Setja þurfi reglur og framfylgja þeim
Kallað er eftir því í nýrri skýrslu frá GRECO, hópi ríkja gegn spillingu á vettvangi Evrópuráðsins, að íslensk stjórnvöld styrki stjórnkerfi Íslands til þess að draga úr hættunni á spillingu og óviðeigandi framgöngu í starfsemi stjórnvalda og löggæslustofnana.
Rifjað er upp í þeim efnum saga síðustu ára í kjölfar falls viðskiptabankanna þriggja haustið 2008, sem hafi leitt til þess að Íslendingar hafi ekki sama umburðarlyndi gagnvart spillingu og áður, og að tvær ríkisstjórnir hafi farið frá í kjölfar ásakana um spillingu.
Fram kemur að ríkisstjórnin hafi sett á laggirnar stýrihóp gegn spillingu árið 2014 en hins vegar sé sláandi í ljósi forsögunnar að ekki hafi verið gripið til neinna aðgerða eða heildarstefna verið mótuð af hópnum til þess að stuðla að ráðvendni innan ríkisstofnana.
Kallað er eftir því að settar verði reglur sem taki betur á þessum málum til að mynda varðandi gjafir frá þriðju aðilum sem vilji hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda. Einnig varðandi það þegar fyrrverandi opinberir starfsmenn hefja störf hjá einkaaðilum.
Ekki sé nóg að setja aðeins reglur heldur þurfi að framfylgja þeim. Til að mynda þegar komi að hagsmunaárekstrum. Nefnt er í þessu sambandi einkum reglur um hagsmunaskráningu sem þurfi að bæta. Til að mynda þegar eignir eru ranglega skráðar á maka.
Ekki nóg að ráðherrar segi af sér
Fram kemur að jákvætt sé að slík mál hafi í sumum tilfellum leitt til afsagnar ráðherra á undanförnum árum, ólíkt því sem áður hafi verið, en hins vegar ættu slíkar afsagnir ekki að vera einu viðbrögðin við því þegar slík mál kæmi upp í stjórnsýslunni.
Kallað er eftir endurskoðun á því fyrirkomulagi þegar kemur að löggæslumálum að lögreglustjórar séu beint undir vald dómsmálaráðherra settir. Lagt er til að sett verði á fót sérstök stjórnsýsla innan löggæslustofnana til þess að taka á málum sem upp koma.
Ennfremur er lagt til að gripið verði til aðgerða til þess að koma í veg fyrir þöggun innan löggæslustofnana. Þar með talið viðeigandi vernd fyrir þá sem greina frá grunsemdum um að staðið sé rangt að málum. Til að mynda þegar kemur að hagsmunaárekstrum.
Stjórnvöld á Íslandi hafa svigrúm fram í september 2019 til þess að greina frá því til hvaða aðgerða hafi verið gripið til þess að koma til móts við athugasemdirnar.
Bloggað um fréttina
-
Ómar Ragnarsson: Tekur tíma að vinda ofan af afleiðingum langtíma spillingar.
Innlent »
- Skipað í samstarfsráð um nýjan Landspítala
- Eldur í Perlunni
- Heiðraði eldhuga í umhverfismálum
- Gæsluvarðhald yfir stuðningsfulltrúa staðfest
- Mál Hauks í algjörum forgangi
- Á ekki rétt á 5 milljón kr. bótum
- „Ég sé ógeðslega eftir þessu“
- Starr í lagi en ekki Hjartar
- Skapar mikinn vanda
- Býðst til að borga í raflögn og ljósleiðara
- Sindri fyrir dómara síðdegis
- Aukið fé í fangelsismál
- Steinar Ingi oddviti L-listans
- Tafir í nauðgunarmáli
- Vilja túlkun á dýrareglugerðinni
- Annað barn á leiðinni
- IKEA innkallar helluborð
- Lundinn á alþjóðlegum válista
- Birkið gæti lent í hremmingum
- Bæjarstjórinn kannast ekki við óánægju
- Snjór á einhverjum leiðum
- Hlýjast á Suðurlandi
- Óli Halldórsson í efsta sæti V-listans
- Margrét í efsta sæti Á-listans
- Elliði næði ekki kjöri
- Vinnustöðvun er boðuð
- Bóluefni eru ekki tiltæk
- Sveitarfélögin taki við
- „Fjárhæðir sem skipta máli“
- 20 kjarasamningar frá áramótum
Mánudagur, 23.4.2018
- Næturfrost á Norðurlandi
- Bílvelta á Bústaðavegi
- Tilkynnt um gasleka
- Margfaldur Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari
- „Þetta var ekki byrjunin á ofbeldinu“
- Sumarvegir flestir ófærir
- Veðurathuganir í veðravíti
- Gunnlaugur leiðir Frelsisflokkinn
- Minnisblað en ekki samningur
- Vonast eftir samningsvilja
- Plokkæðið heldur áfram
- Fullgilda samning um baráttu gegn ofbeldi
- Þrjár bifreiðar skullu saman
- Bætur vegna aðskotahlutar í pizzu
- Hæsta meðalverðið var 530.000 kr. á fermetra
- Í köfunarlækningum í S-Afríku
- Sigmundur spurði Bjarna um borgarlínu
- Pattstaða í deilunni - fundað á fimmtudag
- Við æfingar á Eyjafjarðarsvæðinu
- Markmiðið er að slökkviliðsmenn þekki vel til staðhátta
- Álíta sjálfstæðið vera vesen
- Framkvæmdu úttekt vegna jáeindaskannans
- Minna álag á ríkissaksóknara
- Sindri fyrir dómara á morgun
- Segja samning ekki á borði ráðherra
- Töluvert tjón eftir rúðubrotin

- „Ég sé ógeðslega eftir þessu“
- Maðurinn er látinn
- „Þetta hefur verið langþyngsti kúrsinn“
- Hafði verið vakandi í tólf daga
- Allt tiltækt slökkvilið kallað út
- „Ömurlegt að horfa upp á þetta“
- Eldur í Perlunni
- Frekar óraunverulegt og skrítið
- Á ekki rétt á 5 milljón kr. bótum
- Býðst til að borga í raflögn og ljósleiðara