Hrækti í andlit lögreglumanns

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í 30 daga fangelsi fyrir brot …
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í 30 daga fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.

Í dómnum kemur fram að manninum hafi lent saman við dyravörð fyrir utan skemmtistað í miðbænum og kallað hafi verið eftir aðstoð lögreglu. Hann hafi verið æstur og áberandi ölvaður. Þar var hann færður í handjárn vegna gruns um líkamsárás og hótanir og færður inn í lögreglubifreið.

Á leiðinni hafi hann rifjað upp „gamlar syndir“ og sagst telja lögregluna á móti sér. Maðurinn hafi „þanið sig og gert sig stóran“ í bílnum og þá hafi lögreglumaðurinn sem ók bifreiðinni snúið sér við og sagt honum að slaka á.

Maðurinn hafi þá safnað munnvatni, sett í neðri vörina og hrækt á hann. Hrákinn lenti á hægri kinn lögreglumannsins og slettist á fleiri staði, m.a. í auga hans og við munn. Meðal gagna málsins er myndband af atvikinu í lögreglubifreiðinni sem tekið var upp með upptökubúnaði bifreiðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert