Hægt að segja langlífið ættgengt

Kristín Ólafsdóttir.
Kristín Ólafsdóttir.

„Þetta var mikill hamingjudagur að öllu leyti,“ segir María Jónsdóttir, sem fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær, sunnudaginn 15. apríl.

María er búsett á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og þar var haldin mikil veisla henni til heiðurs. „Veislan var gríðarlega stór, það komu um hundrað manns. Ég kalla það bara heilmikinn fjölda svona úti á landi,“ segir María.

Aðspurð í Morgunblaðinu í dag segist María ekki hafa átt von á að ná svo háum aldri. „Afi minn varð 102 ára og frænka mín 101 árs svo það er kannski hægt að segja að þetta sé ættgengt,“ segir María, en þrjú af systkinum hennar náðu 90 ára aldri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert