Grænt ljós á háhýsi gegn mótmælum íbúa

Götuhornið mun breytast. Austast á reitnum verður nýr íbúðaturn.
Götuhornið mun breytast. Austast á reitnum verður nýr íbúðaturn. Tölvuteikning/Yrki arkitektar

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti breytt deiliskipulag lóðarinnar Borgartún 24 í gær. Mun þar hefjast uppbygging 65 íbúða sunnan við Höfða gegn mótmælum íbúa á svæðinu.

Arnar Þór Stefánsson, lögmaður hjá LEX, kom mótmælum fyrir hönd húsfélags Mánatúns 7 til 17 á framfæri í bréfi til skipulagsfulltrúa þar sem hann sagði að fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á svæðinu væru í andstöðu við lög og brytu gegn lögvörðum hagsmunum íbúa Mánatúns.

Hafa íbúar meðal annars lýst yfir áhyggjum með þann bílastæðaskort sem nú þegar er á svæðinu og er sagt að íbúar í Borgartúni 24 muni leggja í þau bílastæði sem nú eru á lóð Mánatúns og segja íbúar að ekkert sýnilegt mat hafi verið lagt á þennan þátt málsins, að því er fram kemur í umfjöllun um byggingaráform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert