Frá sveitabæ í Sýrlandi á Flateyri

Fjölskyldan kom til Ísafjarðar í síðustu viku.
Fjölskyldan kom til Ísafjarðar í síðustu viku. mbl.is/Hallur

Eins og Vestfirðingar, og aðrir sem sækja þá heim, þekkja getur reynst þrautin þyngri að lenda flugvél á Ísafjarðarflugvelli. „Er vélin lent?“ Heyrist iðulegu yfir morgunkaffinu.

Blaðamaður mbl.is hitti 14 manna stórfjölskyldu á flugvellinum í Reykjavík. För okkar allra var heitið á Ísafjörð en öll eru þau hluti af þeim hópi sem kom til lands­ins sem flóttafólk á vegum ís­lenskra stjórn­valda á þessu ári.

„Er tungumálið erfitt?“

Fjölskyldan samanstendur af þeim Ibtisam og Ahmed, börnum þeirra sex, tveimur tengdabörnum og fjórum barnabörnum. 

Það vill svo til að blaðamaður talar arabísku sem er móðurmál fjölskyldunnar sem kemur frá Deraa í Sýrlandi. Eins og gengur og gerist kom upp vandamál með flugvélina og þá kom arabískukunnáttan sér vel og gat ég útskýrt fyrir fólkinu hvað væri í gangi og hver fyrirmæli áhafnar voru.

Hjónin ganga frá flugvélinni á leið til nýrra heimkynna.
Hjónin ganga frá flugvélinni á leið til nýrra heimkynna. mbl.is/Hallur

Fljótlega komst því á vinskapur með mér og Ibtisam, sem er móðir og amma hópsins. Svo fór að ég fylgdi henni að allt frá Reykjavíkurflugvelli að hinu nýja heimili stórfjölskyldunnar á Flateyri. 

„Er tungumálið erfitt? Er það mjög ólíkt ensku?“ Spyr ung dóttir þeirra hjóna mig forvitin. Öll eru þau áhugasöm að heyra svarið. „Það er stríð í landinu okkar,“ segir Ibtisam og spyr mig áhyggjufull hvort Íslendingar almennt viti um ástandið. Ég reyni að fullvissa hana um það að flestir hér séu meðvitaðir um neyð Sýrlendinga. 

Þegar kom að því að lenda á Ísafirði tilkynnti flugstjóri að það reyndist ekki mögulegt í augnablikinu og því þyrfti vélin að hringsóla um stund. Aftur kom arabískan að góðum notum og gat ég miðlað upplýsingum til fjölskyldunnar. 

Maisa litla er nýr íbúi á Flateyri.
Maisa litla er nýr íbúi á Flateyri. mbl.is/Hallur

Langt og strangt ferðalag

„Kemur þú ekki með mér?“ heyrist í Ibtisam á flugvellinum skömmu eftir lendingu en eflaust hefur henni þótt ákveðið öryggi í því að hafa nýju arabískumælandi vinkonu sína með sér, komin á alveg nýjar slóðir í annað sinn á stuttum tíma.

Daginn áður hafði fjölskyldan lent í Keflavík eftir langt og strangt ferðalag frá Jórdaníu þar sem þau höfðu dvalið í flóttamannabúðum í nokkur ár.

Á Ísafirði var vel tekið á móti fjölskyldunni þar sem þau voru boðin hjartanlega velkomin með kaffi og tilheyrandi af starfsfólki og sjálfboðaliðum í Vestra, Rauða kross húsinu á Ísafirði. Á leiðinni þangað röbbuðum við Ibtisam aðallega um arabíska matargerð, sem er sameiginlegt áhugamál okkar (þó að ég sé eflaust betri í að borða slíkan mat en elda hann).

Ahmed og tengdasonur við komuna á Ísafjörð.
Ahmed og tengdasonur við komuna á Ísafjörð. mbl.is/Hallur

Melónur, ólífur og granatepli

Hún ljómaði þegar hún sagði mér frá sveitabænum sem þau höfðu átt í Sýrlandi þar sem mátti finn ferskt grænmet og ávexti, eins og gengur og gerist í görðum í Mið-Austurlöndum. Melónur, tómatar, ólífur og granatepli eru á meðal þess sem þau gátu nálgast í bakgarðinum hjá sér.

Ég get ekki annað en leitt hugann að því hversu mikil viðbrigði það séu fyrir fólk að vera komið alla leið til Flateyrar frá sveitabæ í Sýrlandi, sem í mínum eyrum hljómar eins og lítil paradís. Ekki að eigin frumkvæði heldur tilneydd og í burtu frá fjölskyldu, vinum og öllu sem þú þekkir.

Feimin og forvitin ganga þau um nýju heimkynnin og virða þau fyrir sér. „Er wifi hérna,“ spyr einn unglingurinn í hópnum eftir stutta skoðun á nýjum híbýlum. Ég gat ekki annað en brosað, líklega væri þetta mín fyrsta spurning líka.  

Bæjarstæðið á Flateyri er einstaklega fallegt.
Bæjarstæðið á Flateyri er einstaklega fallegt. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Innlent »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

Í gær, 20:05 „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »

Situr einn að 40 milljónunum

Í gær, 19:42 Einn spil­ari var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó í kvöld og fær hann rúma 41 milljón króna, en vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Meira »

Á sama vegheflinum í nær 26 ár

Í gær, 19:20 Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna. Meira »

Gluggi inn í störf lögreglu

Í gær, 18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vandamálið skortur á viðurlögum

Í gær, 18:43 Lyfjastofnun hafa borist 15 tilkynningar vegna lækningatækja frá árinu 2011 vegna atvika þar sem grunur leikur á um að tækin uppfylli ekki öryggiskröfur. Ekkert atvik hefur þó leitt til heilsutjóns eða dauða að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Meira »

Snýst allt um þessa hvítu húfu

Í gær, 18:30 Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Kitluðu bragðlaukana í Hörpu

Í gær, 18:01 Fjöldi manns tók sér hlé frá jólastressinu í dag og kom við á matarhátíð Búrsins sem haldin er í Hörpu þessa helgina.  Meira »

Var bundinn niður af áhöfn vélarinnar

Í gær, 15:28 Óskað var eftir aðstoð flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum nú í vikunni er flugvél var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með flugfarþega sem hafði látið öllum illum látum um borð í vélinni. Sá áhöfnin sér ekki annað fært en að binda manninn niður í sætið. Meira »

Samfylkingin hefur tekið fyrir fimm mál

Í gær, 14:45 Fimm mál hafa verið tekin fyrir hjá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar frá því að trúnaðarnefndin var sett á fót í febrúar fyrr á þessu ári. Frá því greinir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, í samtali við mbl.is. Meira »

Reykofn í ljósum logum

Í gær, 14:12 Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynning hafði borist um að eldur væri laus í einbýlishúsi í Hveragerði. Slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi fóru á staðinn og þá kom í ljós að um minni háttar atvik var að ræða. Meira »

Valt og endaði á vegriði

Í gær, 14:06 Engan sakaði þegar malarflutningabíll endaði á hliðinni í Gatnabrún, rétt vestan við Vík í Mýrdal, um kl. 12:30 í dag. Nokkrar tafir urðu á umferð á meðan viðbragðsaðilar voru að athafna sig og rétta bílinn af. Meira »

Sýndarveruleikasýning til 30 ára

Í gær, 13:42 Sveitarfélag Skagafjarðar hefur samþykkt samstarfssamning um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Um er að ræða stærstu sögutengdu sýndarveruleikasýningu á Norðurlöndum, að því er kemur fram í fundargerð, en viðfangsefnið verður Sturlungaöld. Meira »

Ljóslaust í rúma fimm tíma á dag

Í gær, 12:57 Götuljósin á höfuðborgarsvæðinu loga í kringum átján klukkustundir á hverjum sólarhring nú í svartasta skammdeginu þegar enginn er snjórinn og þungskýjað. Styst loga þau í Reykjavík því þar sem og í Hafnarfirði er stuðst við annað birtustig við stýringuna. Meira »

Árás fyrir framan lögreglu

Í gær, 11:52 Lögregluþjónar landsins höfðu í ýmsu að snúast í nótt, en lögregluembætti landsins greindu frá störfum sínum í rauntíma í árlegu tístmaraþoni lögreglunnar á Twitter undir myllumerkinu #löggutíst. Mörg útkallanna voru vegna ölvunar og óspekta. Meira »

Búin að safna á fjórða hundrað þúsund

Í gær, 10:53 Vel á fjórða hundrað þúsund krónur hafa safnast í söfnun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði. Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni og mun hvert þeirra róa klukkustund í senn á sjö klukkustunda fresti. Meira »

Óska upplýsinga um frávik eða galla

Í gær, 10:37 Lyfjastofnun, Embætti landlæknis og Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér bréf til aðila sem bæði selja lækningatæki og veita heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í bréfinu er vísað til laga um ríka tilkynningaskyldu framleiðenda, seljenda og/eða notenda lækningatækja vegna frávika eða óvirkni þeirra. Meira »

„Hafið ekki skoðað mig að neðan!“

Í gær, 10:20 „Dagarnir liðu án þess að neitt gerðist. Ég man ekki hvað læknirinn sagði við mig á þessum tíma en fljótlega gerði ég mér grein fyrir stöðunni – að sjónin kæmi ekki aftur. Það var mér auðvitað þungbært og allskonar hugsanir bærðust með mér.“ Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...