Frá sveitabæ í Sýrlandi á Flateyri

Fjölskyldan kom til Ísafjarðar í síðustu viku.
Fjölskyldan kom til Ísafjarðar í síðustu viku. mbl.is/Hallur

Eins og Vestfirðingar, og aðrir sem sækja þá heim, þekkja getur reynst þrautin þyngri að lenda flugvél á Ísafjarðarflugvelli. „Er vélin lent?“ Heyrist iðulegu yfir morgunkaffinu.

Blaðamaður mbl.is hitti 14 manna stórfjölskyldu á flugvellinum í Reykjavík. För okkar allra var heitið á Ísafjörð en öll eru þau hluti af þeim hópi sem kom til lands­ins sem flóttafólk á vegum ís­lenskra stjórn­valda á þessu ári.

„Er tungumálið erfitt?“

Fjölskyldan samanstendur af þeim Ibtisam og Ahmed, börnum þeirra sex, tveimur tengdabörnum og fjórum barnabörnum. 

Það vill svo til að blaðamaður talar arabísku sem er móðurmál fjölskyldunnar sem kemur frá Deraa í Sýrlandi. Eins og gengur og gerist kom upp vandamál með flugvélina og þá kom arabískukunnáttan sér vel og gat ég útskýrt fyrir fólkinu hvað væri í gangi og hver fyrirmæli áhafnar voru.

Hjónin ganga frá flugvélinni á leið til nýrra heimkynna.
Hjónin ganga frá flugvélinni á leið til nýrra heimkynna. mbl.is/Hallur

Fljótlega komst því á vinskapur með mér og Ibtisam, sem er móðir og amma hópsins. Svo fór að ég fylgdi henni að allt frá Reykjavíkurflugvelli að hinu nýja heimili stórfjölskyldunnar á Flateyri. 

„Er tungumálið erfitt? Er það mjög ólíkt ensku?“ Spyr ung dóttir þeirra hjóna mig forvitin. Öll eru þau áhugasöm að heyra svarið. „Það er stríð í landinu okkar,“ segir Ibtisam og spyr mig áhyggjufull hvort Íslendingar almennt viti um ástandið. Ég reyni að fullvissa hana um það að flestir hér séu meðvitaðir um neyð Sýrlendinga. 

Þegar kom að því að lenda á Ísafirði tilkynnti flugstjóri að það reyndist ekki mögulegt í augnablikinu og því þyrfti vélin að hringsóla um stund. Aftur kom arabískan að góðum notum og gat ég miðlað upplýsingum til fjölskyldunnar. 

Maisa litla er nýr íbúi á Flateyri.
Maisa litla er nýr íbúi á Flateyri. mbl.is/Hallur

Langt og strangt ferðalag

„Kemur þú ekki með mér?“ heyrist í Ibtisam á flugvellinum skömmu eftir lendingu en eflaust hefur henni þótt ákveðið öryggi í því að hafa nýju arabískumælandi vinkonu sína með sér, komin á alveg nýjar slóðir í annað sinn á stuttum tíma.

Daginn áður hafði fjölskyldan lent í Keflavík eftir langt og strangt ferðalag frá Jórdaníu þar sem þau höfðu dvalið í flóttamannabúðum í nokkur ár.

Á Ísafirði var vel tekið á móti fjölskyldunni þar sem þau voru boðin hjartanlega velkomin með kaffi og tilheyrandi af starfsfólki og sjálfboðaliðum í Vestra, Rauða kross húsinu á Ísafirði. Á leiðinni þangað röbbuðum við Ibtisam aðallega um arabíska matargerð, sem er sameiginlegt áhugamál okkar (þó að ég sé eflaust betri í að borða slíkan mat en elda hann).

Ahmed og tengdasonur við komuna á Ísafjörð.
Ahmed og tengdasonur við komuna á Ísafjörð. mbl.is/Hallur

Melónur, ólífur og granatepli

Hún ljómaði þegar hún sagði mér frá sveitabænum sem þau höfðu átt í Sýrlandi þar sem mátti finn ferskt grænmet og ávexti, eins og gengur og gerist í görðum í Mið-Austurlöndum. Melónur, tómatar, ólífur og granatepli eru á meðal þess sem þau gátu nálgast í bakgarðinum hjá sér.

Ég get ekki annað en leitt hugann að því hversu mikil viðbrigði það séu fyrir fólk að vera komið alla leið til Flateyrar frá sveitabæ í Sýrlandi, sem í mínum eyrum hljómar eins og lítil paradís. Ekki að eigin frumkvæði heldur tilneydd og í burtu frá fjölskyldu, vinum og öllu sem þú þekkir.

Feimin og forvitin ganga þau um nýju heimkynnin og virða þau fyrir sér. „Er wifi hérna,“ spyr einn unglingurinn í hópnum eftir stutta skoðun á nýjum híbýlum. Ég gat ekki annað en brosað, líklega væri þetta mín fyrsta spurning líka.  

Bæjarstæðið á Flateyri er einstaklega fallegt.
Bæjarstæðið á Flateyri er einstaklega fallegt. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Innlent »

Bóla eða breytingar í vændum?

Í gær, 20:21 „Þetta er mjög spennandi og fær vonandi fleiri til að hugsa um þessa hluti. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta þróast. Við verðum svo að sjá hvað kemur í kjölfarið eða hvort þetta þetta sé bara sniðug bóla á Twitter,“ segir ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Stígamótum um #karlmennskan Meira »

Fólk deyr á biðlista inn á Vog

Í gær, 19:31 „Biðlisti inn á Vog er í eðli sínu mjög líkur biðlista inn á bráðamóttöku. Fólk deyr á þessum biðlista,“ skrifar Arnþór Jónsson, formaður framkvæmdastjórnar SÁÁ, í pistli sínum á heimasíðu samtakanna. Meira »

Íhuga að sniðganga HM

Í gær, 19:11 Ríkisstjórn Íslands íhugar að sniðganga heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi í sumar. Með þessu vill hún styðja Breta sem saka Rússa um að hafa eitrað fyrir rússneskan gagnnjósnara og dóttur hans á breskri grund. Þó ert skýrt að leikmenn og aðdáendur verða á sínum stað. Meira »

„Það er ekkert óhreint við þetta fólk“

Í gær, 18:34 „Frelsissviptingin er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum,“ segir Jón Ársæll Þórðarson. Síðustu vikur hefur hann skyggnst inn í líf fanga þáttunum Paradísarheimt. Sjálfur fékk hann smjörþefinn af frelsissviptingu á unglingsárunum, þegar hann eyddi nótt í fangelsinu í Síðumúla. Meira »

Sex metra Bola-dósin komin í leitirnar

Í gær, 18:25 Sex metra Bola-dósin, sem lýst var eftir fyrr í dag, er komin í leitirnar. „Kæru vinir Boli er fundin takk elskurnar,“ skrifar Böðvar Guðmundsson á Facebook en hann lýsti eftir dósinni upp úr hádegi. Meira »

Hundrað ára rakarastóll

Í gær, 18:06 „Það má alveg slá því föstu að þetta sé stóll úr rakarastofunni í Eimskipafélagshúsinu og mjög líklega einn af stólunum sem voru þar þegar stofan var opnuð árið 1921,“ segja Þorberg Ólafsson og Kolbeinn Hermann Pálsson, sem báðir störfuðu á stofunni. Meira »

Hlaða bílana á mesta álagstíma

Í gær, 16:39 Rafbílaeigendur hlaða flestir bíla sína á mesta álagstíma raforkukerfisins. Sé raforkuálaginu hins vegar stýrt getur Orkuveitan vel annað 50.000 rafbílum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í lokaverkefni Kristjáns E. Eyjólfssonar til BS-gráðu í rafmagnstæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Meira »

Dimma hlýtur góðar viðtökur á Englandi

Í gær, 17:54 Skáldsagan Dimma eftir Ragnar Jónasson kom út á Englandi í enskri þýðingu Victoriu Cribb, hjá risaforlaginu Penguin, í liðinni viku og hefur hlotið frábærar viðtökur, bæði hjá The Guardian og Sunday Times. Meira »

Bjarni hlaut 96,2% atkvæða

Í gær, 15:49 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson formaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari á landsfundi flokksins sem fór fram um helgina. Meira »

Keyrði á kyrrstæðan bíl og stakk af

Í gær, 15:24 Lögreglu barst tilkynning um umferðaróhapp á Langholtsvegi klukkan níu í morgun en þar var bifreið ekið á kyrrstæðan bíl. Ökumaður og farþegi stungu af en náðust skömmu síðar og voru vistaðir í fangageymslum. Meira »

Höfuðborgin endurheimti forystuhlutverk

Í gær, 14:13 „Annaðhvort verður haldið áfram með óbreytt ástand þar sem húsnæðisskortur, samgönguvandi og svifryk fá að dafna, eða Reykjavík endurheimtir forystuhlutverk sitt sem höfuðborg.“ Þetta sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í ávarpi sínu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Lýsa eftir 6 metra langri Bola-dós

Í gær, 13:43 „Þetta er mjög dularfullt, þetta er 3.000 lítra tankur sem er sex metra langur, þannig að maður setur hann ekkert aftan í fólksbíl,“ segir Böðvar Guðmundsson, sem saknar vatnstanks sem skreyttur var eins og dós af Bola-bjór. Meira »

Hafa ekki vanrækt þá lægst launuðu

Í gær, 12:19 „Það er rangt að við höfum vanrækt þá sem lægstir eru,“ sagði Gylfi Arngrímsson, formaður ASÍ, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ekki sé nóg að hækka lægstu laun og láta prósentuhlutinn sem aðrir fá fylgja því eftir. Meira »

Óvenjulegt ef blíðan héldi fram á vor

Í gær, 11:50 Milt veður hefur verið undanfarna daga en veðurfræðingurinn Teitur Arason hjá Veðurstofu Íslands segir ólíklegt að blíðan muni halda sér fram á vor. „Þetta er bara á meðan það liggur í þessum mildu suðlægu áttum. Það verður svipað fyrri part vikunnar en það er ekki víst að þetta rólega og góða veður haldi áfram lengi. Það væri þá mjög óvenjulegt.“ Meira »

Skíðasvæði opin fyrir norðan og austan

Í gær, 10:50 Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði og Hlíðarfjall eru opin í dag. Einnig hefur skíðasvæðið í Stafdal á Austurlandi verið opnað og segir í fréttatilkynningu að loksins sé „sólin farin að skína á skíðasvæðin Austanlands“. Veðrið í dag sé gott og aðstæður til skíðaiðkunar flottar. Meira »

59 á biðlista eftir offituaðgerðum

Í gær, 12:00 Alls eru 59 einstaklingar, þar af 49 konur og 10 karlar, á biðlista eftir magahjáveituaðgerð sem og öðrum aðgerðum á maga vegna offitu á Landspítalanum. Um áramót biðu 69 einstaklingar eftir slíkum aðgerðum á spítalanum. Meira »

„Ber ekki ábyrgð á Sigríði Andersen“

Í gær, 11:30 „Ég ber ekki ábyrð á Sigríði Andersen eða Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, er atvæðagreiðsla þingmannanna Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Jónssonar var rædd í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun. Meira »

Erilsamt hjá lögreglunni á Akureyri

Í gær, 08:27 Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt og þurfti lögreglan m.a. að keyra nokkra heim til sín eftir skemmtan næturinnar. Engir þurftu þó að gista í fangaklefa þessa nóttina. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirka 8 vikur ) annars 241.000
Er á leiðinni færð á 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirk...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...