Brynjar er heiðursborgari Tennessee

Brynjar Karl var 10 ára þegar hann byggði Titanic úr ...
Brynjar Karl var 10 ára þegar hann byggði Titanic úr legókubbum. Nú ferðast hann um heiminn og segir frá tækifærunum sem smíðin hefur veitt honum. mbl.is/Árni Sæberg

„Kæru vinir, ég færi ykkur gleðifréttir frá Tenn­essee.“ Á þessum orðum hefst Facebook-færsla Brynjars Karls Birgissonar, sem er einna þekktastur fyrir að hafa smíðað stærsta Titanic-líkan heims úr legókubbum.

Brynjar hefur verið gerður að heiðursborgara í Tennesse í Bandaríkjunum en hann er staddur í ríkinu þar sem Titanic-líkanið hans verður til sýnis á Titanic-safninu í bænum Pigeon Forge. Ríkisstjórinn í Tennessee, Bill Haslam, sæmdi Brynjar heiðursborgaratitlinum í sérstökum kvöldverði sem var haldinn í tilefni af opnun sýningarinnar.

Bæjarstjórinn í Pigeon Forge, David Wear, var einnig viðstaddur kvöldverðinn og ekki var hann minni maður en borgarstjórinn og tilkynnti að héðan í frá verður 16. apríl Brynjars-dagurinn í bænum. Útnefningunum var þó ekki lokið þar sem John og Mary Joslyn, fulltrúar Titanic-safnsins, gerðu Brynjar að heiðursáhafnarmeðlimi um borð í Titanic.

Brynjar skrifar á Facebook-síðu sinni að hann sé mjög stoltur. Hann hefur verið á ferðalagi um Evrópu og Bandaríkin til að kynna líkanið sem verður nú á Titanic-safninu næstu tvö árin.

Smíðin hjálpaði Brynjari út úr þoku einhverfunnar

Erlendir fjölmiðlar hafa veitt legómeistarnum og skipi hans mikla athygli. Fréttamaður frá BBC var viðstaddur þegar líkanið var frumsýnt á safninu í vikunni. „Það tók mig yfir ellefu mánuði að byggja líkanið og 120 túbur af ofurlími voru notaðar í ferlinu,“ sagði Brynjar við opnun sýningarinnar.

Það vakti athygli fréttamanns BBC að Brynjar sagði að hann væri hræðilega feiminn og forðaðist að tala opinberlega þegar hann hóf að kynna Titanic-líkanið erlendis. „Ég var gjörsamlega óhæfur um að eiga í samskiptum þegar ég byrjaði á verkefninu. Í dag stend ég á sviði og fer í viðtöl,“ sagði Brynjar.  

Hann lauk við byggingu líkansins hér á landi árið 2015, þá 10 ára gamall. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er hann orðinn þaulvanur að koma fram og segja frá verkefninu og öllu því sem það hefur gefið honum. 

Brynjar Karl er á ferðalagi um Bandaríkin þar sem hann ...
Brynjar Karl er á ferðalagi um Bandaríkin þar sem hann kynnir Titanic-líkanið. Hér er hann staddur í skólaheimsókn í Tennessee. Ljósmynd/Facebook

Hann hefur einnig greint frá því að bygging líkansins hefur hjálpað honum út úr þoku einhverfunnar. „Ég hef þjálfað mig til að verða eins eðlilegur og mögulegt er, sama hvað „eðlilegur“ þýðir,“ segir Brynjar Karl.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum legómeistarans og heiðursborgarans Brynjars Karls á Facebook.

mbl.is

Innlent »

Boðar lækkun tekjuskatts

17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafanna. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »

Áreitti og sendi „ógeðslegar typpamyndir“

17:07 Landsréttur hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni fyrir að áreita konu með dónalegum smáskilaboðum. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, bauð konunni meðal annars pening í skiptum fyrir kynlíf og sendi henni þrjár typpamyndir. Meira »

Tólf aðstoðarsáttasemjarar tilnefndir

16:54 Ríkissáttasemjari hefur tilnefnt hóp aðstoðarsáttasemjara sem koma til með að aðstoða ríkissáttasemjara og aðstoðarríkissáttasemjara, sem aðeins hefur verið einn hingað til, í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Meira »

Skora á ráðuneyti að bregðast við

16:19 Hjúkrunarráð Landspítala skorar á heilbrigðisyfirvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í áskorun sem hjúkrunarráð sendi heilbrigðisráðuneyti í gær. Meira »

Pattstaða í fatasöfnun yfir jólin

16:00 „Allt þetta hökt í keðjunni hafði mikil áhrif. Við gátum ekki annað öllu sem okkur barst, en við erum að ná þessu upp aftur og fólk þarf ekki að óttast að ekki verði tekið við fötum í Sorpu um helgina,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins. Meira »

Skoða aðstæður barnshafandi á landsbyggðinni

15:56 Félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um skoða í sameiningu breytingar til að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra. Meira »

Greiðir fyrir beinu flugi milli Íslands og Japans

15:28 Sendinefnd utanríkisráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fundaði með fulltrúum samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti. Meira »

Flugvirkjar semja við Bluebird

14:53 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara. Meira »

Mikill meirihluti vill seinkun klukku

14:48 Rúm 63% Íslendinga eru hlynnt því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, en rúm 36% vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Meira »

Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

14:11 Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í september árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar. Meira »

Vatnsmýri verði 102 Reykjavík

13:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102. Íbúar í Skerjafirði eru mótfallnir breytingunni og segja að íbúðaverð muni lækka við póstnúmerabreytinguna. Meira »

Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

13:45 „Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu,“ segir móðir hans. Meira »

Nauðungarvistun litlar skorður settar

13:38 Sérfræðinefnd Evrópuráðsins hefur ítrekað farið fram á endurbætur á lögræðislögum Íslands, en það er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að saga Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, endurtaki sig. Meira »

Umræðan drifin áfram af tilfinningu

13:37 Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra er ekki kunnugt um að nokkrum stað hafi verið gerður jafn ítarlegur gagnagrunnur um tekjur íbúa en nú er til um Íslendinga. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í dag vegna nýs vefs þar sem hægt er að skoða tekjuþróun Íslendinga 1991 til 2017. Meira »

Fleiri hjónabönd og færri skilnaðir

13:30 Alls gengu 3.979 einstaklingar í hjónaband á síðasta ári en 1.276 skildu, samkvæmt skráningu í Þjóðskrá Íslands.  Meira »

Vantaði innsýn þeirra sem hafa reynslu

13:07 Notendasamtökin Hugarafl segja að það hafi vantað innsýn einstaklinga með persónulega reynslu af því öngstræti sem það er að vilja ekki lifa lengur, í umtöluðu Kastljósviðtali vegna ummæla Öldu Karenar Hjaltalín um geðheilbrigðismál á þriðjudag. Meira »

Réðst á mann með skefti af álskóflu

13:06 Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 275 þúsund króna í miskabætur fyrir líkamsárás. Meira »

Fullyrðingarnar ósannaðar

12:27 Neytendastofa hefur bannað fyrirtækinu Törutrix ehf. að fullyrða í auglýsingu að varan Golden Goddess vinni gegn bólum, minnki fínar hrukkur og styrki húðina. Neytendastofa telur að fullyrðingarnar séu ósannaðar. Meira »

Hægt að árangursmæla stjórnvöld

12:12 „Hann býður upp á ótrúleg tækifæri til þess að taka góðar ákvarðanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um nýjan gagnagrunn stjórnvalda um tekjur landsmanna. Þá segir hún gagnagrunninn gera stjórnvöldum kleift að meta félagslegan hreyfanleika á Íslandi. Meira »
Nissan Qashqai 2018
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....