Frá sveitabæ í Sýrlandi á Flateyri

Fjölskyldan kom til Ísafjarðar í síðustu viku.
Fjölskyldan kom til Ísafjarðar í síðustu viku. mbl.is/Hallur

Eins og Vestfirðingar, og aðrir sem sækja þá heim, þekkja getur reynst þrautin þyngri að lenda flugvél á Ísafjarðarflugvelli. „Er vélin lent?“ Heyrist iðulegu yfir morgunkaffinu.

Blaðamaður mbl.is hitti 14 manna stórfjölskyldu á flugvellinum í Reykjavík. För okkar allra var heitið á Ísafjörð en öll eru þau hluti af þeim hópi sem kom til lands­ins sem flóttafólk á vegum ís­lenskra stjórn­valda á þessu ári.

„Er tungumálið erfitt?“

Fjölskyldan samanstendur af þeim Ibtisam og Ahmed, börnum þeirra sex, tveimur tengdabörnum og fjórum barnabörnum. 

Það vill svo til að blaðamaður talar arabísku sem er móðurmál fjölskyldunnar sem kemur frá Deraa í Sýrlandi. Eins og gengur og gerist kom upp vandamál með flugvélina og þá kom arabískukunnáttan sér vel og gat ég útskýrt fyrir fólkinu hvað væri í gangi og hver fyrirmæli áhafnar voru.

Hjónin ganga frá flugvélinni á leið til nýrra heimkynna.
Hjónin ganga frá flugvélinni á leið til nýrra heimkynna. mbl.is/Hallur

Fljótlega komst því á vinskapur með mér og Ibtisam, sem er móðir og amma hópsins. Svo fór að ég fylgdi henni að allt frá Reykjavíkurflugvelli að hinu nýja heimili stórfjölskyldunnar á Flateyri. 

„Er tungumálið erfitt? Er það mjög ólíkt ensku?“ Spyr ung dóttir þeirra hjóna mig forvitin. Öll eru þau áhugasöm að heyra svarið. „Það er stríð í landinu okkar,“ segir Ibtisam og spyr mig áhyggjufull hvort Íslendingar almennt viti um ástandið. Ég reyni að fullvissa hana um það að flestir hér séu meðvitaðir um neyð Sýrlendinga. 

Þegar kom að því að lenda á Ísafirði tilkynnti flugstjóri að það reyndist ekki mögulegt í augnablikinu og því þyrfti vélin að hringsóla um stund. Aftur kom arabískan að góðum notum og gat ég miðlað upplýsingum til fjölskyldunnar. 

Maisa litla er nýr íbúi á Flateyri.
Maisa litla er nýr íbúi á Flateyri. mbl.is/Hallur

Langt og strangt ferðalag

„Kemur þú ekki með mér?“ heyrist í Ibtisam á flugvellinum skömmu eftir lendingu en eflaust hefur henni þótt ákveðið öryggi í því að hafa nýju arabískumælandi vinkonu sína með sér, komin á alveg nýjar slóðir í annað sinn á stuttum tíma.

Daginn áður hafði fjölskyldan lent í Keflavík eftir langt og strangt ferðalag frá Jórdaníu þar sem þau höfðu dvalið í flóttamannabúðum í nokkur ár.

Á Ísafirði var vel tekið á móti fjölskyldunni þar sem þau voru boðin hjartanlega velkomin með kaffi og tilheyrandi af starfsfólki og sjálfboðaliðum í Vestra, Rauða kross húsinu á Ísafirði. Á leiðinni þangað röbbuðum við Ibtisam aðallega um arabíska matargerð, sem er sameiginlegt áhugamál okkar (þó að ég sé eflaust betri í að borða slíkan mat en elda hann).

Ahmed og tengdasonur við komuna á Ísafjörð.
Ahmed og tengdasonur við komuna á Ísafjörð. mbl.is/Hallur

Melónur, ólífur og granatepli

Hún ljómaði þegar hún sagði mér frá sveitabænum sem þau höfðu átt í Sýrlandi þar sem mátti finn ferskt grænmet og ávexti, eins og gengur og gerist í görðum í Mið-Austurlöndum. Melónur, tómatar, ólífur og granatepli eru á meðal þess sem þau gátu nálgast í bakgarðinum hjá sér.

Ég get ekki annað en leitt hugann að því hversu mikil viðbrigði það séu fyrir fólk að vera komið alla leið til Flateyrar frá sveitabæ í Sýrlandi, sem í mínum eyrum hljómar eins og lítil paradís. Ekki að eigin frumkvæði heldur tilneydd og í burtu frá fjölskyldu, vinum og öllu sem þú þekkir.

Feimin og forvitin ganga þau um nýju heimkynnin og virða þau fyrir sér. „Er wifi hérna,“ spyr einn unglingurinn í hópnum eftir stutta skoðun á nýjum híbýlum. Ég gat ekki annað en brosað, líklega væri þetta mín fyrsta spurning líka.  

Bæjarstæðið á Flateyri er einstaklega fallegt.
Bæjarstæðið á Flateyri er einstaklega fallegt. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Innlent »

Gæslan í Laugardal betri í kvöld

Í gær, 23:30 „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru að drekka en meginparturinn af öllum unglingum sem eru þarna inni eru bara í þeim tilgangi að hlusta á góða tónlist og fara svo heim,“ segir Þórhildur Rafns Jónsdóttir deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Kringlumýri. Meira »

„Kjöraðstæður fyrir unglingadrykkju“

Í gær, 21:52 Varaformaður foreldrafélags Laugalækjarskóla segir að aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi mistekist að standa við gefin loforð þess efnis að sporna við unglingadrykkju á hátíðinni. Meira »

Las á íslensku fyrir börnin í Rússlandi

Í gær, 21:30 Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður og rithöfundur, var nýverið í Rússlandi þar sem hann eyddi dágóðum tíma með rússneskum börnum við leik og fræðslu. Meira »

„Eins rússneskt og það getur orðið“

Í gær, 20:56 „Þetta var eins rússneskt og það getur orðið,“ segir Eyþór Jóvinsson leikstjóri um matarboð í uppsveitum Volgograd sem honum var boðið í. Eyþór gistir hjá rússneskri stelpu í Volgograd á meðan dvöl hans í Rússlandi stendur yfir. Meira »

Tryggingamiðstöðin býður í Lykil

Í gær, 20:48 Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur sett fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar síðdegis í dag. Meira »

Einstök tengslastund og slökun

Í gær, 20:30 Hin svissneska Valerie Gaillard býður upp á vatnsmeðferðarnámskeið fyrir börn í Lágafellslaug í Mosfellsbæ um næstu helgi. Þar gefst foreldrum, ömmum, öfum eða öðrum tækifæri til að koma með börn og njóta nús. Meira »

Jarðskjálfti í öskju Öræfajökuls

Í gær, 18:34 Jarðskjálfti af stærð 2,7 mældist í öskju Öræfajökuls á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið. Meira »

„Nígería skreið yfir Íslendinga“

Í gær, 18:15 Leikurinn gegn Nígeríu á Volgograd Arena fór ekki á þann veg sem Íslendingar hefðu kosið. Margir á Twitter eru daprir vegna úrslitanna, en þó vitum við flest að enn er von og Íslandi gæti farið áfram úr D-riðlinum með sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudag. Meira »

„Við sitjum ekki í Rostov!“

Í gær, 18:13 Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Ómar Ingi Bragason eru stödd í Volgograd en þau hafa fylgt landsliðinu eftir í fyrstu tveimur leikjunum og ætla sér nú til Rostov í síðasta leik landsliðsins í riðlakeppninni. Þau segja gaman í Rússlandi þrátt fyrir tap. Meira »

Berdreymin kona vann 36 milljónir

Í gær, 18:05 Konu á besta aldri sem hafði lottað fyrir síðasta laugardag dreymdi um helgina að hún hefði unnið stóra vinninginn. Hún ákvað því að fara á sölustað í vikunni til að láta skoða miðann. Þar fékk hún hins vegar þau svör að ekki væri hægt að greiða vinninginn á staðnum þar sem upphæðin væri of há. Meira »

Birkir Már hlaðinn lofi á Twitter

Í gær, 15:57 Þjóðin fylgdist spennt með fyrri hálfleiknum í leik Íslands og Nígeríu. Margir gáfu sér þó tíma til að taka augun af skjánum annað veifið og tísta um það sem fyrir augu bar í Volgograd eða annað tengt leiknum mikilvæga. Meira »

Fjölmenni í Hljómskálagarðinum

Í gær, 15:49 Það viðrar ágætlega til fótboltaáhorfs og stuðningsmenn Íslands hafa fjölmennt í Hljómskólagarðinn til að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu á HM í fótbolta. Meira »

Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Í gær, 15:45 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Gylfa Ólafsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu segir að ákvörðun ráðherra sé í samræmi við niðurstöðu lögskipaðrar nefndar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Meira »

Dagur mættur til Volgograd

Í gær, 13:56 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er kominn til Volgograd til þess að horfa á leik Íslands og Nígeríu, en hann var einnig á leik Íslands og Argentínu í Moskvu síðustu helgi. Meira »

Íslendingar mættir á völlinn

Í gær, 13:46 Fyrstu Íslendingarnir eru mættir á Volgograd Arena þar sem leikur Íslands á móti Nígeríu mun fara fram klukkan 15 í dag. Glampandi sól er í Volgograd og hitinn er í kringum 32 stig. Meira »

Víða mikil stemning vegna leiksins

Í gær, 13:36 Sannkölluð hátíðarstemning hefur verið víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM í knattspyrnu. Bláar landsliðstreyjur, íslenskir fánar, víkingahorn og sólgleraugu með íslenska fánanum voru ósjaldgæf sjón auk þess sem mikil gleði ríkti hjá flestum. Meira »

Sjálfstæðismenn una niðurstöðunni

Í gær, 13:32 Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum mun ekki áfrýja úrskurði kjörnefndar, sem tók fyrir kæru flokksins, til dómsmálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Flokkurinn kærði talningu bæjarstjórnarkosninganna í síðasta mánuði en einungis vantaði fimm atkvæði upp á að flokkurinn næði sínum fimmta bæjarfulltrúa og héldi meirihluta í bænum. Meira »

Framkvæmdastjóri kærður fyrir fjárdrátt

Í gær, 13:12 Stjórn ADHD-samtakanna hefur kært Þröst Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra til lögreglu en hann er grunaður um að hafa dregið sér fé. Grunur leikur á um að fjárhæðirnar séu verulegar og ekki talinn vafi um að Þröstur hafi misnotað aðstöðu sína. Meira »

Vara við ferðum um Svínafellsjökul

Í gær, 13:06 Vegna mögulegra skriðufalla við Svínafellsjökul vara Almannavarnir við ferðum um jökulinn og er aðilum í ferðaþjónustu ráðlagt að fara ekki með hópa um svæðið. Gróft mat gerir ráð fyrir að efnið sem er að hreyfast á svæðinu sé um 60 milljónir rúmmetrar. Meira »
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp bátavélar frá TD Með gír og mælaborði og motorpúðum...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...