Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið.

Fyrsta grein frumvarpsins var samþykkt með 40 atkvæðum gegn einu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði og tíu voru fjarstaddir. Önnur grein frumvarpsins, sem fjallar um gildistöku, var samþykkt með nokkuð minni stuðningi.

Þannig greiddu 29 þingmenn atkvæði með annarri greininni en 24 greiddu ekki atkvæði. Tvær breytingatillögur voru felldar sem kváðu annars vegar á um að lögin tækju gildi árið 1. janúar 2019 og hins vegar 2020. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lögin öðlist þegar gildi en flutningsmenn vona að þau verði samþykkt í tíma fyrir kosningarnar í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert