Frá sveitabæ í Sýrlandi á Flateyri

Fjölskyldan kom til Ísafjarðar í síðustu viku.
Fjölskyldan kom til Ísafjarðar í síðustu viku. mbl.is/Hallur

Eins og Vestfirðingar, og aðrir sem sækja þá heim, þekkja getur reynst þrautin þyngri að lenda flugvél á Ísafjarðarflugvelli. „Er vélin lent?“ Heyrist iðulegu yfir morgunkaffinu.

Blaðamaður mbl.is hitti 14 manna stórfjölskyldu á flugvellinum í Reykjavík. För okkar allra var heitið á Ísafjörð en öll eru þau hluti af þeim hópi sem kom til lands­ins sem flóttafólk á vegum ís­lenskra stjórn­valda á þessu ári.

„Er tungumálið erfitt?“

Fjölskyldan samanstendur af þeim Ibtisam og Ahmed, börnum þeirra sex, tveimur tengdabörnum og fjórum barnabörnum. 

Það vill svo til að blaðamaður talar arabísku sem er móðurmál fjölskyldunnar sem kemur frá Deraa í Sýrlandi. Eins og gengur og gerist kom upp vandamál með flugvélina og þá kom arabískukunnáttan sér vel og gat ég útskýrt fyrir fólkinu hvað væri í gangi og hver fyrirmæli áhafnar voru.

Hjónin ganga frá flugvélinni á leið til nýrra heimkynna.
Hjónin ganga frá flugvélinni á leið til nýrra heimkynna. mbl.is/Hallur

Fljótlega komst því á vinskapur með mér og Ibtisam, sem er móðir og amma hópsins. Svo fór að ég fylgdi henni að allt frá Reykjavíkurflugvelli að hinu nýja heimili stórfjölskyldunnar á Flateyri. 

„Er tungumálið erfitt? Er það mjög ólíkt ensku?“ Spyr ung dóttir þeirra hjóna mig forvitin. Öll eru þau áhugasöm að heyra svarið. „Það er stríð í landinu okkar,“ segir Ibtisam og spyr mig áhyggjufull hvort Íslendingar almennt viti um ástandið. Ég reyni að fullvissa hana um það að flestir hér séu meðvitaðir um neyð Sýrlendinga. 

Þegar kom að því að lenda á Ísafirði tilkynnti flugstjóri að það reyndist ekki mögulegt í augnablikinu og því þyrfti vélin að hringsóla um stund. Aftur kom arabískan að góðum notum og gat ég miðlað upplýsingum til fjölskyldunnar. 

Maisa litla er nýr íbúi á Flateyri.
Maisa litla er nýr íbúi á Flateyri. mbl.is/Hallur

Langt og strangt ferðalag

„Kemur þú ekki með mér?“ heyrist í Ibtisam á flugvellinum skömmu eftir lendingu en eflaust hefur henni þótt ákveðið öryggi í því að hafa nýju arabískumælandi vinkonu sína með sér, komin á alveg nýjar slóðir í annað sinn á stuttum tíma.

Daginn áður hafði fjölskyldan lent í Keflavík eftir langt og strangt ferðalag frá Jórdaníu þar sem þau höfðu dvalið í flóttamannabúðum í nokkur ár.

Á Ísafirði var vel tekið á móti fjölskyldunni þar sem þau voru boðin hjartanlega velkomin með kaffi og tilheyrandi af starfsfólki og sjálfboðaliðum í Vestra, Rauða kross húsinu á Ísafirði. Á leiðinni þangað röbbuðum við Ibtisam aðallega um arabíska matargerð, sem er sameiginlegt áhugamál okkar (þó að ég sé eflaust betri í að borða slíkan mat en elda hann).

Ahmed og tengdasonur við komuna á Ísafjörð.
Ahmed og tengdasonur við komuna á Ísafjörð. mbl.is/Hallur

Melónur, ólífur og granatepli

Hún ljómaði þegar hún sagði mér frá sveitabænum sem þau höfðu átt í Sýrlandi þar sem mátti finn ferskt grænmet og ávexti, eins og gengur og gerist í görðum í Mið-Austurlöndum. Melónur, tómatar, ólífur og granatepli eru á meðal þess sem þau gátu nálgast í bakgarðinum hjá sér.

Ég get ekki annað en leitt hugann að því hversu mikil viðbrigði það séu fyrir fólk að vera komið alla leið til Flateyrar frá sveitabæ í Sýrlandi, sem í mínum eyrum hljómar eins og lítil paradís. Ekki að eigin frumkvæði heldur tilneydd og í burtu frá fjölskyldu, vinum og öllu sem þú þekkir.

Feimin og forvitin ganga þau um nýju heimkynnin og virða þau fyrir sér. „Er wifi hérna,“ spyr einn unglingurinn í hópnum eftir stutta skoðun á nýjum híbýlum. Ég gat ekki annað en brosað, líklega væri þetta mín fyrsta spurning líka.  

Bæjarstæðið á Flateyri er einstaklega fallegt.
Bæjarstæðið á Flateyri er einstaklega fallegt. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Innlent »

Thomas vill mæta aftur í skýrslutöku

14:51 Thomas Møller Ol­sen, sem dæmdur var í nítj­án ára fang­elsi fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur í janú­ar í fyrra og stór­fellt fíkni­efna­brot, mun mæta í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti þegar það verður tekið fyrir. Mun hann auk þess máta úlpu sem deilt er um í málinu. Meira »

Rökin niðurlægjandi fyrir fatlað fólk

14:32 Málefnahópur Öryrkjabandalagsins hafnar tillögum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hefur farið þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), sem á að taka gildi 1. október, verði frestað til áramóta. Meira »

Kaupir Solo Seafood fyrir 8,2 milljarða

14:18 Iceland Seafood International hefur keypt íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Solo Seafood ehf. sem er eigandi spænska fyrirtækisins Icelandic Iberica. Meira »

Borgin fylgi málinu eftir alla leið

14:15 „Við fengum stjórnarformann Orkuveitunnar á fundinn til okkar ásamt einum stjórnarmanni og fórum yfir málin saman,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs Reykjavíkur í samtali við mbl.is. Meira »

15 mánuðir fyrir kókaíninnflutning

14:10 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Arturas Bieliunas í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.  Meira »

Vinnuvélar slá taktinn í miðbænum

13:04 Framkvæmdirnar við Hótel Reykjavík sem nú rís í Lækjargötu hafa ekki farið framhjá þeim sem stunda nám og starfa í miðbænum. Þung taktföst högg stórvirkra vinnuvéla heyrast langar vegalengdir en í næsta nágrenni eru vel á annað þúsund nemendur á hverjum degi í Kvennaskólanum, MR og Tjarnarskóla. Meira »

Spyr um skólaakstur og malarvegi

12:59 Starfsmenn samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins munu á næstunni leggjast í ítarlega skoðun á skólaakstri á Íslandi, í kjölfar fyrirspurnar sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Teitur Björn Einarsson lagði fram til Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra málaflokkanna. Meira »

Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í siðlausum fyrirtækjum

12:15 BSRB fordæmir harðlega bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja og laun sem eru í engu samræmi við raunveruleika launafólks. Í ályktun formannaráðs bandalagsins er skorað á fulltrúa launafólks og atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða að berjast gegn bónusgreiðslum og ofurlaunum. Meira »

„Fólk er bara í áfalli“

12:08 „Fólk er bara í áfalli. Því finnst þessar aðgerðir ganga töluvert lengra en góðu hófi gegnir,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, um viðbrögð félagsmanna sinna við aðgerðum Icelandair í starfsmannamálum. Meira »

Heiður að taka á móti Íslendingunum

11:45 „Það var okkur mikill heiður að taka á móti fulltrúum íslenskra stjórnvalda um borð í Harry S. Truman,“ segir bandaríski flotaforinginn Gene Black í samtali við varnarmálavefsíðuna Dvidshub.net, um heimsókn utanríkisráðherra og fulltrúa utanríkismálanefndar í flugmóðurskipið í gær. Meira »

Tolli sýnir málverk á flugvelli í boði Isavia

11:43 Sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla verður opnuð í flugstöðinni á Egilsstöðum á föstudaginn kl. 16. Sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins. Meira »

Vill sjá Lánasjóðsfrumvarp í vetur

11:43 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurði Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra út í það hvort ekki væri hægt að flýta endurskoðun lagarammans um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Meira »

Snjóar til morguns fyrir norðan

11:33 Það kemur til með að snjóa meira og minna í dag og til morguns á Norður- og Norðausturlandi að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Einkum á fjallvegum, en það er heldur kólnandi og þar með lækkandi frostmarkshæð. Krap og snjór einnig á láglendi á utanverðum Tröllaskaga. Meira »

Konur hvattar til að ganga út 24. október

10:59 „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!“ verður yfirskrift kvennafrídagsins 24. október næstkomandi. BSRB, heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, hvetja konur til að leggja niður vinnu klukkan 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli sem hefst klukkan 15:30. Að fundinum standa samtök kvenna og samtök launafólks. Meira »

Vilja lækka skatta á tíðavörur

10:50 Tíðavörur og getnaðarvarnir falla í lægra þrep virðisaukaskatts, verði nýtt frumvarp, sem þingmenn Pírata, Samfylkingar, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram, samþykkt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Píratar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Meira »

Gera strandhögg í austri og vestri

10:27 Gengið hefur ágætlega það sem af er ári hjá KAPP ehf. í Garðabæ, segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stofnandi. Fyrirtækið selur, þjónustar og framleiðir kælibúnað, meðal annars til notkunar í sjávarútvegi. Meira »

Innkalla hnetur vegna sveppaeiturs yfir mörkum

10:21 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur greinir frá því að búið sé að innkalla Delicata Brasilíuhnetur vegna þess að sveppaeitrið aflatoxín greindist í hnetunum yfir mörkum. Meira »

Alltaf óheppilegt að valda óánægju

10:11 „Það er alltaf óheppilegt þegar við erum að valda óánægju hjá okkar starfsfólki en þegar við erum í rekstri þarf alltaf að grípa til aðgerða og taka ákvarðanir,“ segir starfandi forstjóri Icelandair Group, spurður út í þá ákvörðun að láta flugfreyjur og flugþjóna í hlutastarfi ákveða hvort þau vilja ráða sig í fulla vinnu eða láta af störfum. Meira »

Vala Pálsdóttir endurkjörin formaður LS

09:48 Ný stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna var kjörin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í gær. Alls taka 28 konur víðs vegar af landinu sem hafa fjölbreyttan feril og búa að víðtækri reynslu sæti í stjórn og varastjórn. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...