Tveir nýir kosnir í stjórn VR

Kosningum til sjö sæta í stjórn VR til næstu tveggja ára lauk á hádegi í dag og liggja niðurstöðurnar fyrir. Atkvæðagreiðslan á meðal félagsmanna hófst 6. mars. Atkvæði greiddu 3.345 en á kjörskrá voru alls 34.980 félagsmenn. Kosningaþátttaka var því 9,56%.

Kjör hlutu Sigríður Lovísa Jónsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Dóra Magnúsdóttir, Arnþór Sigurðsson, Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir, Friðrik Boði Ólafsson og Ingibjörg Ósk Birgisdóttir. Til varastjórnar voru Agnes Erna Estherardóttir, Oddný Margrét Stefánsdóttir og Sigurður Sigfússon kjörin til eins árs. Friðrik og Arnþór koma nýir inn í stjórnina.

Sigríður, Bjarni, Dóra, Guðrún og Ingibjörg voru fyrir í stjórninni.

Færri konur vegna fléttulista

Við atkvæðagreiðsluna var notast var við fléttulista í samræmi við reglur VR en ef það hefði ekki verið gert hefðu sex konur náð kjöri í aðalstjórnina og einn karl og þrír karlar í varastjórnina. Tveir karlar, Arnþór og Friðrik, hefðu þá tekið sæti í varastjórninni í stað aðalstjórnarinnar og Agnes og Oddný sest í aðalstjórnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert