Myndavélin er mitt vegabréf

Christina hefur unnið að heimildaljósmyndun víða um heim og unnið ...
Christina hefur unnið að heimildaljósmyndun víða um heim og unnið til verðlauna á alþjóðavettvangi.

Í Melbourne í Ástralíu býr hinn hálf íslenski ljósmyndari sem nýlega komst á virtan tíu manna stuttlista í „Discovery“ flokki atvinnuljósmyndara hjá Sony World Photography, en úrslit verða gerð kunn í apríl. Í fyrra lenti hún í öðru sæti í sömu keppni í flokknum Daglegt líf og var það í fyrsta sinn sem Íslendingur komst þar á lista. Það er því heldur betur afrek að komast þar á blað tvö ár í röð.

Serían „Resiliant“ (Þrautseigja) fjallar um konur frá Hondúras sem flúið ...
Serían „Resiliant“ (Þrautseigja) fjallar um konur frá Hondúras sem flúið hafa til Bandaríkjanna frá eymd og borgarstríðum. Mörgum hefur verið vísað aftur heim og til þess að lifa af hafa konur þurft að ganga til liðs við gengi. Serían er tilnefnd til verðlauna í ár hjá Sony.
Juan er 21 árs og bjó hann á götunni með ...
Juan er 21 árs og bjó hann á götunni með móður sinni þar til hún lést þegar hann var sex ára. Hann var tekinn inn í Mara-gengið þar sem hann var gerður að njósnara. Hann tók eiturlyf og stundaði sjálfsskaða en líkami hans er alsettur brunablettum eftir sígarettu. Ljósmynd/Christina Simons

Íslensk í hjarta mínu

Finnst þér þú vera íslensk?

„Ég spyr mig frekar að því hvar ég eigi heima, hvar ég tilheyri. Í hvaða box passa ég? Þetta er dálítið erfið spurning því mér finnst ég alls staðar vera dálítið utanveltu,“ segir Christina. „Fyrir utan þá staðreynd að vegabréf mitt er íslenskt, þá finnst mér í hjarta mínu ég vera íslensk. En þegar ég er á Íslandi finnst mér ég ekki vera jafn íslensk og allir aðrir. Ég gekk ekki menntaveginn hér og íslenskan mín þróaðist ekki áfram eftir að barnæskunni lauk,“ segir Christina en við höfðum sammælst um að viðtalið færi fram á ensku.

„En mér finnst ég hafa alist hér upp og það skiptir mig máli og hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag,“ segir hún.

„Mér finnst ég alls ekki vera bandarísk og ég er heldur ekki áströlsk þannig að það má segja að íslensku ræturnar séu sterkastar,“ segir hún og segist eiga yndislegar æskuminningar frá Íslandi.

Gömul saga og ný

Með Læknum án landamæra vann Christina í Mið Ameríku en fjöldi fólks hefur í raun verið þar á flótta í tuttugu ár, á þeirri löngu og hættulegri vegferð í gegnum Mið Ameríku og Mexíkó til fyrirheitna landsins, Bandaríkjanna.

„Þetta er orðin gömul saga en í ljósi núverandi stjórnmálaástands hefur ástandið versnað vegna fjöldabrottvísana frá Bandaríkjunum,“ segir Christina og segir að í löndum Mið Ameríku séu fá tækifæri til þess að afla sér tekna.

„Á flóttanum lendir fólk í ýmsum aðstæðum; ofþornun, menguðu vatni og matvælum, sólbruna og sjúkdómum. Svo ekki sé minnst á að eiga á hættu að lenda í ofbeldi, nauðgun, þjófnuðum, mannráni eða hreinlega að verða myrt,“ segir Christina.

„Það hafði djúpstæð áhrif á mig að sjá hundruði manna fara þarna í gegnum flóttamannamiðstöðvarnar. Þetta var fólk aðallega frá Hondúras og El Salvador. Allir að reyna að flýja ofbeldi og hrylling sem þau höfðu lifað við í sínum heimalöndum. Ég velti fyrir mér spurningunni hvers vegna þetta fólk tók þá áhættu að fara yfir Mexíkó. Svarið er klárlega að það var verr sett að sitja heima.“

Í Hondúras myndaði Christina mæður í fangelsi sem áttu lítil ...
Í Hondúras myndaði Christina mæður í fangelsi sem áttu lítil börn. Serían birtist í The Guardian. Ljósmynd/Christina Simons

Giftu sig við Silfru

Christina endaði sem fyrr segir í Ástralíu, en maðurinn hennar, William Pritchard, er þaðan. „Ég giftist ótrúlega skilningsríkum og ævintýragjörnum Ástrala og við búum hér í Melbourne ásamt syni okkar Indigo George Simons Pritchard,“ segir hún og nefnir að sonurinn sé kallaður Indi, sem minni á íslenska orðið yndi.

„Árið 2009 giftum við okkur umkringd fjölskyldu og tuttugu áströlskum vinum við Silfru á Þingvöllum. Alsherjargoðinn Hilmar Örn Hilmarsson gaf okkur saman og við vorum svo heppin að Steindór Anderson sá um tónlistina. Við ætluðum að hafa veisluna í Hótel Valhöll, en því miður brann það nokkrum vikum fyrir brúðkaupið. Sem betur fer var hægt að hafa veisluna úti í Viðey,“ segir hún.

Rödd þeirra sem minna mega sín

Christina segir það mikinn heiður fyrir sig að lenda á fyrrnefndum stuttlista hjá Sony World Photography, og hvað þá tvisvar.

„Ástríða mín liggur í heimildaljósmyndun sem viðkemur mannúðarmálum. Mér er mjög umhugað um þessar sögur mínar og með þessari viðurkenningu vonast ég til að þessi hjartans mál mín fái breiðari áhorfandahóp,“ segir hún.

„Á Íslandi fékk ég að upplifa að frelsi og öryggi væri sjálfsagður hlutur. Ég vil berjast fyrir fólk sem ekki hefur þessi almennu mannréttindi og hefur ekki sjálft rödd til þess að berjast.“

Christina stendur hér við mynd á sýningu úr seríu sem ...
Christina stendur hér við mynd á sýningu úr seríu sem heitir Little Bullfighters, eða litlir nautabanar. Fjallar hún um kornunga drengi í Mexíkó sem þjálfaðir eru til þess að verða nautabanar.

Viðtalið í heild sinni er í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Innlent »

„Voru ekki lengi að smella í hann“

21:15 Skuttogarinn Ljósafell landaði um 95 tonnum af afla í morgun, en uppistaða aflans var þorskur og ufsi.  Meira »

Endurskoðaði allt sitt líf

19:45 Geðhvörf virðast vera jafntíð meðal kvenna og karla. Sjúk­dóm­ur­inn grein­ist oft­ast þegar fólk er á aldr­in­um 17-30 ára. Ágúst Kristján Stein­arrs­son, sjálf­stætt starf­andi stjórn­un­ar­ráðgjafi og jökla­leiðsögumaður, var greind­ur með geðhvörf árið 1999 þegar hann var nítj­án ára gam­all. Meira »

Búbblur og bjór af krana

19:38 Búbblubílar eru þekkt fyrirbæri erlendis en í sumar var boðið upp á þessa nýjung hérlendis. Það voru þær Ingveldur Ásta Björsdóttir, Dagbjört Inga Hafliðadóttir og Guðrún Sigríður Ágústsdóttir sem ákváðu að þetta væri kjörið hérlendis fyrir hinar ýmsu uppákomur. Meira »

Gamlar Íslandsmyndir aðgengilegar

19:30 Nú er hægt að streyma gömlum heimildarmyndum sem teknar voru á Íslandi af dönskum kvikmyndargerðarmönnum snemma á síðustu öld í gegnum vef Dönsku kvikmyndastofnunarinnar. Þar má t.a.m. sjá myndir af leiðangri vísindamanna að Grímsvötnum árið 1936. Meira »

Ellefu hleðslustöðvar við flugvöllinn

19:16 Teknar hafa verið í notkun ellefu hleðslustöðvar fyrir rafbíla við Keflavíkurflugvöll sem ætlaðar eru fyrir farþega og starfsfólk á flugvellinum en Isavia hefur tekið rafbíla í sína þjónustu. Meira »

Grunur um íkveikju í eyðibýli

19:01 Tilkynning barst brunavörnum Skagafjarðar um klukkan 18:00 í kvöld um að eldur væri í eyðibýlinu Illugastöðum við Þverárfjallsveg og voru tveir slökkviliðsbílar sendir á staðinn. Meira »

Þjóðarsátt gegn ópíóðafaraldri

18:34 Mikilvægt er að Alþingi Íslendinga taki höndum saman til að stemma stigu við ópíóðafaraldri á Íslandi. Þetta kom fram í máli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, í sérstakri umræðu um ópíóðafaraldur og aðgerðir til að stemma stigu við faraldrinum. Meira »

Segja gróðasjónarmið ráða för

18:31 Þrír heiðursborgarar Reykjavíkur, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri og Friðrik Ólafsson stórmeistari, afhentu borgarstjóra og formanni borgarráðs áskorun í dag þar sem lagst er gegn byggingu hótels í Víkurgarði. Meira »

Par braut gegn dóttur sinni

18:15 Landaréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlamaður á Suðurnesjum sæti gæsluvarðhaldi til 3. október en hann er grunaður um gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá þessu. Meira »

Ójöfn laun á dagskrá í næstum öld

17:58 Fram kemur í sérstakri yfirlýsingu frá stjórn Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum að hjúkrunarfræðingar hafi fengið nóg af launaójöfnuði og kalla þeir eftir pólitískum viðbrögðum til að takast á við ósanngjarnan launamun í störfum sem krefjast sambærilegrar menntunar. Meira »

Þurfum að taka öðruvísi á málunum

17:41 „Traust fólks til stjórnmálamanna er í sögulegu lágmarki,“ sagði Sigríður María Egilsdóttir, þingkona Viðreisnar, á Alþingi. Sigríður er varaþingkona Viðreisnar en hún sat sinn fyrsta þingfund í gær. Meira »

„Algjört skilningsleysi" stjórnvalda

16:52 Bæjarráð Vesturbyggðar hefur sent frá sér ályktun í ljósi fréttaflutnings af fyrirhugaðri samgönguáætlun. Þar segist það harma „algjört skilningsleysi stjórnvalda á brýnni þörf svæðisins fyrir mannsæmandi vegum til og frá svæðinu“. Meira »

Tillaga um rafræna fylgiseðla samþykkt

16:35 Tilraunaverkefni um innleiðingu rafrænna fylgiseðla með lyfjum hefst hér á landi í byrjun næsta árs.  Meira »

Engar rafrettur til barna undir 18 ára

16:30 Félag atvinnurekenda hefur að gefnu tilefni kannað hjá félagsmönnum sínum, sem flytja inn og selja rafrettur og skyldar vörur, hvort þeir selji eða afhendi börnum undir 18 ára slíkar vörur. Meira »

Dagur þorsksins í Húsi sjávarklasans

16:04 Á miðvikudag í næstu viku, 3. október næstkomandi, verður í Húsi sjávarklasans efnt til Dags þorsksins í þriðja sinn. Hús sjávarklasans verður þá opnað öllum áhugasömum og fjöldi íslenskra fyrirtækja mun kynna þær fjölmörgu afurðir sem framleiddar eru úr þorskinum hér á landi og þá tækni sem þróuð hefur verið til að hámarka nýtingu og gæði afurðanna. Meira »

Aðför mistækra karla að kvennastétt

15:51 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi Icelandair harðlega á Alþingi í dag. Hann sagði skilaboð frá yfirstjórn til flugfreyja og flugþjóna vera einföld: „Annað hvort farið þið í fullt starf eða verðið rekin. Þið hafið fjóra daga til þess að svara.“ Meira »

Álagning veiðigjalda færist nær í tíma

15:30 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi nýtt frumvarp til laga um veiðigjald. Meginmarkmið frumvarpsins er að færa álagningu veiðigjalda nær í tíma, þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Meira »

Bíll valt á hliðina á Öxnadalsheiði

15:21 Betur fór en á horfðist þegar bíll fór á hliðina á Öxnadalsheiðinni rétt eftir hádegi í dag. Slæm færð er á heiðinni vegna krapa á veginum og missti ökumaður bílsins stjórn á bílnum. „Hann fór á hliðina og aftur á hjólin,“ segir Snorri Geir Snorrason, lögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Meira »

„Það er ekki bara eitt hótel í Nuuk“

14:47 „Það hlýtur að vera grafalvarlegt mál ef það birtast rangar upplýsingar á vef Alþingis,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins á þingi í dag. Guðmundur ræddi ferð Íslandsdeildar Norðurlandaráðs til Nuuk en áður hafði honum blöskrað hversu dýr ferðin var. Meira »
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laus sumarhús í sept/okt. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Velkomin me...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...