„Það er ekkert óhreint við þetta fólk“

„Það að sitja í fangelsi er hluti af samfélaginu okkar ...
„Það að sitja í fangelsi er hluti af samfélaginu okkar mannanna,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, sem hefur undandarið rætt við fanga um reynslu þeirra af útilokuninni frá mannlegu samfélagi. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Frelsissviptingin er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson. Síðustu vikur hafa landsmenn getað fylgst með honum í skyggnast inn í líf fólks sem er lokað inni og útilokað frá mannlegu samfélagi í þáttunum Paradísarheimt þar sem rætt er við fólk sem situr í fangelsum landsins. Sjötti og síðasti þátturinn er á dagskrá Rúv í kvöld.

Sjálfur hefur Jón Ársæll fengið smjörþefinn af frelsissviptingu. „Ég hef sjálfur setið í fangelsi og veit hvað það er að sitja bak við lás og slá. Þannig að ég hef skilning á þeim aðstæðum sem það fólk sem ég hef verið að ræða við er að ganga í gegnum.“  

Eyddi nótt í fangelsinu í Síðumúla

Á sínum yngri árum sat Jón Ársæll stuttlega í fangelsi, bæði hér á landi og á Spáni. „Ég var handtekinn sem unglingur á Þingvöllum um hvítasunnuhelgi og sat inni eina nótt í Síðumúlanum og við svipaðar aðstæður nokkrum árum seinna á Spáni á dögum Francos þar sem við vorum fimm félagar að uppgötva heiminn og einhver hafði sparkað í eitthvað.“

Hann vill samt sem minnst gera úr sinni eigin reynslu af fangelsisvistinni. „Þetta er ekki reynsla sem sá hefur sem hefur setið inni í mánuði, ár eða áratugi. Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst um þetta fólk sem þarna hefur misstigið sig,“ segir Jón Ársæll. Allir viðmælendur hans í þáttunum eiga það sameiginlegt að eiga sér von þrátt fyrir að hafa verið sviptir frelsinu. 

Sársauki, mistök og sigrar

Líkt og í fyrri þáttaröðinni, þar sem rætt var fólk sem á við geðrænan vanda að stríða, er lögð áhersla á að reyna að koma því til skila að viðfangsefnið er hluti af samfélaginu. „Það að eiga við geðrænan vanda að stríða og það að sitja í fangelsi er hluti af samfélaginu okkar mannanna. Við eigum ekki að fela „óhreinu börnin hennar Evu“, það er ekkert óhreint við þetta fólk, það er bara eins og ég og þú,“ segir Jón Ársæll.   

Umfjöllunarefnið, fangar og upplifanir þeirra, er saga okkar tíma að mati Jóns Ársæls. „Hver saga er merkileg og hver einn og einstaki fangi sem ég ræddi við hafði mjög merkilega sögu að segja. Þetta er saga okkar tíma. Þetta er saga mannsins í raun og veru í hverju einasta tilfelli. Það er munur á manni og Guði, það skilur á milli og við erum bara til með öllum okkar sársauka og öllum okkar mistökum og öllum okkar sigrum. Við erum menn, það er okkar aðalsmerki. Og, það hefur verið sagt að maðurinn sé mesta undrið.“

Ásgeir Már Helgason er einn fanganna sem rætt er við ...
Ásgeir Már Helgason er einn fanganna sem rætt er við í þáttunum. Hann vissi frá unga aldri að hann myndi enda bak við lás og slá. Skjáskot/Rúv

Endaði á heilsuhælinu eftir tökur

Tæpt ár er liðið frá því að vinnsla þáttanna hófst og í kvöld verður síðasti þátturinn sýndur í sjónvarpinu. Jón Ársæll segir að ferlið hafi í raun tekið mun lengri tíma. „Þetta eru kannski 68 ár, því að öll reynsla sem við höfum er hluti af vinnu okkar og tilveru, ég var ekki að byrja á þessu í gær og það er frábært að upplifa það, að það sé hægt að uppskera.“  

En Jón Ársæll segir það vera blendnar tilfinningar að hugsa til þess að ferlið sé á enda. „Ég er svolítið blár í dag, það er einhver söknuður þegar maður er að klára svona verkefni.“ Vinnsla þáttanna tók óneitanlega á. Jón Ársæll segir að það hafi ekki verið tekið út með sældinni að ræða við fólk sem situr inni, lokað frá umheiminum, sérstaklega þá sem hafa eytt meiri tíma inni í fangelsum en fyrir utan þau.

„Það endaði með því að ég fór í heilsuhælið í Hveragerði þar sem ég fékk frábæra umönnun og félagar mínir eru farnir að kalla mig Kála, ég borðaði svo mikið kál í Hveragerði,“ segir Jón Ársæll sem var viku á Heilsuhælinu í Hveragerði eftir að vinnslu þáttanna lauk. „En það ber ekki að vorkenna mér, það eru aðrir sem við þurfum að hugsa til, það er fólkið sem er lokað inni og sumt hvert hefur ekki gert neitt óskaplega mikið af sér, en dómarnir eru harðir.“

„Alltaf má gera betur“

Jón Ársæll er samt sem áður þeirrar skoðunar að fangelsismál hér á landi séu í góðum farvegi.

„Ég hef upplifað margt gott fólk innan Fangelsismálastofnunar sem hjálpaði mér mjög mikið. Fangaverðir eru upp til hópa mannvinir. Við verðum að vanda valið á fólki sem er að vinna í fangelsunum og mér sýnist að það hafi tekist mjög vel. Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé. Ég held að við búum við ágætis fangelsiskerfi, en alltaf má  gera betur.“

Snýst fyrst og fremst um að hlusta

Viðtöl Jóns Ársæls í gegnum tíðina hafa mörg hver vakið mikla athygli og ekki síst fyrir einstaka viðtalstækni sjónvarpsmannsins góðkunna, sem vill þó ekki gera mikið úr hæfileikum sínum. „Þetta snýst fyrst og fremst um að hlusta á fólk og gefa því tækifæri til að tjá sig,“ segir hann.

Magnea Hrönn Örvarsdóttir er meðal þeirra sem segja Jóni Ársæli ...
Magnea Hrönn Örvarsdóttir er meðal þeirra sem segja Jóni Ársæli frá reynslunni sinni af því að vera útilokuð frá mannlegu samfélagi. Skjáskot/Rúv

„Svo eru margir góðir menn sem leggja hönd á plóg, það er starfsfólk og tæknifólk á Rúv, og Steingrímur Jón Þórðarson sem sér um dagskrárgerð og tekur allt upp. Samstarf okkar er orðið aldarfjórðungs gamalt, þannig að þetta er Steini, þetta er ekki ég,“ bætir Jón Ársæll við.  

Hann vill sem minnst segja um lokaþáttinn í kvöld, þar sem saga feðganna Árna Gils Hjaltasonar og Hjalta Árnasonar verður meðal annars sögð. Árni Gils var dæmd­ur í ág­úst fyr­ir að stinga mann með hnífi í höfuðið við Leif­a­sjoppu í Breiðholti í Reykja­vík í mars. Árni sat í gæsluvarðhaldi um tíma en máli hans hefur verið vísað aftur í hérað.

Í þætti kvöldsins verður einnig litið til fyrri viðmælenda, meðal annars Danna pólska sem er loks farinn að líta framtíðina björtum augum og Sigga sem er kominn yfir á Kvíabryggju og er þakklátur fyrir nýju vistarverurnar. Þá verður sögu Daníels frá síðasta þætti einnig fylgt eftir, en hann er kominn hálfa leið út í frelsið og vinnur á bifvélaverkstæði á Selfossi.

Þó að þátturinn í kvöld sé sá síðasti er Jón Ársæll hvergi nærri hættur. „Þessar þáttaraðir halda áfram og við erum að vinna að hugmyndum að næstu þáttaröðum.“ Það er hins vegar engin leið að fá hann til að segja til um hvert næsta viðfangsefni verður, en það er af nægu að taka. „Heimurinn er undir,“ segir Jón Ársæll.  mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rannsóknarlögregla ríkisins snúi aftur

16:46 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, lagði það til á Alþingi að embætti rannsóknarlögreglu ríkisins verði endurreist en það var lagt niður árið 1997 þegar embætti ríkislögreglustjóra var stofnað. Meira »

Tók konu hálstaki í bifreið

16:40 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir líkamsárásir með því að hafa 3. janúar 2017 veist með ofbeldi að konu. Annars vegar með því að taka hana hálstaki í kyrrstæðri bifreið, þar sem hún sat í ökumannssæti hennar en hann í aftursætinu, og hins vegar með því að kasta poka með tveimur vínflöskum úr gleri í konuna. Meira »

Umframkostnaður bragga óvenjulegt frávik

16:40 „Þessi frávik eru mjög óvenjuleg,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík sem hefur farið langt fram úr kostnaðaráætlun, eða um 257 milljónir. Framkvæmdirnar hafa kostað 415 milljónir en verkefninu var úthlutað 158 milljónir. Meira »

Landsmenn vilja strangari flugeldareglur

16:39 Meirihluti landsmanna vill strangari reglur um notkun á flugeldum og fjórðungur vill banna almenna notkun þeirra með öllu. Hæsta klukkustundargildi fíns svifryks um síðustu áramót mældist µg/m3 í Dalsmára í Kópavogi, sem talið er vera Evrópumet í mengun. Meira »

Minntist á málþing um dánaraðstoð

16:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi um dánaraðstoð á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins.  Meira »

Forgangsraða á bráðamóttöku vegna álags

16:11 Vegna mikils fjölda sjúklinga sem hafa leitað til Landspítalans, einkum bráðamóttöku, er sjúklingum nú forgangsraðað eftir bráðleika á bráðamóttöku spítalans. Meira »

Aldrei vör við óþarfa eyðslu

15:58 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segist aldrei hafa orðið vör við óþarfa eyðslu af hálfu þingsins í störfum sínum í Norðurlandaráði en hún er formaður Íslandsdeildar ráðsins og hefur einnig átt sæti í utanríkismálanefnd í fimm ár. Meira »

Leyfi frá störfum vegna gatnaframkvæmda

15:52 Forseti sveitarstjórnar Norðurþings og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Örlygur Hnefill Örlygsson, hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá sveitarstjórn út október vegna gatnaframkvæmda við hótel sem hann rekur í sveitarfélaginu og hafa tekið lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir. Segir hann hótelið hafa orðið fyrir fjárhagstjóni af þeim sökum. Meira »

„Ekkert jákvætt við heræfingar“

15:31 Steinunn Þóra Árnadóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmenn Vinstri grænna, gagnrýndu bæði á Alþingi þær heræfingar sem eru fyrirhugaðar hér á landi í október og nóvember. Meira »

Lífið verið einn rússíbani síðan

15:12 Fyrsti vinningur Lottósins síðasta laugardagskvöld féll í skaut ungra foreldra tveggja barna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að hafa komið börnunum sínum í svefn á föstudagskvöldið fór eiginmaðurinn út en konan kom sér fyrir með tölvuna og fór að vafra um netið. Meira »

Yngsti kærði einstaklingur 4 ára

15:10 Fjöldi grunaðra fyrir hegningarlagabrot árið 2017 voru 4.124 einstaklingar, eða 9% fleiri en meðalfjöldi grunaðra árin 2014 til 2016. Bæði árin 2016 og 2017 voru karlar rétt tæp 80 prósent grunaðra og er það sambærilegt við fyrri ár, þó að árið 2015 hafi hlutfallið verið aðeins lægra eða 77 prósent. Meira »

Fleiri vilja stöðugt verðlag

15:08 Fleiri eru hlynntir en andvígir kjarasamningum þar sem lögð er meiri áhersla á stöðugt verðlag en launahækkanir, að því er fram kemur í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins. Þar segir að helmingur svarenda sé hlynntur kjarasamningum þar sem meiri áhersla sé lögð á stöðugt verðlag og minni áhersla á launahækkanir. Meira »

Áfram í haldi fyrir meint brot gegn börnum

14:39 Gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um gróft kynferðisbrot sem getur varðað allt að 16 ára fangelsi hefur verið framlengt til 3. október. Meira »

Rýrt innlegg í kjaraviðræður

14:13 Miðstjórn ASÍ segir að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni í þeim kjaraviðræðum sem í hönd fara, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda í samskiptum við verkalýðshreyfinguna um aukna áherslu á félagslegan stöðugleika. Meira »

„Getum ekki valið að mæta stundum“

13:43 „Þarna er um reglubundna þátttöku okkar að ræða í þessu norræna samstarfi. Við erum með litlar sendinefndir og fámennan hóp, 7 manns af 87, þannig að Ísland er ekki mjög stórt í þessu. Við bara mönnum að lágmarki það sem við tökum þátt í,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Meira »

Kirkjufellið varasamt

13:17 Mikill viðbúnaður var við Kirkjufellið í gær vegna björgunar þar sem ferðamaður féll í fjallinu og lést. Í ferðaþættinum Úti var farið með Baltasar Kormáki upp á Kirkjufell og mátti þar sjá óhugnanlegar og erfiðar aðstæður. Róbert Marshall ritstjóri Úti fór fyrir leiðangrinum í vetur. Meira »

Bendir á tengsl Fréttablaðsins og VSV

13:09 Stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og sömuleiðis varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Brims. Meira »

Deilt um bótakröfu hjúkrunarfræðings

12:00 Deilt var um það við aðalmeðferð á skaðabótamáli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings gegn íslenska ríkinu fyrir Landsrétti í morgun hvort hún hafi sjálf stuðlað að því að ákæra var gefin út á hendur henni um manndráp af gáleysi. Meira »

„Röð af klaufaskap og mistökum“

11:57 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, segir ferlið frá því að skóflu­stunga að bygg­ing­unni sem hýs­ir já­eindaskann­ann var tek­in í janú­ar árið 2016 og þar til hann var tekinn í notkun í síðustu viku vera röð af klaufaskap og mistökum. Meira »
Masters (50+) námskeið í bogfimi.með þjálfara
Námskeiðið er á mánudögum og miðvikudögum 18:30-20:00 Haust önn Júlí til Desemb...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...