Samþykktu beiðni um skýrslu um vopnaflutninga

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Hari

Samþykkt var á Alþingi í dag með 38 atkvæðum gegn þremur beiðni um skýrslu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra um framkvæmd alþjóðlegra skuldbindinga varðandi flutninga á vopnum.

Fyrsti flutningsmaður var Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, en meðflutningsmenn komu úr Samfylkingunni, Viðreisn, Miðflokknum, Flokki fólksins og Pírata.

Fram kemur í beiðninni að óskað sé eftir því að dregin verði fram ábyrgð utanríkisráðuneytisins, og annarra ráðuneyta og stofnana ef við eigi, um veitingar á leyfum og undanþágum til vopnaflutninga um íslenska lofthelgi eða til íslenskra aðila sem starfa á alþjóðavettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert