Ensk útgáfa Söknuðar birt á netinu

Jóhann Helgason á tónleikum.
Jóhann Helgason á tónleikum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ný útgáfa lagsins Söknuður eftir Jóhann Helgason hefur verið birt á netinu undir heitinu Into the Light.

Laginu er ætlað að undirstrika skyldleika laganna Söknuður og You Raise Me Up sem tónlistarmaðurinn Josh Groban gerði heimsþekkt árið 2003.

Edgar Smári syngur lagið, auk þess sem Gospelkór Óskar Einarssonar kemur við sögu.

Blaðamannafundur verður haldinn í dag þar sem þessi útgáfa lagsins verður kynnt í tilefni af málshöfðun Jóhanns Helgasonar gegn útgefendum þess. Einnig mun hann kynna væntanleg málaferli.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert