Þorláksskógar stóriðja Ölfuss

Á Hafnarsandi við Þorlákshöfn sem í grillir í fjarska.
Á Hafnarsandi við Þorlákshöfn sem í grillir í fjarska. Rax / Ragnar Axelsson

„Ég er himinlifandi með þetta magnaða verkefni. Ef allt gengur eftir ættum við eftir 20 ár að geta bundið 1,7 milljónir tonna af kolefni,“ segir Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um fyrirhugaða Þorláksskóga á Hafnarsandi sem rækta á þar á næstu 20 árum.

Hann segir að kolefnisbindingin ein og sér hafi gert það að verkum að Ölfus gat ekki hafnað þátttöku í verkefninu með Skógrækt ríkisins og Landgræðslunni.

„Verkefnið hefur verið nokkurn tíma í undirbúningi og niðurstaða Umhverfisstofnunar að ekki þyrfti umhverfismat er gríðarlega mikilvæg. Nú er hægt að fara strax af stað í verkefnið,“ segir Gunnsteinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert