arngrímsson, formaður ASÍ, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ekki sé nóg að hækka lægstu laun og láta prósentuhlutinn sem aðrir fá fylgja því eftir. Meira »

Óvenjulegt ef blíðan héldi fram á vor

Í gær, 11:50 Milt veður hefur verið undanfarna daga en veðurfræðingurinn Teitur Arason hjá Veðurstofu Íslands segir ólíklegt að blíðan muni halda sér fram á vor. „Þetta er bara á meðan það liggur í þessum mildu suðlægu áttum. Það verður svipað fyrri part vikunnar en það er ekki víst að þetta rólega og góða veður haldi áfram lengi. Það væri þá mjög óvenjulegt.“ Meira »

Skíðasvæði opin fyrir norðan og austan

Í gær, 10:50 Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði og Hlíðarfjall eru opin í dag. Einnig hefur skíðasvæðið í Stafdal á Austurlandi verið opnað og segir í fréttatilkynningu að loksins sé „sólin farin að skína á skíðasvæðin Austanlands“. Veðrið í dag sé gott og aðstæður til skíðaiðkunar flottar. Meira »

59 á biðlista eftir offituaðgerðum

Í gær, 12:00 Alls eru 59 einstaklingar, þar af 49 konur og 10 karlar, á biðlista eftir magahjáveituaðgerð sem og öðrum aðgerðum á maga vegna offitu á Landspítalanum. Um áramót biðu 69 einstaklingar eftir slíkum aðgerðum á spítalanum. Meira »

„Ber ekki ábyrgð á Sigríði Andersen“

Í gær, 11:30 „Ég ber ekki ábyrð á Sigríði Andersen eða Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, er atvæðagreiðsla þingmannanna Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Jónssonar var rædd í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun. Meira »

Erilsamt hjá lögreglunni á Akureyri

Í gær, 08:27 Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt og þurfti lögreglan m.a. að keyra nokkra heim til sín eftir skemmtan næturinnar. Engir þurftu þó að gista í fangaklefa þessa nóttina. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Stimplar
...
Eyjasól sumarhús, lausar helgar..
Dagar í hlýjum og góðum sumarh. Rúm fyrir 5-6. Leiksvæði. Stutt að Geysi, Gullfo...
 
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...