Húsleit vegna innbrots í gagnaver

Húsleitin var framkvæmd í gær.
Húsleitin var framkvæmd í gær. mbl.is/Hjörtur

Lögreglan á Suðurnesjum fór í gær í húsleit í iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, með aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra, þar sem tugir tölva voru innan dyra. Húsleitin var hluti af rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á þjófnaði á 600 tölvum úr gagnaverum, en verðmæti þýfisins er talið vera um 200 milljónir króna.

Tíu manns voru færðir til skýrslutöku á lögreglustöð vegna gruns um aðild að málinu. Reyndust tveir þeirra án atvinnuleyfis hér á landi og fleiri atriðum var ábótavant svo sem varðandi húsaleigumál.

Tölvurnar sem stolið var úr gagnaverunum eru þó enn ófundnar og er rannsókn málsins haldið áfram af fullum þunga, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert