Brynjar er heiðursborgari Tennessee

Brynjar Karl var 10 ára þegar hann byggði Titanic úr ...
Brynjar Karl var 10 ára þegar hann byggði Titanic úr legókubbum. Nú ferðast hann um heiminn og segir frá tækifærunum sem smíðin hefur veitt honum. mbl.is/Árni Sæberg

„Kæru vinir, ég færi ykkur gleðifréttir frá Tenn­essee.“ Á þessum orðum hefst Facebook-færsla Brynjars Karls Birgissonar, sem er einna þekktastur fyrir að hafa smíðað stærsta Titanic-líkan heims úr legókubbum.

Brynjar hefur verið gerður að heiðursborgara í Tennesse í Bandaríkjunum en hann er staddur í ríkinu þar sem Titanic-líkanið hans verður til sýnis á Titanic-safninu í bænum Pigeon Forge. Ríkisstjórinn í Tennessee, Bill Haslam, sæmdi Brynjar heiðursborgaratitlinum í sérstökum kvöldverði sem var haldinn í tilefni af opnun sýningarinnar.

Bæjarstjórinn í Pigeon Forge, David Wear, var einnig viðstaddur kvöldverðinn og ekki var hann minni maður en borgarstjórinn og tilkynnti að héðan í frá verður 16. apríl Brynjars-dagurinn í bænum. Útnefningunum var þó ekki lokið þar sem John og Mary Joslyn, fulltrúar Titanic-safnsins, gerðu Brynjar að heiðursáhafnarmeðlimi um borð í Titanic.

Brynjar skrifar á Facebook-síðu sinni að hann sé mjög stoltur. Hann hefur verið á ferðalagi um Evrópu og Bandaríkin til að kynna líkanið sem verður nú á Titanic-safninu næstu tvö árin.

Smíðin hjálpaði Brynjari út úr þoku einhverfunnar

Erlendir fjölmiðlar hafa veitt legómeistarnum og skipi hans mikla athygli. Fréttamaður frá BBC var viðstaddur þegar líkanið var frumsýnt á safninu í vikunni. „Það tók mig yfir ellefu mánuði að byggja líkanið og 120 túbur af ofurlími voru notaðar í ferlinu,“ sagði Brynjar við opnun sýningarinnar.

Það vakti athygli fréttamanns BBC að Brynjar sagði að hann væri hræðilega feiminn og forðaðist að tala opinberlega þegar hann hóf að kynna Titanic-líkanið erlendis. „Ég var gjörsamlega óhæfur um að eiga í samskiptum þegar ég byrjaði á verkefninu. Í dag stend ég á sviði og fer í viðtöl,“ sagði Brynjar.  

Hann lauk við byggingu líkansins hér á landi árið 2015, þá 10 ára gamall. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er hann orðinn þaulvanur að koma fram og segja frá verkefninu og öllu því sem það hefur gefið honum. 

Brynjar Karl er á ferðalagi um Bandaríkin þar sem hann ...
Brynjar Karl er á ferðalagi um Bandaríkin þar sem hann kynnir Titanic-líkanið. Hér er hann staddur í skólaheimsókn í Tennessee. Ljósmynd/Facebook

Hann hefur einnig greint frá því að bygging líkansins hefur hjálpað honum út úr þoku einhverfunnar. „Ég hef þjálfað mig til að verða eins eðlilegur og mögulegt er, sama hvað „eðlilegur“ þýðir,“ segir Brynjar Karl.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum legómeistarans og heiðursborgarans Brynjars Karls á Facebook.

mbl.is

Innlent »

Helmingurinn andvígur veggjöldum

15:00 Helmingur landsmanna er andvígur innheimtu veggjalda til þess að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem MMR gerði dagana 13.-19. apríl og birtar voru í dag. Meira »

„Ein stór svikamylla“

15:00 „Þetta er náttúrulega ein stór svikamylla,” sagði Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari í máli gegn fyrrverandi eiganda netverslanna buy.is og bestbuy.is í Landsrétti. Meira »

Boða átak í uppsetningu hleðslustöðva

14:45 Oddvitar Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu kynntu áherslur sínar í umhverfismálum á blaðamannafundi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag. Þeir boða meðal annars átak í uppbyggingu hleðslustöðva, að sveitarfélögin sniðgangi plast eins og hægt er og valfrelsi í samgöngum. Meira »

Veðurgrínið fór úr böndunum

14:15 „Þetta átti bara að vera smá grín,“ segir Ingþór Ingólfsson í samtali við mbl.is. Gríninu, hræðilegri langtímaveðurspá fyrir Reykjavík, var dreift víða um samfélagsmiðla með tilheyrandi harmakveinum. Meira »

Vill flýta stjórnarfundi Hörpu

13:45 „Ég hef verið að pressa á að stjórnarfundurinn verði haldinn fyrr til þess að fá niðurstöðu í málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stjórnarfund Hörpu sem fram fer þann 30. maí næstkomandi. Uppsagnir 20 þjónustufulltrúa Hörpu taka gildi þann 1. júní. Meira »

„Maður er frjáls í Mosó“

13:20 „Ætli það sé ekki helst ástandið á íþróttavöllum og íþróttahúsinu. Það er enn spilað á dúkum í handboltanum og blakinu meðan flest önnur félög hafa fært sig yfir á parketið,“ segir Ragnar Bjarni Hreiðarsson, ungur Mosfellingur, spurður hvað mætti helst gera fyrir ungt fólk í bænum. Meira »

Harður árekstur á Selfossi

13:18 Harður tveggja bíla árekstur varð á Eyrarvegi á Selfossi rétt fyrir klukkan ellefu í dag, með þeim afleiðingum að önnur bifreiðin valt. Beita þurfti klippum til að ná ökumönnunum úr bílunum. Meira »

Ítrekað bent á þörf fyrir aukna mönnun

13:16 Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar hafa ítrekað bent á að auka þurfi mönnun á þyrlum Gæslunnar. Þetta segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Vonast er til að hægt verði á næsta ári að halda úti tveimur þyrluáhöfnum stærstan hluta tímans. Meira »

Ein lögheimilisskráning staðfest

12:40 Þjóðskrá Íslands hefur afgreitt tvö mál til viðbótar sem tengjast lögheimilisflutningum í Árneshrepp. Í öðru málinu var skráning staðfest en í hinu var hún felld niður, líkt og gert var í ellefu öðrum málum fyrir helgi. Meira »

Svipt forræði vegna vanrækslu

12:11 Landsréttur staðfesti nýverið niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta foreldra forræði yfir sjö ára gömlum syni sínum vegna vanrækslu en afskipti Barnaverndar Reykjavíkur af drengnum hófust þegar hann var sjö mánaða gamall. Meira »

Mosfellsbær hefur haldið sérkennum sínum sem sveit í borg

11:45 Salome Þorkelsdóttir man tímana tvenna úr Mosfellsdalnum. Hún er meðal frumbyggja bæjarins. Fædd í Reykjavík en fluttist í Mosfellsdalinn árið 1948, þá 21 árs og nýgift. Á þeim tíma bjuggu um 600 manns í Mosfellssveit. Meira »

Enn óvissa um kjörskrá í Árneshreppi

11:36 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, staðfestir við mbl.is að hreppsnefnd mun funda í kvöld klukkan 20:00 til þess að samþykkja kjörskrá vegna kosninganna á laugardag. Þjóðskrá er enn með lögheimilisflutninga 6 einstaklinga til skoðunar. Meira »

Ekki góð staða þegar þyrluna vantar

11:03 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur reynst lögreglunni á Suðurlandi verðmætt tæki í mörgum málum og hefur skipt sköpum í mörgum björgunaraðgerðum að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Það sé því ekki góð staða þegar þyrlan er ekki til taks. Meira »

Mikið byggt en margir vilja byggja meira

10:55 Kjósendum á Seltjarnarnesi standa fjórir valkostir til boða þegar þeir ganga að kjörborðinu á laugardag, Sjálfstæðisflokkurinn, Fyrir Seltjarnarnes, Viðreisn/Neslisti og Samfylkingin. Meira »

Dæmdur í tvígang fyrir skattsvik

10:51 Sjálfstæður atvinnurekandi í Árnessýslu var fyrir helgi dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum en þetta er í annað skipti á þremur árum sem maðurinn hlýtur refsidóm fyrir brot á skattalögum. Honum er jafnframt gert að greiða 47 milljónir króna í sekt. Meira »

Ekki hægt að græða á HM

10:43 Heimseistaramótið í fótbolta er einn stærsti íþróttaviðburður í heimi. En viðskiptin á bakvið keppnina er líka mjög áhugaverður heimur. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, segir að það sé nánast ómögulegt fyrir ríki að hagnast á keppninni. Meira »

Mosfellsbær vex í allar áttir

09:49 Mikill uppgangur hefur verið í Mosfellsbæ síðustu árin. Þar búa nú rúmlega 10.500 manns, en íbúum hefur fjölgað um 16,9 prósent á kjörtímabilinu, hraðar en í nokkru öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Með barnið í fanginu

09:32 Ökumaður var kærður af lögreglunni á Suðurnesjum um helgina fyrir að aka um og nota ekki öryggisbúnað fyrir 18 mánaða barn sem sat í fangi farþega í bifreiðinni. Meira »

Fljúgandi trampólín skemmdu bíla

09:29 Eitt þeirra mörgu trampólína sem fuku af stað í hvassviðrinu á Suðurnesjum um helgina lenti á tveimur bílum og skemmdi þá talsvert. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: 28/5, 25/6, 2...
Dekk til sölu
Dekk til sölu 215/75x16 góð burðardekk seljast ódýrt uppl í sím...
 
Starfsmaður í vöruhús veltis að hádegi
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í VÖRUHÚS VELTIS AÐ HÁDEG...
Kennarar
Afgreiðsla/verslun
Okkur vantar kennara í Borgarhólsskó...
Þjónustufulltrúi í innheimtu
Skrifstofustörf
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjón...
Yfirlæknir á sviði eftirlits
Heilbrigðisþjónusta
Yfirlæknir á sviði e?irlits Embæ? lan...