Teigsskógarkálið ekki sopið

Eini óvegurinn sem eftir er á leiðinni er um Gufudalssveit.
Eini óvegurinn sem eftir er á leiðinni er um Gufudalssveit. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þegar öll leyfi hafa fengist væri mögulegt að bjóða „mjög fljótlega“ út lagningu vegar og brúa á nýjum Vestfjarðavegi um Gufudalssveit, allan vegarkaflann eða hluta hans. Framkvæmdir gætu hafist tveimur til þremur mánuðum síðar. Framkvæmdir gætu tekið þrjú ár en einnig er unnt að skipta verkinu í fjóra áfanga.

Kemur þetta fram í svörum Vegagerðarinnar til Reykhólahrepps vegna skipulagsvinnu. Hreppsnefndin ákvað í fyrradag að leggja leiðina með ströndinni og þar með yfir fjarðarmynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og í gegnum Teigsskóg til grundvallar við gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið.

Rétt er að taka fram að nokkrir kærufrestir eru gefnir á þeim tíma sem framundan er í skipulagsvinnunni og þegar framkvæmdaleyfi verður gefið út. Saga þessa verkefnis síðustu fimmtán árin sýnir að þeir sem eru andsnúnir framkvæmdinni hafa ýmsar leiðir til að standa á rétti sínum. Nefna má að Landvernd og hluti landeigenda í Teigsskógi hafa lýst yfir andstöðu við vegarlagningu um Teigsskóg. Af þeim sökum er ekki hægt að treysta því að hreppsnefndin geti gefið út framkvæmdaleyfi í haust, eins og hún stefnir að.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert