Yfir 1.000 umsóknir

Fríhöfnin auglýsti einnig eftir fólki.
Fríhöfnin auglýsti einnig eftir fólki. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

„Við fengum mjög sterk viðbrögð og sést það vel á fjölda umsókna,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, og vísar í máli sínu til þess að í desember síðastliðnum auglýsti Isavia eftir fólki til sumarafleysinga.

Var alls auglýst eftir fólki í átta mismunandi deildir og bárust 1.156 umsóknir um þau störf, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Það er gert ráð fyrir að ráða um 300 starfsmenn. Einnig hafa verið auglýst 20 framtíðarstörf og það bárust alls 528 umsóknir í þau. En við gerum ráð fyrir að ráða um 60 starfsmenn,“ segir Guðjón og bendir á að Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem er dótturfyrirtæki Isavia, auglýsti einnig eftir fólki í sumarstörf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert