Kalla eftir meira samráði

Utanríkismálanefnd kom saman til fundar í Alþingishúsinu í gærkvöldi, til …
Utanríkismálanefnd kom saman til fundar í Alþingishúsinu í gærkvöldi, til að ræða loftárásir í Sýrlandi og stuðning NATO við þær. mbl.is/Árni Sæberg

Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í gærkvöldi til að ræða loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi aðfaranótt laugardags og yfirlýstan stuðning Íslands og annarra aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins við þær.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að málið hafi verið rætt nokkuð vítt á fundinum, en fundurinn fór fram að beiðni bæði Guðlaugs sjálfs og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns VG og varaformanns nefndarinnar, sem vildi fá upplýsingar um fund Norður-Atlantshafsráðsins, ákvörðunarvettvangs bandalagsins, á laugardag og þá afstöðu sem fastafulltrúi Íslands, Anna Jóhannsdóttir lýsti þar.

Rósa Björk sagði við mbl.is að fundi loknum að hún myndi vilja að utanríkismálanefnd Alþingis yrði kölluð saman ef svipaðar aðstæður kæmu upp aftur, að því er fram kemur í umfjöllun um fundinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert