Frumvarp um þjóðarsjóð næsta vetur

Landsvirkjun gerði raforkusamning við Thorsil um 55 megavött. „Og við ...
Landsvirkjun gerði raforkusamning við Thorsil um 55 megavött. „Og við erum enn í samstarfi við þá. Það verkefni hefur ekki gengið samkvæmt áætlun og það liggja enn ekki fyrir endanlegar áætlanir um hvort og hvenær þeir nái að ljúka því,“ segir Hörður. mbl.is/Golli

Fyrirhugað er að ljúka við undirbúning að stofnun nýs þjóðarsjóðs næsta vetur og samhliða því að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi um stofnun sjóðsins. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn taki til starfa árið 2020.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti hugmyndina um sjóðinn á ársfundi Landsvirkjunar fyrir tveimur árum og sagði þá að í sjóðinn færu meðal annars arðgreiðslur frá fyrirtækinu. Talaði Bjarni um að innan 2-3 ára kæmu árlega á bilinu 10-20 milljarðar í arðgreiðslur frá Landsvirkjun.

Í nóvember sagði Hörður Árnason, forstjóri Landsvirkjunar, að fyrirtækið gæti greitt um 110 milljarða í arðgreiðslu á árunum 2020 til 2026. Í febrúar í ár, þegar uppgjör fyrirtækisins var kynnt, sagði Hörður svo að Landsvirkjun væri tilbúið að auka arðgreiðslurnar í skrefum, en að eigandinn réði því.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert

Orkusala Landsvirkjunar var árið 2017 sú mesta frá upphafi og var hagnaður félagsins 11,2 milljarðar. Á aðalfundi í síðustu viku var hins vegar ákveðið að greiða aðeins 1,5 milljarða í arð til ríkisins, en það er sama upphæð og var greidd af 6,7 milljarða hagnaði fyrir árið 2016.  Þá sagði Hörður einnig á uppgjörsfundinum í febrúar að framundan væri ekki heppilegur framkvæmdatími fyrir Landsvirkjun. Sagði hann að fara þyrfti af stað aftur eftir 3-4 ár.

Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um stöðu þjóðarsjóðsins sem m.a. arðgreiðslur Landsvirkjunar eiga að renna til, segir að sérfræðinefnd hafi unnið að málinu frá því snemma á árinu 2017. Hafa drög að frumvarpi um sjóðinn verið samin og er unnið að nánari útfærslu þess af hálfu stjórnvalda. Á að leggja frumvarpið fram á næsta þingi.

Hlutverk sjóðsins verður tvíþætt, bæði sem vörn við þjóðhagslegum áföllum og að fjármagna verkefni ríkisins. „Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum er gert ráð fyrir að sjóðurinn varðveiti og ávaxti tekjur af auknum arðgreiðslum frá orkuvinnslufyrirtækjum í eigu ríkisins og gegni því megin hlutverki að verða eins konar áfallavörn þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyrirséð áföll á þjóðarhag. Einnig liggja fyrir áform af hálfu stjórnvalda um að nýta hluta af þessum arðgreiðslutekjum til að styðja við nýsköpun í atvinnulífinu og til að auka við fjármagn til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum,“ segir í svari ráðuneytisins.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/Golli

Framundan er svo að ganga frá arðgreiðslustefnu fyrir orkuvinnslufyrirtækin í samráði við stjórnir félaganna, en áætlað er að unnt verði að byrja að hækka arðgreiðslur í þeim mæli og láta renna í sjóðinn frá og með árinu 2020.

Fjárreiður sjóðsins eru því ekki inn í fjármálaáætlun sem nýlega var samþykkt, en að fjárreiður umræddra verkefna fari inn í fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024 sem verður lögð fram á næsta þingi.

Þjóðarsjóður var meðal þeirra málefna sem kveðið er á um í ríkisstjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar.

mbl.is

Innlent »

Anna leiðir Sjálfstæðismenn á Fljótsdalshéraði

16:27 Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar, leiðir lista Sjálfstæðismanna og óháðra á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn hlaut samþykki fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði í gær, sumardaginnfyrsta. Meira »

Systir smyglara fær lægri bætur

16:26 Hæstiréttur Íslands hefur lækkað miskabætur til konu sem krafðist bóta vegna hlerunar sem hafði verið framkvæmd á heimili hennar í þágu rannsóknar sakamáls. Meira »

Útbjó ólögleg eintök af Biggest Loser

16:20 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness frá síðasta ári um að karlmaður sæti 30 daga skilorðsbundnu fangelsi fyrir að hafa árið 2014 gert ólögmæt eintök af höfundarréttarvörðu efni og birt hópi fólks á netinu án heimildar frá rétthöfum. Meira »

Lenti á bifreið úr gagnstæðri átt

15:45 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands frá árinu 2016 um að kona skuli greiða 150 þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið bifreið án aðgæslu og of hratt með þeim afleiðingum að hún missti stjórn á bifreiðinni og lenti á bifreið sem kom út gagnstæðri átt. Meira »

Sigurður í fjögurra vikna farbann

15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson, sem er grunaður er um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli, Skáksambandsmálinu svokallaða, í fjögurra vikna farbann. Meira »

Hálendisgarður sterk skilaboð til heimsins

15:26 Umhverfisráðherra skipaði í dag þverpólítíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Meira »

Sverðaglamur á Kjalarnesi

15:20 Það var boðið upp á sverðaglamur og þjóðlegan fjölskylduharmleik við Esjuberg á Kjalarnesi í morgun þar sem skólabörn settu upp útileikhús við útialtarið sem þar rís. Krakkarnir settu upp leikverk sem unnið var upp úr Kjalnesingasögu, þar sem kristnir menn og heiðnir takast á. Meira »

Þyrlan flutti vélsleðamanninn á spítala

15:25 Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir skömmu við Landspítalann með mann sem slasaðist í vélsleðaslysi á Fjalla­baki nyrðra nú í morgun. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðslin eru. Meira »

Utanríkisráðherra ræddi Brexit við Davis

15:07 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti fund með David Davis, ráðherra útgöngumála í bresku ríkisstjórninni, í London í gær þar sem þeir ræddu gang viðræðna Breta og Evrópusambandsins um Brexit og fóru yfir áhrif útgöngunnar á Ísland og önnur EES-EFTA ríki. Meira »

Sleppur við 18 milljóna króna sekt

14:49 Landsréttur hefur sýknað karlmann sem var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2016.  Meira »

Opinberar gjá milli íbúa og stjórnsýslu

14:44 Píratar í Kópavogi harma vinnubrögð bæjarstjóra Kópavogsbæjar í samskiptum við hjónin Guðmund R. Einarsson og Lilju Katrínu Gunnarsdóttur vegna greiðslna sem skráðar voru á dánarbú föður Guðmundar. Meira »

Tómas leiðir Miðflokkinn í Árborg

14:21 Tómas Ellert Tómasson leiðir M-lista Miðflokksins í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.   Meira »

Vill fá svör um aðkomu Vesturverks

14:13 Skipulagsstofnun hefur óskað skýringa sveitarstjórnar Árneshrepps á aðkomu VesturVerks að gerð skipulagstillagna vegna Hvalárvirkjunar og hvernig tilboð fyrirtækisins um samfélagsverkefni var afgreitt. Þá vill stofnunin svör varðandi hæfi tveggja sveitarstjórnarmanna við afgreiðslu tillagnanna. Meira »

Minna aðhald en engin vá fyrir dyrum

14:09 Vegna betra árferðis er afkoma fjármála hins opinbera betri en á sama tíma í fyrra sem aftur virðist hafa leitt til slökunar í aðhaldi í þeim efnum. Þetta sagði Gunnar Haraldsson, formaður fjármálaráðs, meðal annars á fundi fjárlaganefndar Alþingis á opnum fundi nefndarinnar í morgun þar sem rætt var um fjármálaáætlun 2019-2023. Meira »

Köttur olli rafmagnsleysi á Þorlákshöfn

13:42 Köttur olli rafmagnsleysi í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Rafmagn fór af öllum bænum í klukkustund þegar köttur komst í spenninn.  Meira »

Norræna húsið fær 10 milljóna kr. styrk í endurbætur

14:09 Ríkisstjórnin mun leggja til 10 milljónir króna vegna endurbóta á Norræna húsinu í tilefni af 50 ára afmæli hússins. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meira »

Skapa þarf sátt um einföldun kerfisins

13:51 Félagsmálaráðherra hefur skipað samráðshóp um breytt framfærslukerfi almannatrygginga sem styður við starfsgetumat og er til þess fallið að skapa sátt um einföldun kerfisins, tryggja framfærslu örorkulífeyrisþega og efla þá til samfélagsgetu. Formaður samráðshópsins er Guðmundur Páll Jónsson. Meira »

Útkall vegna vélsleðaslyss

13:37 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag vegna vélsleðaslyss á syðra Fjallabaki, þar sem vélsleðamaður slasaðist. Björgunarsveitir ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar á leiðinni á vettvang. Meira »
Sumarhús í Hvalfirði 55 km frá Reykjavík
Til leigu vel útbúin 2-4 manna sumarhús með heitum potti og gasgrilli. Frábært ú...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV V, VI START/BYRJA: 2018: 2/4, 30/4, 28/5...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Landssambands sumarhúsa...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Eflingar - stéttar...