Telja ólíðandi að Bragi sé tilnefndur

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.

Ung vinstri græn telja ólíðandi að Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofiu hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnar Ungra vinstri grænna.

„Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna hefur það hlutverk að tryggja að þjóðir fari eftir Barnasáttmálanum en gagnrýni á vinnubrögð Braga beinast meðal annars af því að hann sjálfur og Barnaverndarstofa færu ekki ávallt eftir Barnasáttmálanum.

Frá því í nóvember hafa starfsmenn barnaverndarnefnda víða um land stigið fram og sagt frá andlegu ofbeldi af hálfu Braga, ófaglegum vinnubrögðum og því að Bragi hafi hlutast til í kynferðisbrotamálum.

Ung vinstri græn krefjast þess að Ásmundur Einar Daðasson, félags- og jafnréttismálaráðherra, dragi útnefningu Braga Guðbrandssonar til baka. Maður sem sakaður er um alvarleg brot í starfi og mismunun í málsmeðferð á ekki að vera fulltrúi Íslands í nefnd sem þessari. Börn eiga alltaf að njóta vafans,“ segir í ályktuninni sem er birt á Facebooksíðu UVG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert