Segir gagnsæi vera af hinu góða

Í Landsrétti.
Í Landsrétti. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir að allt sem verði til þess að auka gagnsæi í sambandi við launaákvarðanir, bæði dómara og annarra, sé af hinu góða.

Þetta voru hennar fyrstu viðbrögð við tillögum starfshóps um málefni kjararáðs. „Ég er rétt byrjuð að kynna mér þessa skýrslu starfshópsins og væntanlega munum við í stjórn Dómarafélagsins funda um þessar tillögur starfshópsins alveg á næstunni,“ segir Ingibjörg í ið Morgunblaðinu í dag.

Ingibjörg kveðst telja að tillögur starfshópsins séu bæði áhugaverðar og róttækar. „Ef markmiðið sem sett er fram næst, að gera launaákvarðanir gagnsærri og reglubundnar, þá tel ég það af hinu góða og þess virði að reyna að ná því markmiði,“ segir Ingibjörg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert