Kaldur og illviðrasamur

Björgunarsveitir hafa komið mörgum bíleigendum til aðstoðar.
Björgunarsveitir hafa komið mörgum bíleigendum til aðstoðar. mbl.is/​Hari

Febrúar er nú hálfnaður og hefur hann verið nokkuð kaldur miðað við hin síðari ár og jafnframt illviðrasamur. Þetta kemur fram í yfirliti sem Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur tekið saman.

Tiltölulega lágur hiti, snjór og hvassir vindar hafa valdið því að skafrenningur er trúlega með meira móti – sérstaklega á fjallvegum, segir Trausti. Vegir hafa ítrekað lokast eins og fram hefur komið í fréttum.

Úrkoma hefur verið í meira lagi í febrúar, hefur mælst um 57 millimetrar í Reykjavík (20% umfram meðallag síðustu 10 ára), en 47 mm á Akureyri og er það um 70% umfram meðallag, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert