Úttekt á jáeindaskannanum í næstu viku

Stærsti hlut­i kostnaðar við jáeindaskannann er gjöf Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar.
Stærsti hlut­i kostnaðar við jáeindaskannann er gjöf Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar. mbl.is/Eggert

Úttekt Lyfjastofnunar á jáeindaskannanum fer fram í næstu viku. Bogi Brimir Árnason, heilbrigðisverkfræðingur á röntgendeild Landspítala, segir í samtali við mbl.is öllum undirbúningi nú lokið og leyfi Lyfjastofnunar það eina sem standi eftir.

Um leið og Lyfjastofnun hafi gert sína úttekt og veitt sitt leyfi verði skanninn því tekinn í notkun. Bogi segist ekki viss hversu lengi þurfi að bíða eftir afstöðu Lyfjastofnunar en býst við því að gert verði grein fyrir henni innan mánaðar frá því að úttektin fer fram. 

Fyrstu áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir því að taka mætti tækið í notk­un um miðjan sept­em­ber árið 2016, en þær hafa ekki staðist, né held­ur áætlan­ir sem gerðu ráð fyr­ir því að skann­inn yrði tek­inn í notk­un síðasta haust og janú­ar­mánuði síðastliðnum

Lyfjastofnun þarf að veita sitt leyfi vegna þess að sjúk­ling­um sem fara í já­eindaskann­ann er gefið geisla­virkt lyf, svo­kallað merki­efni, sem fram­leitt er á Land­spít­al­an­um. Er það framleitt á staðnum sökum þess hve skammlíft það er. 

Heild­ar­kostnaður verk­efn­is­ins er 1.038 millj­ón­ir og stærsti hlut­inn er gjöf Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar til ís­lensku þjóðar­inn­ar, en hlut­ur spít­al­ans er 188 millj­ón­ir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert