Myndavélin er mitt vegabréf

Christina hefur unnið að heimildaljósmyndun víða um heim og unnið ...
Christina hefur unnið að heimildaljósmyndun víða um heim og unnið til verðlauna á alþjóðavettvangi.

Í Melbourne í Ástralíu býr hinn hálf íslenski ljósmyndari sem nýlega komst á virtan tíu manna stuttlista í „Discovery“ flokki atvinnuljósmyndara hjá Sony World Photography, en úrslit verða gerð kunn í apríl. Í fyrra lenti hún í öðru sæti í sömu keppni í flokknum Daglegt líf og var það í fyrsta sinn sem Íslendingur komst þar á lista. Það er því heldur betur afrek að komast þar á blað tvö ár í röð.

Serían „Resiliant“ (Þrautseigja) fjallar um konur frá Hondúras sem flúið ...
Serían „Resiliant“ (Þrautseigja) fjallar um konur frá Hondúras sem flúið hafa til Bandaríkjanna frá eymd og borgarstríðum. Mörgum hefur verið vísað aftur heim og til þess að lifa af hafa konur þurft að ganga til liðs við gengi. Serían er tilnefnd til verðlauna í ár hjá Sony.
Juan er 21 árs og bjó hann á götunni með ...
Juan er 21 árs og bjó hann á götunni með móður sinni þar til hún lést þegar hann var sex ára. Hann var tekinn inn í Mara-gengið þar sem hann var gerður að njósnara. Hann tók eiturlyf og stundaði sjálfsskaða en líkami hans er alsettur brunablettum eftir sígarettu. Ljósmynd/Christina Simons

Íslensk í hjarta mínu

Finnst þér þú vera íslensk?

„Ég spyr mig frekar að því hvar ég eigi heima, hvar ég tilheyri. Í hvaða box passa ég? Þetta er dálítið erfið spurning því mér finnst ég alls staðar vera dálítið utanveltu,“ segir Christina. „Fyrir utan þá staðreynd að vegabréf mitt er íslenskt, þá finnst mér í hjarta mínu ég vera íslensk. En þegar ég er á Íslandi finnst mér ég ekki vera jafn íslensk og allir aðrir. Ég gekk ekki menntaveginn hér og íslenskan mín þróaðist ekki áfram eftir að barnæskunni lauk,“ segir Christina en við höfðum sammælst um að viðtalið færi fram á ensku.

„En mér finnst ég hafa alist hér upp og það skiptir mig máli og hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag,“ segir hún.

„Mér finnst ég alls ekki vera bandarísk og ég er heldur ekki áströlsk þannig að það má segja að íslensku ræturnar séu sterkastar,“ segir hún og segist eiga yndislegar æskuminningar frá Íslandi.

Gömul saga og ný

Með Læknum án landamæra vann Christina í Mið Ameríku en fjöldi fólks hefur í raun verið þar á flótta í tuttugu ár, á þeirri löngu og hættulegri vegferð í gegnum Mið Ameríku og Mexíkó til fyrirheitna landsins, Bandaríkjanna.

„Þetta er orðin gömul saga en í ljósi núverandi stjórnmálaástands hefur ástandið versnað vegna fjöldabrottvísana frá Bandaríkjunum,“ segir Christina og segir að í löndum Mið Ameríku séu fá tækifæri til þess að afla sér tekna.

„Á flóttanum lendir fólk í ýmsum aðstæðum; ofþornun, menguðu vatni og matvælum, sólbruna og sjúkdómum. Svo ekki sé minnst á að eiga á hættu að lenda í ofbeldi, nauðgun, þjófnuðum, mannráni eða hreinlega að verða myrt,“ segir Christina.

„Það hafði djúpstæð áhrif á mig að sjá hundruði manna fara þarna í gegnum flóttamannamiðstöðvarnar. Þetta var fólk aðallega frá Hondúras og El Salvador. Allir að reyna að flýja ofbeldi og hrylling sem þau höfðu lifað við í sínum heimalöndum. Ég velti fyrir mér spurningunni hvers vegna þetta fólk tók þá áhættu að fara yfir Mexíkó. Svarið er klárlega að það var verr sett að sitja heima.“

Í Hondúras myndaði Christina mæður í fangelsi sem áttu lítil ...
Í Hondúras myndaði Christina mæður í fangelsi sem áttu lítil börn. Serían birtist í The Guardian. Ljósmynd/Christina Simons

Giftu sig við Silfru

Christina endaði sem fyrr segir í Ástralíu, en maðurinn hennar, William Pritchard, er þaðan. „Ég giftist ótrúlega skilningsríkum og ævintýragjörnum Ástrala og við búum hér í Melbourne ásamt syni okkar Indigo George Simons Pritchard,“ segir hún og nefnir að sonurinn sé kallaður Indi, sem minni á íslenska orðið yndi.

„Árið 2009 giftum við okkur umkringd fjölskyldu og tuttugu áströlskum vinum við Silfru á Þingvöllum. Alsherjargoðinn Hilmar Örn Hilmarsson gaf okkur saman og við vorum svo heppin að Steindór Anderson sá um tónlistina. Við ætluðum að hafa veisluna í Hótel Valhöll, en því miður brann það nokkrum vikum fyrir brúðkaupið. Sem betur fer var hægt að hafa veisluna úti í Viðey,“ segir hún.

Rödd þeirra sem minna mega sín

Christina segir það mikinn heiður fyrir sig að lenda á fyrrnefndum stuttlista hjá Sony World Photography, og hvað þá tvisvar.

„Ástríða mín liggur í heimildaljósmyndun sem viðkemur mannúðarmálum. Mér er mjög umhugað um þessar sögur mínar og með þessari viðurkenningu vonast ég til að þessi hjartans mál mín fái breiðari áhorfandahóp,“ segir hún.

„Á Íslandi fékk ég að upplifa að frelsi og öryggi væri sjálfsagður hlutur. Ég vil berjast fyrir fólk sem ekki hefur þessi almennu mannréttindi og hefur ekki sjálft rödd til þess að berjast.“

Christina stendur hér við mynd á sýningu úr seríu sem ...
Christina stendur hér við mynd á sýningu úr seríu sem heitir Little Bullfighters, eða litlir nautabanar. Fjallar hún um kornunga drengi í Mexíkó sem þjálfaðir eru til þess að verða nautabanar.

Viðtalið í heild sinni er í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Innlent »

Hringsólaði í klukkutíma

21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hafa þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »

20% fjölgun fólks á biðlistum

20:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst og í september biðu að meðaltali 411 einstaklingar eftir slíkum rýmum. Í september í fyrra biðu að meðaltali 342 og nemur fjölgunin á landsvísu 20%. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

20:22 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

„Tindurinn er tappinn í flöskunni“

20:05 „Þegar maður er búinn að stunda fjallgöngur í mörg ár, þá hættir fjall að vera „bara fjall“. Það skiptir máli hvernig er farið á fjallið og hvaða leið. Tindurinn sjálfur lækkar í sessi,“ skrifaði Þorsteinn Guðjónsson í Lesbók Morgunblaðsins um ferð þeirra Kristins Rúnarssonar til Perú 1985. Meira »

Í aðgerðir vegna kólnandi hagkerfis

20:03 „Verðbólgan lætur aðeins á sér kræla, hagvöxtur er aðeins minni en gert er ráð fyrir og einkaneysla er að dragast saman. Þetta hefur allt áhrif á stærðir í frumvarpinu,“ segir Willum Þór Þórsson. Meirihluti fjármálanefndar ætlar að bregðast við kólnandi hagkerfi með aðhaldsaðgerðum. Meira »

Draumurinn um Nepal rættist eftir 59 ár

19:37 „Mig hefur dreymt um að fara til Nepals frá því að Dalai Lama var úthýst frá Tíbet. Ég er friðarins manneskja og það má segja að ferðin sem ég fór til Nepals á dögunum sé einskonar pílagríms- og friðarferð,“ segir Gróa Halldórsdóttir, sem fór með Íslendingum í efri búðir í fjallinu Mardi Himal í Nepal. Meira »

Jón Gnarr ætlar að farga Banksy-verkinu

18:39 Jón Gnarr hefur ákveðið að farga mynd eftir Banksy, sem hann fékk að gjöf þegar hann starfaði sem borgarstjóri Reykjavíkur, við fyrsta tækifæri „þannig að hún og allt það sem hún stendur fyrir trufli engan“. Meira »

Gleði og vinátta í prjónaklúbbum

18:30 Hlátrasköll og kliður mæta blaðamanni þegar hann mætir í Menningarhúsið í Árbæ. Mánudagsprjónahópurinn er á sínu þriðja starfsári og gleðin og ánægjan í hópnum er svo mikil að þær tóku sér ekki frí í sumar að sögn Vilborgar Eddu Lárusdóttur og Sigurlínu Guðmundsdóttur, þátttakenda í prjónahópnum. Meira »

Stressandi en frábær upplifun

18:17 „Við höfðum trú á því að við gætum endað í sæti en þetta var smá sjokk,“ segir Kara Sól Einarsdóttir, nemandi í Árbæjarskóla. Hún var hluti af sigurliði Árbæjarskóla í Skrekk í gærkvöldi. Meira »

Landsréttur stytti farbannið

17:51 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að tveir menn skuli sæta farbanni að kröfu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Meira »

Skiptar skoðanir um eitt leyfisbréf

16:47 Hugmyndir eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum í stað þess að gefið sé út eitt leyfisbréf fyrir hvert skólastig líkt og staðan er í dag. Meira »

Innkalla 113 Ford Edge-bifreiðar

15:43 Neytendastofu hefur borist sú tilkynning frá bílaumboðinu Brimborg að innkalla þurfi díselknúnar Ford Edge-bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Alls eru þetta 113 bifreiðar. Meira »

Eltu börn á hvítum sendibíl

15:19 Lögreglunni á Suðurnesjum bárust tvær tilkynningar um grunsamlega menn sem óku um á hvítum sendiferðabíl og eltu uppi börn í síðustu viku. Meira »

Tengist ekki Atlantic SuperConnection

15:05 Fram kemur í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að rangt sé að fyrirtækið Atlantic SuperConnection hafi verið að skoða möguleika á lagningu sæstrengsins Ice-Link á milli Bretlands og Íslands sem sé á verkefnalista Evrópusambandsins. Meira »

Svisslendingar eyða mestu á Íslandi

14:49 Svisslendingar eru sá hópur ferðamanna sem eyddi mest í neyslu hér á landi á síðasta ári. Að meðaltali eyddi hver Svisslendingur 292 þúsund krónum í heimsókn sinni á Íslandi. Meira »

Fjölmiðlanefnd sýknuð af kröfum 365

14:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlanefnd af kröfum 365 miðla um ógildingu á ákvörðun nefndarinnar um álagningu stjórnvaldssektar vegna birtingar áfengisauglýsinga í tilteknum heftum tímaritsins Glamour. Meira »
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Árgerð 1997, Ekin...
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
Fornbíll til sölu..
Einstakur, glæsilegur, árg. 1950, MB 170, kolsvartur, pluss innan, 4urra gíra, 5...