Myndavélin er mitt vegabréf

Christina hefur unnið að heimildaljósmyndun víða um heim og unnið ...
Christina hefur unnið að heimildaljósmyndun víða um heim og unnið til verðlauna á alþjóðavettvangi.

Í Melbourne í Ástralíu býr hinn hálf íslenski ljósmyndari sem nýlega komst á virtan tíu manna stuttlista í „Discovery“ flokki atvinnuljósmyndara hjá Sony World Photography, en úrslit verða gerð kunn í apríl. Í fyrra lenti hún í öðru sæti í sömu keppni í flokknum Daglegt líf og var það í fyrsta sinn sem Íslendingur komst þar á lista. Það er því heldur betur afrek að komast þar á blað tvö ár í röð.

Serían „Resiliant“ (Þrautseigja) fjallar um konur frá Hondúras sem flúið ...
Serían „Resiliant“ (Þrautseigja) fjallar um konur frá Hondúras sem flúið hafa til Bandaríkjanna frá eymd og borgarstríðum. Mörgum hefur verið vísað aftur heim og til þess að lifa af hafa konur þurft að ganga til liðs við gengi. Serían er tilnefnd til verðlauna í ár hjá Sony.
Juan er 21 árs og bjó hann á götunni með ...
Juan er 21 árs og bjó hann á götunni með móður sinni þar til hún lést þegar hann var sex ára. Hann var tekinn inn í Mara-gengið þar sem hann var gerður að njósnara. Hann tók eiturlyf og stundaði sjálfsskaða en líkami hans er alsettur brunablettum eftir sígarettu. Ljósmynd/Christina Simons

Íslensk í hjarta mínu

Finnst þér þú vera íslensk?

„Ég spyr mig frekar að því hvar ég eigi heima, hvar ég tilheyri. Í hvaða box passa ég? Þetta er dálítið erfið spurning því mér finnst ég alls staðar vera dálítið utanveltu,“ segir Christina. „Fyrir utan þá staðreynd að vegabréf mitt er íslenskt, þá finnst mér í hjarta mínu ég vera íslensk. En þegar ég er á Íslandi finnst mér ég ekki vera jafn íslensk og allir aðrir. Ég gekk ekki menntaveginn hér og íslenskan mín þróaðist ekki áfram eftir að barnæskunni lauk,“ segir Christina en við höfðum sammælst um að viðtalið færi fram á ensku.

„En mér finnst ég hafa alist hér upp og það skiptir mig máli og hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag,“ segir hún.

„Mér finnst ég alls ekki vera bandarísk og ég er heldur ekki áströlsk þannig að það má segja að íslensku ræturnar séu sterkastar,“ segir hún og segist eiga yndislegar æskuminningar frá Íslandi.

Gömul saga og ný

Með Læknum án landamæra vann Christina í Mið Ameríku en fjöldi fólks hefur í raun verið þar á flótta í tuttugu ár, á þeirri löngu og hættulegri vegferð í gegnum Mið Ameríku og Mexíkó til fyrirheitna landsins, Bandaríkjanna.

„Þetta er orðin gömul saga en í ljósi núverandi stjórnmálaástands hefur ástandið versnað vegna fjöldabrottvísana frá Bandaríkjunum,“ segir Christina og segir að í löndum Mið Ameríku séu fá tækifæri til þess að afla sér tekna.

„Á flóttanum lendir fólk í ýmsum aðstæðum; ofþornun, menguðu vatni og matvælum, sólbruna og sjúkdómum. Svo ekki sé minnst á að eiga á hættu að lenda í ofbeldi, nauðgun, þjófnuðum, mannráni eða hreinlega að verða myrt,“ segir Christina.

„Það hafði djúpstæð áhrif á mig að sjá hundruði manna fara þarna í gegnum flóttamannamiðstöðvarnar. Þetta var fólk aðallega frá Hondúras og El Salvador. Allir að reyna að flýja ofbeldi og hrylling sem þau höfðu lifað við í sínum heimalöndum. Ég velti fyrir mér spurningunni hvers vegna þetta fólk tók þá áhættu að fara yfir Mexíkó. Svarið er klárlega að það var verr sett að sitja heima.“

Í Hondúras myndaði Christina mæður í fangelsi sem áttu lítil ...
Í Hondúras myndaði Christina mæður í fangelsi sem áttu lítil börn. Serían birtist í The Guardian. Ljósmynd/Christina Simons

Giftu sig við Silfru

Christina endaði sem fyrr segir í Ástralíu, en maðurinn hennar, William Pritchard, er þaðan. „Ég giftist ótrúlega skilningsríkum og ævintýragjörnum Ástrala og við búum hér í Melbourne ásamt syni okkar Indigo George Simons Pritchard,“ segir hún og nefnir að sonurinn sé kallaður Indi, sem minni á íslenska orðið yndi.

„Árið 2009 giftum við okkur umkringd fjölskyldu og tuttugu áströlskum vinum við Silfru á Þingvöllum. Alsherjargoðinn Hilmar Örn Hilmarsson gaf okkur saman og við vorum svo heppin að Steindór Anderson sá um tónlistina. Við ætluðum að hafa veisluna í Hótel Valhöll, en því miður brann það nokkrum vikum fyrir brúðkaupið. Sem betur fer var hægt að hafa veisluna úti í Viðey,“ segir hún.

Rödd þeirra sem minna mega sín

Christina segir það mikinn heiður fyrir sig að lenda á fyrrnefndum stuttlista hjá Sony World Photography, og hvað þá tvisvar.

„Ástríða mín liggur í heimildaljósmyndun sem viðkemur mannúðarmálum. Mér er mjög umhugað um þessar sögur mínar og með þessari viðurkenningu vonast ég til að þessi hjartans mál mín fái breiðari áhorfandahóp,“ segir hún.

„Á Íslandi fékk ég að upplifa að frelsi og öryggi væri sjálfsagður hlutur. Ég vil berjast fyrir fólk sem ekki hefur þessi almennu mannréttindi og hefur ekki sjálft rödd til þess að berjast.“

Christina stendur hér við mynd á sýningu úr seríu sem ...
Christina stendur hér við mynd á sýningu úr seríu sem heitir Little Bullfighters, eða litlir nautabanar. Fjallar hún um kornunga drengi í Mexíkó sem þjálfaðir eru til þess að verða nautabanar.

Viðtalið í heild sinni er í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Innlent »

„Stefndu mér!“

11:10 Aldís Schram segir föður sinn vera siðblindan kynferðisbrotamann en hún hefur sett inn færslu á Facebook í tilefni af beiðni mbl.is um viðtal í gær vegna yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í gærmorgun. Meira »

Spá hríð og skafrenningi

11:03 Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að útlit sé fyrir hríð, skafrenning og slæmu skyggni á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands milli klukkan 18 og 21 í kvöld. Meira »

Ræða bréfaskrif Jóns Baldvins

09:20 Gunnar Hrafn Birgisson, doktor í klínískri sálfræði er gestur Bjartar Ólafsdóttur í þættinum Þingvellir á K100 klukkan tíu. Þau munu meðal annars ræða bréfaskrif Jóns Baldvins Hannibalssonar til Guðrúnar Harðardóttur í þættinum. Meira »

Svipað magn og við krufningar

09:17 Ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna hefur fjölgað gríðarlega undanfarin misseri og rannsókn á blóðsýnum þeirra sýnir svo að ekki verður um villst að margir þeirra sem eru úti í umferðinni eru undir áhrifum vímuefna og eða lyfja. Kvíðalyf eru þar áberandi. Meira »

Unnið að hreinsun gatna

08:09 Hálka og hálkublettir eru á öllum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu en starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa frá því nótt verið að hreinsa götur og stíga en heldur bætti í snjóinn í nótt. Meira »

Frábær árangur hjá íslensku konunum

07:58 Fimm af þeim átta íslensku ofurhlaupurum sem tóku þátt í Hong Kong ultra-hlaup­inu sem hófst aðfararnótt laugardags luku keppni. Íslensku konurnar stóðu sig frábærlega í hlaupinu en þær luku allar keppni. Tveir af fimm körlum náðu að ljúka hlaupinu. Meira »

Náðist eftir eftirför

07:21 Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu í hverfi 104 á fjórða tímanum í nótt en náðist eftir eftirför. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vara sviptur ökuréttindum. Hann var einn fjölmargra sem var stöðvaður í gærkvöldi og nótt fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Meira »

Stormur og snjókoma í kvöld

07:07 Dagurinn byrjar á klassísku vetrarveðri, suðvestanátt og éljum um landið sunnan- og vestanvert, en víða léttskýjað fyrir austan og frost um allt land. Um kvöldmatarleytið koma skil upp að landinu suðvestanverðu með suðaustan hvassviðri eða stormi og snjókomu. Meira »

Tvö útköll á dælubíla

06:58 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti tveimur brunaútköllum í nótt en í báðum tilvikum tengt eldamennsku.   Meira »

Þrír haldi vegna líkamsárásar

06:51 Lögreglan handtók þrjá menn í Hafnarfirðinum á níunda tímanum í gærkvöldi vegna líkamsárásar, vopnaburðar og vörslu fíkniefna. Mikið álag var á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna ölvunar og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Gul viðvörun á morgun

Í gær, 22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

Í gær, 22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

Í gær, 21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

Í gær, 21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

Í gær, 21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

Í gær, 19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

Í gær, 19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

Í gær, 18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

Í gær, 18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Sjónvarpsskeinkur úr eik
Til sölu vel með farinn sjónvarpsskeinkur úr eik. L:240, D:58, H:53 Verð 20 þús....
Útsala !!! Kommóða ofl..
Til sölu 3ja skúffu kommoða,ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000.. ...
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...