Íslensk börn lásu yfir 53 þúsund bækur

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Ævar vísindamaður ásamt þátttakendum …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Ævar vísindamaður ásamt þátttakendum í lestrarátaki Ævars vísindamanns. Ljósmynd/Aðsend

Íslensk börn um allan heim, meðal annars í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Hollandi, Sviss, Lúxemborg, Þýskalandi og Frakklandi, hafa tekið þátt í lestrarátaki Ævars vísindamanns sem hófst 1. janúar.

Í dag var dregið í lestrarátakinu við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu, Grófinni. Í átakinu voru lesnar yfir 53 þúsund bækur, en öllum íslenskum krökkum í 1.-10. bekk gafst kostur á að taka þátt í átakinu, sem lauk 1. mars.

Lestrarátak Ævars vísindamanns hófst í upphafi árs.
Lestrarátak Ævars vísindamanns hófst í upphafi árs.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, dró nöfn fimm barna upp úr lestrarátakspottinum en þau voru úr Öldutúnsskóla, Smáraskóla, Álftanesskóla, Höfðaskóla og Hlíðaskóla.

Krakkarnir fá í verðlaun að vera gerðir að persónum í æsispennandi ofurhetjubók, Ofurhetjuvíddinni, eftir Ævar Þór Benediktsson sem kemur út með vorinu.

Þetta er í fjórða skiptið sem átakið er haldið og hafa samtals rúmlega 230 þúsund bækur verið lesnar í þessum fjórum átökum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert