Lokaðir af og enginn fær að borða

Dr. Spock er í banastuði þessa dagana. Frá vinstri: Guðfinnur ...
Dr. Spock er í banastuði þessa dagana. Frá vinstri: Guðfinnur Karlsson, Guðni Finnsson, Þorbjörn Sigurðsson, Óttar Proppé, Arnar Þór Gíslason og Franz Gunnarsson. Haraldur Jónasson/Hari

Hljómsveit gleðinnar og ósjálfráðu tónlistarinnar sem hefur það mottó að koma á óvart er vöknuð til lífsins með hvelli. Í kvöld, föstudagskvöldið 16. febrúar heldur hljómsveitin útgáfutónleika en nýja plata þeirra heitir Leður. Forsprakki sveitarinnar, Óttar Proppé, segir örlítið nýjan hljóm á plötunni, fágaðri.

„Nýja platan hefur verið í löngu fæðingarferli. Elstu hugmyndirnar komu upp úr vinnuferðum árin 2011 og 2012 en það hefur lengi verið vinnuferli hjá Dr. Spock að loka okkur einhvers staðar af, þar sem menn komast ekki á fundi og fá helst ekkert að borða án þess að semja það upp í matinn sinn. Í haust fórum við að vinna upp úr þessu af krafti, sérstaklega eftir að ég losnaði úr ráðuneytinu,“ segir Óttarr.

Þú talar um nýjan hljóm?

„Þetta er ennþá rugl og hrærigrautur, metalkafli við hliðina á vals og svo framvegis, en að einhverju leyti er meiri fágun yfir hljómnum. Við höfum verið að vinna með Einari Vilberg upptökustjóra í stúdíói hans Hljóðverk, sem hefur einhvern veginn haft áhrif á hljóminn. Við höfum verið öruggari á hljóðmyndinni en oft áður sem gaf meira svigrúm fyrir ósjálfráðu skriftina; músíkina. Við vorum ekki með nema mjög óljósar hugmyndir um textana og lásum þá síðan í músíkina eins og hún kom af kúnni eftir á.“

Óttar segir einkennismerki Dr. Spock að ekkert er bannað.

„Sum lög hafa hreinlega orðið til upp úr köflum þar sem spilagleðin hefur ært menn á milli laga á tónleikum. Þá er það hlutverk okkar söngvaranna að syngja eitthvað með. Frekar en að rembast við og ákveða: „Nú ætla ég að syngja um sumarnótt“ er gott að láta tónlistina frekar kalla á hljóð. Eitt gott nýtt dæmi er lagið Elefanto be sem varð til þannig að Finni [Guðfinnur Karlsson] var að syngja einhverja línu, ekki á neinu tungumáli sem við þekktum.

Okkur fannst í upptökunum að lagið yrði að vera á spænsku og fengum spænskumælandi sérfræðing á svæðið til að hjálpa okkur að semja. Hann sagði að það væri nú kominn vísir að texta þarna í línunni hans Finna, um mjög sorgmæddan fíl, sem er mjög skemmtilegt því Finni talar ekki orð í spænsku.“

"Þetta er ennþá rugl og hrærigrautur, metalkafli við hliðina á vals og svo framvegis, en að einhverju leyti er meiri fágun yfir hljómnum," segir Óttarr Proppé. Haraldur Jónasson/HariLögin á nýju plötunni hafa fengið að flæða meira í vinnslunni en oft áður.
„Við höfum verið óhræddari við að leyfa einhverjum karakter í lögunum að taka þau yfir og alls konar litlir djöflar vöknuðu upp. Áður vorum við oft að rembast við Dr. Spock, því enginn í hljómsveitinni veit almennilega hvaðan það nafn kemur. Núna erum við meira farnir að horfa í aðrar áttir en að vera að berjast við doktorinn. Þarna eru nýjar týpur en líka meitlaðar týpur. Við höfum oft sungið um gamla pirraða menn og það er gamall maður sem kemur í gegn í einu laginu sem tekur alveg rosalegt pirringskast. Það er svolítið viljandi gert að vera ekki að syngja lög um að fara í vinnuna eða klæða sig í sokka. Dr. Spock er hljómsveit sem er ætlað að fara í eitthvað ýktara og skrýtnara,“ segir Óttarr.

Maður hefur á tilfinningunni að það þurfi mikla orku í að vera í Dr. Spock, sé nánast eins og að vera atvinnuíþróttamaður?

„Alveg frá því hljómsveitin var stofnuð höfum við verið í ákveðinni keppni um hvað við getum spilað hratt, hversu mikið við getum komið hver öðrum á óvart, höfum lagt ómöguleg verkefni fyrir Adda trommara, sem er með fullkomnunaráráttu, og það er mikið mottó hjá hljómsveitinni að fara lengra og krefjast meira hver af öðrum. Margt af því besta sem við höfum upplifað hefur orðið til því menn hafa hreinlega verið búnir á því. Þá brotnar lagið niður eða söngvarinn hættir að geta sungið og fer að grenja. Það leysir eitthvað úr læðingi. Þetta er svona áhættumúsísering. Það má líka segja að þetta hafi alltaf byggst á „live“ spilamennsku, sem er mögnuð því það verður svo mikið samspil við áhorfendur. Þá erum við dálítið að stríða og kveikja á áhorfendum en sömuleiðis halda þeir okkur við efnið.“

Þú sagðir einu sinni að rokkið gagnaðist þér í pólitíkinni. En gagnast pólitíkin í rokkinu?

„Pólitíkin gengur út á að fá innsýn í hluti, túlka þá, skilja og vinna úr þeim. Fyrir mér er tónlistin líka þannig og það sem mér finnst skemmtilegast við tónlist er tækifærið til að bregðast við. Þess vegna finnst mér svo skemmtilegt að vinna hana í rauntíma, hafa ekki nákvæma hugmynd um hvernig textinn verður áður en lagið byrjar og þurfa einhvern veginn með hjálp undirmeðvitundar að búa hann til í flæðinu. Í pólitík er harka í skoðanaskiptum og ákveðin undirliggjandi paranoja sem getur verið ágætis drifkraftur að færa yfir í músík. Ég held að tónlist sé það listform sem er næst tilfinningalífinu og ef það eru djúpar og hættulegar ástríður einhvers staðar þá er það í pólitík. Reynslan af því hefur örugglega skerpt aðeins á tilfinningahnífunum í mér, það er ágætt.“

Viðtalið í heild má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Innlent »

Köld og hvöss norðanátt

07:03 Snjóþekja er á fjallvegum á norðanverðu landinu, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og er vegfarendum ráðlagt að sýna aðgát. Meira »

Óttast um hana í vetur

06:58 Hún er á þrítugs­aldri og er á göt­unni vegna neyslu og geðrænna veik­inda. Fjöl­skylda henn­ar er ráðalaus og ótt­ast mjög um af­drif henn­ar í vet­ur. Gat­an er ekki heim­ili og ekki ör­ugg­ur staður, ekki síst fyr­ir ung­ar kon­ur þar sem hóp­ur karla leit­ar þær uppi og nýt­ir sér neyð þeirra. Meira »

Kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu

06:52 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Innbrot í verslun í Breiðholti

06:27 Brotist var inn í verslun í Breiðholti rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru þjófarnir hins vegar farnir af vettvangi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Icelandair boðið að fjárfesta í flugfélagi

06:20 Icelandair hefur fengið boð frá ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, Cabo Verde Airlines, um að eignast ráðandi hlut í félaginu þegar það verður einkavætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum á Grænhöfðaeyjum. Meira »

Leita fjármagns úti

05:30 Forsvarsmenn sveitarfélagsins Ölfuss eiga í viðræðum við erlenda fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að uppbyggingu hafnarmannvirkja í Þorlákshöfn. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í þeim hópi séu fjársterkir aðilar frá Kína. Meira »

Ísland í 2. sæti félagslegra framfara

05:30 Ísland er í öðru sæti af 146 þjóðum í mælingu fyrirtækisins Social Progress Imperative á vísitölu félagslegra framfara.   Meira »

Reyna að ná breiðri samstöðu

05:30 Verkalýðsfélög víða um land vinna hörðum höndum þessa dagana að mótun kröfugerðar fyrir viðræðurnar sem framundan eru um endurnýjun kjarasamninga. Meira »

Fái að ávísa getnaðarvörnum

05:30 „Það er stefnt að því að frumvarpið verði lagt fram í haust og gerð verði breyting á lyfjalögum hvað þetta varðar,“ segir Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir. Meira »

Ferðaþjónustan öflug heilsársgrein

05:30 Fjöldi erlendra ferðamanna sem komu í Rangárvallasýslu á síðasta ári var sexfalt meiri en fyrir níu árum. Þeim fjölgaði úr 230 þúsund í 1.381 þúsund á árunum 2008 til 2017. Meira »

Opna fjórar nýjar verslanir

05:30 Nýir eigendur tóku við rekstri Krónuverslananna um síðustu mánaðamót eftir að N1 yfirtók Festi. Stefna þeir að því að opna fjórar nýjar Krónuverslanir á næstu misserum. Meira »

Hagi starfsemi eftir lögum

05:30 Samtök iðnaðarins óska eftir því að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) setji allan samkeppnisrekstur sinn í dótturfélög, en kveðið er á um skyldu þess efnis í 4. grein laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Meira »

Borgarráð ræðir mál OR á morgun

Í gær, 23:05 Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar verða tekin fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Hugmyndin er að borgarráð fái upplýsingar um stöðu mála og hvernig stjórnin sér fyrir sér næstu vikur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Meira »

Berlínar- og rauðvínsmaraþon

Í gær, 22:08 Sigurjón Ragnar ljósmyndari hefur hlaupið átta maraþon um ævina en fyrsta hlaupið fór hann 42 ára, er hann vildi hlaupa einn kílómetra fyrir hvert aldursár. Um síðustu helgi kláraði hann Berlínarmaraþonið og helgina þar áður kláraði hann rauðvínsmaraþon í Frakklandi. Meira »

Mál forstjórans einnig til skoðunar

Í gær, 21:59 Stjórnarformaður OR vonast til þess að óháð úttekt á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins verði til þess að þar á verði hægt að gera breytingar til batnaðar. Aðkoma Bjarna Bjarnasonar forstjóra að ráðningu Bjarna Más Júlíussonar er meðal þess sem tekið verður til skoðunar. Meira »

Öryggi starfsmanna ekki tryggt við Safnahúsið

Í gær, 21:31 Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á byggingarvinnustað við Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykjavík kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Öll vinna var því bönnuð á vinnupöllum. Meira »

Stjórn OR féllst á ósk Bjarna

Í gær, 21:25 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í kvöld að fallast á ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að stíga til hliðar. Hildur Jónsdóttir verður starfandi forstjóri OR til tveggja mánaða í fjarveru Bjarna. Meira »

Segir að fyrirkomulagið virki ekki

Í gær, 20:54 Heilbrigðisráðherra segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um samning Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna sýni að fyrirkomulagið við að hafna umsóknum virkar ekki. Meira »

Tilraunakennd kvikmyndagerð fyrir ungt fólk

Í gær, 20:36 Kaliforníumaðurinn Lee Lynch hefur verið búsettur á Íslandi í fimm ár ásamt íslenskri konu og syni. Lee er kvikmyndagerðarmaður og er að fara af stað með sitt sjötta námskeið í Hinu húsinu nú í lok september fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára en það hefst 25. september. Meira »