„Það er ekkert óhreint við þetta fólk“

„Það að sitja í fangelsi er hluti af samfélaginu okkar ...
„Það að sitja í fangelsi er hluti af samfélaginu okkar mannanna,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, sem hefur undandarið rætt við fanga um reynslu þeirra af útilokuninni frá mannlegu samfélagi. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Frelsissviptingin er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson. Síðustu vikur hafa landsmenn getað fylgst með honum í skyggnast inn í líf fólks sem er lokað inni og útilokað frá mannlegu samfélagi í þáttunum Paradísarheimt þar sem rætt er við fólk sem situr í fangelsum landsins. Sjötti og síðasti þátturinn er á dagskrá Rúv í kvöld.

Sjálfur hefur Jón Ársæll fengið smjörþefinn af frelsissviptingu. „Ég hef sjálfur setið í fangelsi og veit hvað það er að sitja bak við lás og slá. Þannig að ég hef skilning á þeim aðstæðum sem það fólk sem ég hef verið að ræða við er að ganga í gegnum.“  

Eyddi nótt í fangelsinu í Síðumúla

Á sínum yngri árum sat Jón Ársæll stuttlega í fangelsi, bæði hér á landi og á Spáni. „Ég var handtekinn sem unglingur á Þingvöllum um hvítasunnuhelgi og sat inni eina nótt í Síðumúlanum og við svipaðar aðstæður nokkrum árum seinna á Spáni á dögum Francos þar sem við vorum fimm félagar að uppgötva heiminn og einhver hafði sparkað í eitthvað.“

Hann vill samt sem minnst gera úr sinni eigin reynslu af fangelsisvistinni. „Þetta er ekki reynsla sem sá hefur sem hefur setið inni í mánuði, ár eða áratugi. Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst um þetta fólk sem þarna hefur misstigið sig,“ segir Jón Ársæll. Allir viðmælendur hans í þáttunum eiga það sameiginlegt að eiga sér von þrátt fyrir að hafa verið sviptir frelsinu. 

Sársauki, mistök og sigrar

Líkt og í fyrri þáttaröðinni, þar sem rætt var fólk sem á við geðrænan vanda að stríða, er lögð áhersla á að reyna að koma því til skila að viðfangsefnið er hluti af samfélaginu. „Það að eiga við geðrænan vanda að stríða og það að sitja í fangelsi er hluti af samfélaginu okkar mannanna. Við eigum ekki að fela „óhreinu börnin hennar Evu“, það er ekkert óhreint við þetta fólk, það er bara eins og ég og þú,“ segir Jón Ársæll.   

Umfjöllunarefnið, fangar og upplifanir þeirra, er saga okkar tíma að mati Jóns Ársæls. „Hver saga er merkileg og hver einn og einstaki fangi sem ég ræddi við hafði mjög merkilega sögu að segja. Þetta er saga okkar tíma. Þetta er saga mannsins í raun og veru í hverju einasta tilfelli. Það er munur á manni og Guði, það skilur á milli og við erum bara til með öllum okkar sársauka og öllum okkar mistökum og öllum okkar sigrum. Við erum menn, það er okkar aðalsmerki. Og, það hefur verið sagt að maðurinn sé mesta undrið.“

Ásgeir Már Helgason er einn fanganna sem rætt er við ...
Ásgeir Már Helgason er einn fanganna sem rætt er við í þáttunum. Hann vissi frá unga aldri að hann myndi enda bak við lás og slá. Skjáskot/Rúv

Endaði á heilsuhælinu eftir tökur

Tæpt ár er liðið frá því að vinnsla þáttanna hófst og í kvöld verður síðasti þátturinn sýndur í sjónvarpinu. Jón Ársæll segir að ferlið hafi í raun tekið mun lengri tíma. „Þetta eru kannski 68 ár, því að öll reynsla sem við höfum er hluti af vinnu okkar og tilveru, ég var ekki að byrja á þessu í gær og það er frábært að upplifa það, að það sé hægt að uppskera.“  

En Jón Ársæll segir það vera blendnar tilfinningar að hugsa til þess að ferlið sé á enda. „Ég er svolítið blár í dag, það er einhver söknuður þegar maður er að klára svona verkefni.“ Vinnsla þáttanna tók óneitanlega á. Jón Ársæll segir að það hafi ekki verið tekið út með sældinni að ræða við fólk sem situr inni, lokað frá umheiminum, sérstaklega þá sem hafa eytt meiri tíma inni í fangelsum en fyrir utan þau.

„Það endaði með því að ég fór í heilsuhælið í Hveragerði þar sem ég fékk frábæra umönnun og félagar mínir eru farnir að kalla mig Kála, ég borðaði svo mikið kál í Hveragerði,“ segir Jón Ársæll sem var viku á Heilsuhælinu í Hveragerði eftir að vinnslu þáttanna lauk. „En það ber ekki að vorkenna mér, það eru aðrir sem við þurfum að hugsa til, það er fólkið sem er lokað inni og sumt hvert hefur ekki gert neitt óskaplega mikið af sér, en dómarnir eru harðir.“

„Alltaf má gera betur“

Jón Ársæll er samt sem áður þeirrar skoðunar að fangelsismál hér á landi séu í góðum farvegi.

„Ég hef upplifað margt gott fólk innan Fangelsismálastofnunar sem hjálpaði mér mjög mikið. Fangaverðir eru upp til hópa mannvinir. Við verðum að vanda valið á fólki sem er að vinna í fangelsunum og mér sýnist að það hafi tekist mjög vel. Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé. Ég held að við búum við ágætis fangelsiskerfi, en alltaf má  gera betur.“

Snýst fyrst og fremst um að hlusta

Viðtöl Jóns Ársæls í gegnum tíðina hafa mörg hver vakið mikla athygli og ekki síst fyrir einstaka viðtalstækni sjónvarpsmannsins góðkunna, sem vill þó ekki gera mikið úr hæfileikum sínum. „Þetta snýst fyrst og fremst um að hlusta á fólk og gefa því tækifæri til að tjá sig,“ segir hann.

Magnea Hrönn Örvarsdóttir er meðal þeirra sem segja Jóni Ársæli ...
Magnea Hrönn Örvarsdóttir er meðal þeirra sem segja Jóni Ársæli frá reynslunni sinni af því að vera útilokuð frá mannlegu samfélagi. Skjáskot/Rúv

„Svo eru margir góðir menn sem leggja hönd á plóg, það er starfsfólk og tæknifólk á Rúv, og Steingrímur Jón Þórðarson sem sér um dagskrárgerð og tekur allt upp. Samstarf okkar er orðið aldarfjórðungs gamalt, þannig að þetta er Steini, þetta er ekki ég,“ bætir Jón Ársæll við.  

Hann vill sem minnst segja um lokaþáttinn í kvöld, þar sem saga feðganna Árna Gils Hjaltasonar og Hjalta Árnasonar verður meðal annars sögð. Árni Gils var dæmd­ur í ág­úst fyr­ir að stinga mann með hnífi í höfuðið við Leif­a­sjoppu í Breiðholti í Reykja­vík í mars. Árni sat í gæsluvarðhaldi um tíma en máli hans hefur verið vísað aftur í hérað.

Í þætti kvöldsins verður einnig litið til fyrri viðmælenda, meðal annars Danna pólska sem er loks farinn að líta framtíðina björtum augum og Sigga sem er kominn yfir á Kvíabryggju og er þakklátur fyrir nýju vistarverurnar. Þá verður sögu Daníels frá síðasta þætti einnig fylgt eftir, en hann er kominn hálfa leið út í frelsið og vinnur á bifvélaverkstæði á Selfossi.

Þó að þátturinn í kvöld sé sá síðasti er Jón Ársæll hvergi nærri hættur. „Þessar þáttaraðir halda áfram og við erum að vinna að hugmyndum að næstu þáttaröðum.“ Það er hins vegar engin leið að fá hann til að segja til um hvert næsta viðfangsefni verður, en það er af nægu að taka. „Heimurinn er undir,“ segir Jón Ársæll.  mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Árbæjarskóli vann Skrekk

22:00 Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, en úrslitin fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í öðru sæti lenti Langholtsskóli og í því þriðja varð Seljaskóli. Meira »

Ammoníaksleki á Akranesi

21:21 Lögregla og slökkvilið eru nú við eina af byggingum HB Granda á Akranesi vegna ammoníaksleka.   Meira »

Sautján nýjar stöður aðstoðarfólks

20:52 Alls verða 17 nýjar stöður aðstoðarfólks þingflokka til innan þriggja ára. Hver þingflokkur fær aðstoð eftir þingstyrk sínum og mun kostnaðurinn vegna þessa nema hátt í 200 milljónum króna á ári. Meira »

Fóru nýja leið upp fjallshlíðina

20:36 Þeir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru aðra leið á topp fjallsins Pumori en venjulegt var og vissu ekki til þess að aðrir hefðu farið sömu leið. Þetta staðfestir Jón Geirsson, sem var með þeim Kristni og Þorsteini en þurfti frá að hverfa vegna rifbeinsbrots. Meira »

Margir læra listina að standa á höndum

20:17 Eðlisfræðidoktorinn Helgi Freyr Rúnarsson stóð aldrei á höndum sem barn eða unglingur og hafði ekki einu sinni reynt að standa á höndum fyrr en hann var kominn vel á þrítugsaldurinn. Meira »

„Verið til fyrirmyndar“

20:15 „Verkið var mjög vel skipulagt hjá starfsmönnum Slippsins og allt hefur gengið eins og í sögu. Það hefur verið til fyrirmyndar hvernig að þessu hefur verið staðið.“ Meira »

„Fjallið á það sem fjallið tekur“

19:47 Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir héldu út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur. Meira »

Fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut

19:39 Fjögurra bíla árekstur varð á Reykjanesbraut til móts við IKEA um klukkan 17.45. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var slysið minni háttar. Meira »

Banaslys varð á Sæbraut

18:45 Banaslys varð á Sæbraut í dag þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Sæbraut var lokað í vesturátt frá Kringlumýrarbraut vegna slyssins. Meira »

Fólk sem þráir frið og framtíð

18:38 „Þótt við mannfólkið séum ólík að mörgu leyti svipar grunngildunum okkar alltaf saman. Öll viljum við geta búið í friðsömu landi þar sem mannréttindi eru virt og þar séu allar nauðsynjar sem við þurfum til að lifa. Með sögunni minni langar mig að við, Íslendingar, finnum samkennd með flóttafólki og berum virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf og gefum þeim séns, tökum vel á móti þeim.“ Meira »

Verklagi fylgt í máli sykursjúks drengs

18:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að embætti héraðssaksóknara hafi í maí síðastliðnum ákveðið að hætta að rannsaka mál sem varðar meint ófagleg vinnubrögð lögreglu eftir að 17 ára piltur var færður á lögreglustöð eftir skóladansleik. Meira »

Skaðabætur eftir að skápur féll á hana

17:47 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða konu á fertugsaldri rúmar 18 milljónir króna eftir að hún slasaðist í vinnuslysi árið 2014. Meira »

Reynir Íslandsmeistari í skrafli

17:08 Reynir Hjálmarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í skrafli sem fór fram í sjötta sinn um helgina. Gísli Ásgeirsson varð í öðru sæti og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í því þriðja. Meira »

Farið talsvert nærri stjórnarskránni

16:49 „Sífellt fleirum líður eins og að Evrópusambandið beri ekki þá virðingu fyrir tveggja stoða kerfinu og okkur finnst það eiga að gera. Það eru fleiri mál þar sem gengið hefur verið ansi langt gangvart framsalsheimildum okkar miðað við stjórnarskrá okkar.“ Meira »

Hjón fengu 4 milljóna skaðabætur

16:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur. Þau voru úrskurðuð fyrir tveimur árum í gæsluvarðahald grunuð um aðild að íkveikju á húðflúrsstofunni Immortal Art í Hafnarfirði. Meira »

Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

16:30 Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni.“ Meira »

Ekki búið að tilkynna fundinn

16:13 Hvorki utanríkisráðuneytinu né embætti ríkislögreglustjóra hefur borist formlegt erindi varðandi fund á líkum íslensku fjallgöngugarpanna, þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fundust nýlega á fjallinu Pumori í Nepal. Meira »

Katrín fundar með Merkel í Berlín

15:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung í Berlín á morgun. Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. Meira »

Utanvegaakstur alvarlegt mál

15:29 Lögreglan á Suðurlandi tekur utanvegaakstur alvarlega og er að reyna að auka eftirlit og sýnileika í samvinnu við landverði og Umhverfisstofnun. Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Höfn segir að mál manns sem spændi upp mosa í september sé væntanlegt á borð lögreglu. Meira »
Mergur málsins
Óska eftir að kaupa bókina Megur málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Útg. Örn og ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir,þorrablót einkasam...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...