Yfir 10 stiga hiti

Mjög milt er í veðri þessa dagana og á veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands von á því að hitinn fari yfir tíu stig þegar best lætur í dag.

Austan- og suðaustanátt í dag með rigningu SA-lands og einhverri lítilsháttar vætu um landið vestanvert. Það léttir til fyrir norðan þegar líður aðeins á daginn. Nokkuð milt er í veðri þessa dagana og líklegt að hiti fari yfir 10 stig þegar best lætur í dag en í kvöld gæti hiti farið undir frostmark fyrir norðan, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Útlit er fyrir svipað veður vel fram í næstu viku, suðlægar áttir og einhverja vætu sunnan- og vestanlands, en þurrt norðan- og norðaustantil.

Veðurspá fyrir næstu daga

Austan og suðaustan 5-15 m/s og rigning, einkum SA-til, en þurrt NA-lands. Dregur úr úrkomu um landið V-vert þegar kemur fram á daginn og léttir til fyrir norðan. 
Heldur hægari suðaustlæg átt á morgun og rigning með köflum, en bjart N- og NA-til. Hiti 3 til 9 stig að deginum, en víða um frostmark N-lands í kvöld.

Á laugardag:

Suðaustan 5-13 m/s og rigning, en bjart með köflum N- og NA-lands. Hiti 2 til 8 stig. 

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Suðlæg átt og lítilsháttar væta annað slagið um landið S- og V-vert, en bjart fyrir norðan. Áfram milt í veðri. 

Á miðvikudag:
Suðaustan 8-15 m/s og rigning S- og V-lands, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 6 stig að deginum. 

Á fimmtudag:
Suðvestlæg átt og stöku skúrir, en þurrt A-til. Kólnar heldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert