Brynjar er heiðursborgari Tennessee

Brynjar Karl var 10 ára þegar hann byggði Titanic úr ...
Brynjar Karl var 10 ára þegar hann byggði Titanic úr legókubbum. Nú ferðast hann um heiminn og segir frá tækifærunum sem smíðin hefur veitt honum. mbl.is/Árni Sæberg

„Kæru vinir, ég færi ykkur gleðifréttir frá Tenn­essee.“ Á þessum orðum hefst Facebook-færsla Brynjars Karls Birgissonar, sem er einna þekktastur fyrir að hafa smíðað stærsta Titanic-líkan heims úr legókubbum.

Brynjar hefur verið gerður að heiðursborgara í Tennesse í Bandaríkjunum en hann er staddur í ríkinu þar sem Titanic-líkanið hans verður til sýnis á Titanic-safninu í bænum Pigeon Forge. Ríkisstjórinn í Tennessee, Bill Haslam, sæmdi Brynjar heiðursborgaratitlinum í sérstökum kvöldverði sem var haldinn í tilefni af opnun sýningarinnar.

Bæjarstjórinn í Pigeon Forge, David Wear, var einnig viðstaddur kvöldverðinn og ekki var hann minni maður en borgarstjórinn og tilkynnti að héðan í frá verður 16. apríl Brynjars-dagurinn í bænum. Útnefningunum var þó ekki lokið þar sem John og Mary Joslyn, fulltrúar Titanic-safnsins, gerðu Brynjar að heiðursáhafnarmeðlimi um borð í Titanic.

Brynjar skrifar á Facebook-síðu sinni að hann sé mjög stoltur. Hann hefur verið á ferðalagi um Evrópu og Bandaríkin til að kynna líkanið sem verður nú á Titanic-safninu næstu tvö árin.

Smíðin hjálpaði Brynjari út úr þoku einhverfunnar

Erlendir fjölmiðlar hafa veitt legómeistarnum og skipi hans mikla athygli. Fréttamaður frá BBC var viðstaddur þegar líkanið var frumsýnt á safninu í vikunni. „Það tók mig yfir ellefu mánuði að byggja líkanið og 120 túbur af ofurlími voru notaðar í ferlinu,“ sagði Brynjar við opnun sýningarinnar.

Það vakti athygli fréttamanns BBC að Brynjar sagði að hann væri hræðilega feiminn og forðaðist að tala opinberlega þegar hann hóf að kynna Titanic-líkanið erlendis. „Ég var gjörsamlega óhæfur um að eiga í samskiptum þegar ég byrjaði á verkefninu. Í dag stend ég á sviði og fer í viðtöl,“ sagði Brynjar.  

Hann lauk við byggingu líkansins hér á landi árið 2015, þá 10 ára gamall. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er hann orðinn þaulvanur að koma fram og segja frá verkefninu og öllu því sem það hefur gefið honum. 

Brynjar Karl er á ferðalagi um Bandaríkin þar sem hann ...
Brynjar Karl er á ferðalagi um Bandaríkin þar sem hann kynnir Titanic-líkanið. Hér er hann staddur í skólaheimsókn í Tennessee. Ljósmynd/Facebook

Hann hefur einnig greint frá því að bygging líkansins hefur hjálpað honum út úr þoku einhverfunnar. „Ég hef þjálfað mig til að verða eins eðlilegur og mögulegt er, sama hvað „eðlilegur“ þýðir,“ segir Brynjar Karl.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum legómeistarans og heiðursborgarans Brynjars Karls á Facebook.

mbl.is

Innlent »

Lilja Rannveig gefur kost á sér hjá SUF

07:03 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hefur tilkynnt um að hún gefi kost á sér til embættis formanns Sambands ungra framsóknarmanna á komandi sambandsþingi sem fram fer daganna 31. ágúst til 1. september. Meira »

Landið er á milli tveggja lægða

06:50 Landið er milli tveggja lægða, annarrar hægfara norðaustur af Langanesi, en hinnar suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs og veldur því að fer að rigna syðra í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun. Meira »

Samkeppnin er að harðna

05:30 Útlit er fyrir að um 335 þúsundum færri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár en Isavia áætlaði í nóvember síðastliðnum. Það samsvarar rúmlega 900 farþegum á dag. Meira »

Enginn fyllir skarð lundans Tóta

05:30 Merlin Entertainment mun á næsta ári taka við rekstri Sæheima, fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja.   Meira »

Áhugi á heimilislækningum

05:30 Ásókn í sérnám í heimilislækningum hefur aukist í kjölfar aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 læknar í náminu sem fram fer í Reykjavík og á Akureyri. Meira »

Kortleggja Íslendingahópa á Facebook

05:30 Íslendingar sem búsettir eru utan landsins hafa stofnað með sér hundruð Facebook-hópa til þess að halda tengslum við samlanda sína og hjálpa þeim að setjast að á nýjum stað. Meira »

Gandálfsmörk og Móðsognismörk

05:30 Götunafnanefnd á vegum borgarráðs hefur komið með tillögur að götuheitum í þremur mismunandi hverfum í Reykjavík, þar á meðal á Hólmsheiði og við Landspítala. Meira »

Brýndi mikilvægið fyrir ráðamönnum

05:30 Utanríkisráðherra Noregs, Ine Marie Eriksen Søreide, segist hafa gert Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, og íslenskum þingmönnum grein fyrir mikilvægi þess að þriðji orkupakki ESB verði innleiddur sem hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira »

Ullað í borgarráði Reykjavíkur

Í gær, 22:36 Fulltrúar minnihlutans í borgarráði Reykjavíkur bókuðu í dag „alvarlegar athugasemdir“ við það að Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri græna, hefði ullað framan í annan borgarráðsfulltrúa í upphafi fundar. Meira »

95 ára skellti sér í fallhlífarstökk

Í gær, 22:07 Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, varð í dag ef til vill elsti Íslendingurinn til að fara í fallhlífarstökk. „Ljómandi huggulegt,“ segir Páll um upplifunina. Meira »

Staðsetning Íslands mikilvæg á ný

Í gær, 21:55 Ísland hefur orðið mikilvægari samstarfsaðili á sviði öryggis- og varnarmála vegna breyttrar stöðu í heimsmálunum og tengist það landfræðilegri legu landsins í Norður-Atlantshafi, segir Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við blaðamann. Meira »

Andarnefjan komin á flot

Í gær, 21:25 „Hún er komin af stað og byrjuð að synda. Það er bátur að fylgja henni og við ætlum að reyna að hafa hann að fylgja henni þar til við missum sjónar af henni,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Önnur andarnefjanna sem festust í sjálfheldu á Engey er komin til sjávar. Hin drapst fyrr í kvöld. Meira »

Datt illa nærri Glym

Í gær, 20:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ungan karlmann á Landspítala í kvöld, en sá hafði hrasað og dottið illa á gönguleiðinni að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar. Meira »

Fiskidagurinn litli í boði mikla

Í gær, 20:50 „Það var mikil veðurblíða og fólkið á heimilinu horfði á Fiskidagstónleikana. Svo var súpa og fiskborgarar og KK spilaði, hann ætlaði ekki að geta hætt að því þau vildu alltaf meira,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri Fiskidagsins mikla. Fiskidagurinn litli var haldinn í Mörkinni í dag. Meira »

Vill hjálpa öðrum með sama sjúkdóm

Í gær, 20:40 Um 15.000 manns reima á sig hlaupaskóna nú á laugardag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Á meðan margir láta sér nægja að hlaupa fyrir sjálfa sig þá vilja aðrir láta gott af sér leiða. Meðal þeirra er hinn 13 ára Sebastian Örn Adamsson sem hleypur til styrktar Andartaki. Meira »

Vaðlaugin vekur lukku

Í gær, 20:15 Nýlega var tekin í notkun vaðlaug með volgu vatni í Hljómskálagarðinum. Laugin fékk kosningu í íbúakosningu í verkefninu: Hverfið mitt, hjá Reykjavíkurborg. Laugin höfðar greinilega til yngstu kynslóðarinnar sem var þar við leik í dag. Meira »

Tæknifræðinám í Hafnarfirði

Í gær, 20:14 Hafnarfjarðarbær og Háskóli Íslands hafa komist að samkomulagi um að skólinn komi upp aðstöðu fyrir tæknifræðinám í Menntasetrinu við Lækinn nú í haust. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti samninginn á fundi sínum í morgun. Meira »

Tvíburar á alþjóðlegri hátíð

Í gær, 19:45 „Við erum saman öllum stundum og oft veit ég hvað systir mín er að hugsa. Og eins og þú heyrir á tali okkar þá botna ég oft setningarnar sem systir mín kemur með og hún það sem ég segi. Oft er talað við okkur tvær sem eina manneskju sem getur verið pirrandi. Við hins vegar þekkjum ekkert annað líf en þetta og tökum þessu bara létt,“ segir Elín Hrönn Jónsdóttir í Hveragerði. Meira »

Brýtur í bága við dýravelferð

Í gær, 19:30 „Það sem við skiljum ekki og höfum ekki fengið haldbær rök fyrir, er hvers vegna lengri einangrun en 10 dagar er nauðsynleg þegar strangasta löggjöfin utan Íslands er 10 dagar,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ. Sjálf þekki hún dæmi þess að hundar hafi farið illa út úr einangrunarvistinni. Meira »
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Trékurlari óskast
Óska eftir að fá trékurlara til leigu eða kaups. Þarf að vera voldugur helst s...