Lokaðir af og enginn fær að borða

Dr. Spock er í banastuði þessa dagana. Frá vinstri: Guðfinnur ...
Dr. Spock er í banastuði þessa dagana. Frá vinstri: Guðfinnur Karlsson, Guðni Finnsson, Þorbjörn Sigurðsson, Óttar Proppé, Arnar Þór Gíslason og Franz Gunnarsson. Haraldur Jónasson/Hari

Hljómsveit gleðinnar og ósjálfráðu tónlistarinnar sem hefur það mottó að koma á óvart er vöknuð til lífsins með hvelli. Í kvöld, föstudagskvöldið 16. febrúar heldur hljómsveitin útgáfutónleika en nýja plata þeirra heitir Leður. Forsprakki sveitarinnar, Óttar Proppé, segir örlítið nýjan hljóm á plötunni, fágaðri.

„Nýja platan hefur verið í löngu fæðingarferli. Elstu hugmyndirnar komu upp úr vinnuferðum árin 2011 og 2012 en það hefur lengi verið vinnuferli hjá Dr. Spock að loka okkur einhvers staðar af, þar sem menn komast ekki á fundi og fá helst ekkert að borða án þess að semja það upp í matinn sinn. Í haust fórum við að vinna upp úr þessu af krafti, sérstaklega eftir að ég losnaði úr ráðuneytinu,“ segir Óttarr.

Þú talar um nýjan hljóm?

„Þetta er ennþá rugl og hrærigrautur, metalkafli við hliðina á vals og svo framvegis, en að einhverju leyti er meiri fágun yfir hljómnum. Við höfum verið að vinna með Einari Vilberg upptökustjóra í stúdíói hans Hljóðverk, sem hefur einhvern veginn haft áhrif á hljóminn. Við höfum verið öruggari á hljóðmyndinni en oft áður sem gaf meira svigrúm fyrir ósjálfráðu skriftina; músíkina. Við vorum ekki með nema mjög óljósar hugmyndir um textana og lásum þá síðan í músíkina eins og hún kom af kúnni eftir á.“

Óttar segir einkennismerki Dr. Spock að ekkert er bannað.

„Sum lög hafa hreinlega orðið til upp úr köflum þar sem spilagleðin hefur ært menn á milli laga á tónleikum. Þá er það hlutverk okkar söngvaranna að syngja eitthvað með. Frekar en að rembast við og ákveða: „Nú ætla ég að syngja um sumarnótt“ er gott að láta tónlistina frekar kalla á hljóð. Eitt gott nýtt dæmi er lagið Elefanto be sem varð til þannig að Finni [Guðfinnur Karlsson] var að syngja einhverja línu, ekki á neinu tungumáli sem við þekktum.

Okkur fannst í upptökunum að lagið yrði að vera á spænsku og fengum spænskumælandi sérfræðing á svæðið til að hjálpa okkur að semja. Hann sagði að það væri nú kominn vísir að texta þarna í línunni hans Finna, um mjög sorgmæddan fíl, sem er mjög skemmtilegt því Finni talar ekki orð í spænsku.“

"Þetta er ennþá rugl og hrærigrautur, metalkafli við hliðina á vals og svo framvegis, en að einhverju leyti er meiri fágun yfir hljómnum," segir Óttarr Proppé. Haraldur Jónasson/HariLögin á nýju plötunni hafa fengið að flæða meira í vinnslunni en oft áður.
„Við höfum verið óhræddari við að leyfa einhverjum karakter í lögunum að taka þau yfir og alls konar litlir djöflar vöknuðu upp. Áður vorum við oft að rembast við Dr. Spock, því enginn í hljómsveitinni veit almennilega hvaðan það nafn kemur. Núna erum við meira farnir að horfa í aðrar áttir en að vera að berjast við doktorinn. Þarna eru nýjar týpur en líka meitlaðar týpur. Við höfum oft sungið um gamla pirraða menn og það er gamall maður sem kemur í gegn í einu laginu sem tekur alveg rosalegt pirringskast. Það er svolítið viljandi gert að vera ekki að syngja lög um að fara í vinnuna eða klæða sig í sokka. Dr. Spock er hljómsveit sem er ætlað að fara í eitthvað ýktara og skrýtnara,“ segir Óttarr.

Maður hefur á tilfinningunni að það þurfi mikla orku í að vera í Dr. Spock, sé nánast eins og að vera atvinnuíþróttamaður?

„Alveg frá því hljómsveitin var stofnuð höfum við verið í ákveðinni keppni um hvað við getum spilað hratt, hversu mikið við getum komið hver öðrum á óvart, höfum lagt ómöguleg verkefni fyrir Adda trommara, sem er með fullkomnunaráráttu, og það er mikið mottó hjá hljómsveitinni að fara lengra og krefjast meira hver af öðrum. Margt af því besta sem við höfum upplifað hefur orðið til því menn hafa hreinlega verið búnir á því. Þá brotnar lagið niður eða söngvarinn hættir að geta sungið og fer að grenja. Það leysir eitthvað úr læðingi. Þetta er svona áhættumúsísering. Það má líka segja að þetta hafi alltaf byggst á „live“ spilamennsku, sem er mögnuð því það verður svo mikið samspil við áhorfendur. Þá erum við dálítið að stríða og kveikja á áhorfendum en sömuleiðis halda þeir okkur við efnið.“

Þú sagðir einu sinni að rokkið gagnaðist þér í pólitíkinni. En gagnast pólitíkin í rokkinu?

„Pólitíkin gengur út á að fá innsýn í hluti, túlka þá, skilja og vinna úr þeim. Fyrir mér er tónlistin líka þannig og það sem mér finnst skemmtilegast við tónlist er tækifærið til að bregðast við. Þess vegna finnst mér svo skemmtilegt að vinna hana í rauntíma, hafa ekki nákvæma hugmynd um hvernig textinn verður áður en lagið byrjar og þurfa einhvern veginn með hjálp undirmeðvitundar að búa hann til í flæðinu. Í pólitík er harka í skoðanaskiptum og ákveðin undirliggjandi paranoja sem getur verið ágætis drifkraftur að færa yfir í músík. Ég held að tónlist sé það listform sem er næst tilfinningalífinu og ef það eru djúpar og hættulegar ástríður einhvers staðar þá er það í pólitík. Reynslan af því hefur örugglega skerpt aðeins á tilfinningahnífunum í mér, það er ágætt.“

Viðtalið í heild má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Innlent »

Fólk sækir í dýrari vöru nú um jólin

10:45 Næstu tvær helgar eru einhverjar mestu verslunarhelgar ársins. Það er prýðilegt hljóð í verslunarmönnum fyrir hátíðirnar en ófá íslensk fyrirtæki reiða sig mjög á desember. Meira »

Fresta afgreiðslu samgönguáætlunar

10:20 Afgreiðslu samgönguáætlunar hefur verið frestað til 1. febrúar á næsta ári. Ákvörðun þess efnis var samþykkt á fundi formanna allra flokka á þingi í gær. Meira »

Vestfirðingur fékk 131 milljón

10:02 Það var fjölskyldufaðir vestan af fjörðum sem hneppti annan vinning í EuroJackpot síðasta föstudag, rúmlega 131 milljón króna. Maðurinn hafði verið að kaupa jólagjafir í Kringlunni þegar hann keypti miðann í Happahúsinu. Meira »

Ferðaþjónustan á Hveravöllum sett í sölu

08:28 Hveravallafélagið ehf. hefur sett starfsemi sína á Hveravöllum á söluskrá. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line er stærsti eigandi Hveravallafélagsins, en aðrir hluthafar eru Húnavatnshreppur og Björn Þór Kristjánsson. Meira »

Hafarnastofninn hefur styrkst mikið

07:57 Óvenjumörg ný verpandi hafarnapör fundust á liðnu sumri, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sviðsstjóra í dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Íslenski arnarstofninn telur nú 82 pör og urpu 53 þeirra í vor og komu upp 39 ungum. Meira »

Strekkingsvindur með skúrum

07:53 Sunnan- og suðaustanstrekkingsvindur með skúrum verður víða um land í dag. Bjartviðri verður þó á Norður- og Austurlandi og hiti á bilinu 5 til 10 stig. Heldur dregur úr vindi og úrkomu er líður á daginn og kólnar þá einnig nokkuð í veðri. Meira »

Klæddist þýfinu í seinna innbrotinu

06:14 Tilkynnt var um innbrot í tvær íbúðir í Vesturbænum á ellefta tímanum í gærkvöldi. Farið hafði verið inn í íbúðirnar, rótað þar og stolið munum. Þá bárust lögreglu einnig tilkynningar um innbrot í tvo bíla í miðbænum og virðist sami einstaklingur hafa verið að verki í bæði skipti. Meira »

Reynt að ná samkomulagi um frestun

05:30 Hluti stjórnarandstöðunnar á Alþingi er afar ósáttur við áform stjórnarflokkanna um að afgreiða samgönguáætlun fyrir jól. Hótuðu sumir þeirra málþófi þegar þeir tóku málið tvisvar upp í gær undir liðnum umræða um fundarstjórn forseta. Meira »

Mönnun nýrra hjúkrunarrýma í óvissu

05:30 Óvíst er að áform heilbrigðisráðherra um að taka í notkun 550 hjúkrunarrými til ársins 2023 nái fram að ganga sem og þau áform að taka 200 af þeim í gagnið á næstu tveimur árum. Meira »

Vegleg bókagjöf

05:30 Pétur M. Jónasson, 98 ára, prófessor emeritus við Kaupmannahafnarháskóla, og dætur hans, Margrét og Kristín, hafa fært Náttúruminjasafni Íslands einkar veglega bókagjöf. Meira »

Verður Ísland áfangastaður ársins?

05:30 Samtökin Cruise Iceland hafa verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna innan geira skemmtiferðaskipa. Tilnefningin er í flokknum „Besti áfangastaðurinn 2019“. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er tilnefnt. Meira »

Tugir milljarða í ný hótelherbergi

05:30 Áformað er að taka um 1.500 hótelherbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Það jafnast á við 15 meðalstór borgarhótel. Miðað við að hvert hótelherbergi kosti að meðaltali 35 milljónir í byggingu er þetta fjárfesting upp á tæplega 53 milljarða króna. Meira »

Benedikt freistaði Foster

05:30 „Þetta er bara búið að vera í ferli, hófst með herferð okkar eftir að Ísland tilnefndi kvikmyndina sem framlag til Óskarsverðlauna, þá sýndum við akademíumeðlimum hana og m.a. Jodie Foster. Það eru líka ákveðin persónuleg tengsl milli Jodie og fólks í mínu teymi. Þannig að Jodie kom á fyrstu sýninguna sem ég var viðstaddur og við töluðum saman þá strax.“ Meira »

Fangaði eldinguna á myndband

Í gær, 23:28 Gísla Reynissyni, ritstjóra Aflafretta.is, tókst að fanga á myndband eina af eldingunum sem laust niður á suðvesturhorninu í kvöld er hann var staddur í Grafarvogi. Myndbandið var ekki nema tveggja sekúndna langt í rauntíma en Gísli klippti það til og hægði á myndinni þannig að eldingin sæist betur. Meira »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

Í gær, 22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar sem snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

Í gær, 22:32 Hljóðupptakan sem var gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

Í gær, 22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Í gær, 22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónaveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

Í gær, 21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...
Handlaug með blöndunartækjum og festingu.
Notuð handlaug til sölu með blöndunartækjum og festingu á vegg. kr. 3 þúsund kr...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...