Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

Nemendur Verslunarskólans, sem settu á fjalirnar söngleikinn Framleiðendurnir, voru fullir …
Nemendur Verslunarskólans, sem settu á fjalirnar söngleikinn Framleiðendurnir, voru fullir sjálfstrausts á sviðinu og höfðu vel efni á því. Ljósmynd/Stefanía Elín Linnet

Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway.

Gleði, glamúr, drama, ádeila, dans og söngur einkenna sýninguna. Allt sem lýtur að sýningunni er Verslunarskólanum til sóma og vel þess virði að sjá hana.

„Þessi stóri söngleikur hefur aldrei verið settur upp á Íslandi en Vala Kristín Eiríksdóttir, leikstjóri sýningarinnar, þýddi handritið og Birkir Blær Ingólfsson þýddi söngtextana. Við stækkuðum verkefnið í ár, höfum 40 manna sviðslistahóp og sýnum söngleikinn í stóra sal Háskólabíós,“ segir Máni Huginsson, formaður nemendamótsnefndar Verslunarskóla Íslands um árlegan viðburð skólans að setja upp söngleik.
Sjá viðtal við Mána í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert