Ríkisútvarpið fari af fjárlögum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram kemur í drögum að ályktunum landsþings Miðflokksins sem fram fer um helgina að flokkurinn leggi áherslu á skynsemisstefnuna sem byggi á því að greina úrlausnarefni samfélagsins og leita að skynsamlegstu lausnunum með því að hlusta á öll sjónarmið, vera opinn fyrir tillögum frá öllum hliðum og taka ákvörðun byggða á rökum.

Meðal þeirra málefna sem áhersla er lögð á er að sköpuð verði heildaráætlun sem tekur á öllum þáttum samfélagsins byggða á framtíðarsýn Miðflokksins fyrir landið. Meðal annars með tilliti til heilbrigðismála, menntamála, samgöngumála, fjarskiptamálum og ferðaþjónustu. Sérstaklega verði stutt við svonefnd kaldari svæði.

EES-samningnum verði hugsanlega sagt upp

Fram kemur að Miðflokkurinn vilji að löggæsla verði stórefld í landinu og þar með talið netöryggisstarf löggæslu. Landamæragæsla verði að sama skapi efld og öryggiseftirlit og tollgæsla aukin við komustaði til landsins. Ennfremur verði ávinningurinn af aðild Íslands að Schengen-samstarfinu verði metinn með hagsmuni Íslands í öndvegi.

Sömuleiðis er kallað eftir því að fram fari óháð mat á því hvort halda skuli áfram þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og óska eftir breytingum á EES-samningnum eða segja sig frá honum. Inngöngu landsins í Evrópusambandið er alfarið hafnað. Áhersla er lögð á mikilvægi aðildarinnar að NATO og varnarsamningsins við Bandaríkin.

Lögð er áhersla á að hraða til muna afgreiðslu hælisumsókna og leita leiða til að koma í veg fyrir tilhæfulausar umsóknir. Megináherslu verði lögð á hjálparstarf og fjárhagsaðstoð í löndum sem liggja nálægt stríðshrjáðum svæðum enda sé þörfin mest á þeim svæðum samkvæmt áliti flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Húsnæðisliður verði tekinn út úr neysluvísitölu

Dregið verði úr skerðingum hjá eldri borgurum og þær að lokum afnumdar. Þannig munu atvinnutekjur ekki skerða lífeyrisgreiðslur. Komið verði á sveigjanlegum starfslokum og þeim sem lokið hafa starfsævinni séu tryggðar tekjur sem standa undir sæmandi lífskjörum. Fjölga þurfi þjónustuíbúðum og hjúkrunarheimilum um land allt.

Gert er ráð fyrir því að Ríkisútvarpinu verði breytt á þann hátt að RÚV ohf. verði tekið af fjárlögum ríkisins og rekstur þess fjármagnaður með áskriftarsölu og á auglýsingamarkaði. Óheimilt verði  að veita fé af fjárlögum ríkisins til reksturs þess. Rás 1 verði verði rekin sem öryggis og menningarstöð og tryggt að útsendingar nái til allra landsmanna.

Þá er lögð áhersla á endurskipulagningu fjármálakerfisins, þak verði sett á vexti af nýjum verðtryggðum lánum þar til verðtrygging verði aflögð á neytendalánum. Húsnæðisliður verði tekinn út úr neysluvísitölu. Regluverk fyrir atvinnulífið verði einfaldað og tryggingagjald lækkað. Þá verði erfðafjárskattur afnuminn enda sé um að ræða tvísköttun.

Hér má lesa drögin að ályktunum Miðflokksins í heild

mbl.is

Innlent »

Umferðaróhapp á Kringlumýrarbraut

Í gær, 22:59 Umferðaróhapp varð á Kringlumýrarbraut við Borgartún rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sent bæði sjúkrabíl og dælubíl á vettvang. Meira »

Þungur dagur á Suðurlandi

Í gær, 21:34 Dagurinn hefur verið þungur og annasamur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, því auk víðtækrar leitar að manni sem fór í Ölfusá síðustu nótt lentu tveir bandarískir ferðamenn í slysi er þau voru við veiðar í Þingvallavatni. Meira »

Kuldaleg hvítasunna víða

Í gær, 21:00 Staðbundin snjókoma hefur verið á landinu í dag og þessa stundina er hreinlega vetrarlegt um að litast á Hólum í Hjaltadal. Snjóað hefur víðar á láglendi á norðvestanverðu landinu nú síðdegis og fram á kvöld og víðar til fjalla. Meira »

„Glaðir með hvað þetta gekk vel“

Í gær, 19:45 „Ef þeir hefðu farið frá bátnum hefði verið mjög erfitt að finna þá í ölduganginum sem var. Í svona aðstæðum eru það bara stærri skip eða þyrla sem hafa einhverja yfirsýn,“ segir Baldur Ingi Baldursson, formaður Skagfirðingasveitar, sem í gær kom tveimur til bjargar úr sjávarháska í Skagafirði. Meira »

Bílvelta á Þröskuldum

Í gær, 18:21 Veginum um Þröskulda var lokað vegna bílveltu síðdegis, en hann hefur verið opnaður á ný. Lögregla og sjúkralið frá Hólmavík mættu á vettvang slyssins, en minniháttar meiðsl urðu á tveimur farþegum. Meira »

Birtir samskipti oddvita við Vesturverk

Í gær, 18:00 „Þetta er mun verra en ég átti von á,“ segir Pétur Húni Björnsson, stjórnarmaður í Rjúkanda, samtaka um verndun umhverfis, náttúru og menningarminja í Árneshreppi, við mbl.is um samskipti Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita hreppsins, við Vesturverk og HS Orku. Meira »

Leitað við Ölfusá fram á kvöld

Í gær, 17:58 Enn er leitað að manninum sem fór út í Ölfusá laust eftir klukkan þrjú í nótt. Ef maðurinn finnst ekki í kvöld verður leitað áfram á morgun, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

30% Eurovision-áskorana að utan

Í gær, 17:28 „Mér þætti ótrúlegt að það væri meira en 70% af þessu Íslendingar,“ segir Árni Steingrímur Sigurðsson, stofnandi undirskriftarsöfnunar gegn þátttöku Íslands í Eurovision keppninni í Ísrael á næsta ári, í samtali við mbl.is. Meira »

Voru að veiða er slysið varð

Í gær, 17:12 Erlendu ferðamennirnir sem liggja þungt haldnir á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa lent í Þingvallavatni í dag voru við stangveiðar er slysið átti sér stað. Um er að ræða karl og konu. Sumarbústaðaeigandi við vatnið og þriðji ferðamaðurinn drógu fólkið upp úr vatninu og komu þeim í land. Meira »

Pútin hætti við Rússalán vegna AGS

Í gær, 14:10 Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, vildi gjarnan lána Íslendingum í hremmingum bankahrunsins en horfið var frá þeim áformum vegna aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og mbl.is. Meira »

Báðir mennirnir í lífshættu

Í gær, 13:53 Báðir mennirnir sem náðust upp úr Þingvallavatni í hádeginu í dag eru í lífshættu. Neyðarlínan fékk aðstoðarbeiðni frá hópi erlendra ferðamanna við vatnið. Þar hafði maður fallið ofan í og annar sem talið er að hafi ætlað sér að aðstoða viðkomandi örmagnast á sundi. Meira »

Rúmum og ísskápum stolið úr bílskúr

Í gær, 13:42 Innbrot í bílskúr í Keflavík var nýverið tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum. Þaðan hafði verið stolið sjö rúmum, tveimur ísskápum og þremur skápum. Meira »

Næstu skref í leitinni ákveðin í dag

Í gær, 13:27 Björgunarsveitirnar sem leituðu að manni í Ölfusá í nótt og í morgun eru flestar búnar með þau verkefni sem þær fengu úthlutuð fyrir hádegi. Meira »

Mennirnir náðust upp úr vatninu

Í gær, 13:03 Búið er að ná tveimur mönnum upp úr Þingvallavatni en leit hafði staðið yfir að þeim. Mennirnir eru á leiðinni með sjúkrabíl á Landspítalann. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá kafara á staðinn en mennirnir fundust ekki með þeirra hjálp. Meira »

Létu bankana snúast um sjálfa sig

Í gær, 12:41 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og mbl.is, sagði í morgun að hann sæi mest eftir því að hafa ekki sótt fastar, þegar hann var forsætisráðherra, að tryggja dreift eignarhald bankana þegar þeir voru einkavæddir á sínum tíma. Meira »

Leitað að mönnum á Þingvallavatni

Í gær, 12:33 Leit stendur yfir að tveimur einstaklingum sem eru í vanda staddir á Þingvallavatni. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent þrjá kafara á staðinn. Meira »

Að bjarga heiminum smá

Í gær, 12:11 Ólafur Egill Egilsson segir leiklistina vera hugsjónastarf en hann hefur nú fundið ástríðu fyrir leikstjórn og nýtur sín vel þeim megin á sviðinu. Hann fæst einnig við handritaskrif en mynd hans og Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, verður frumsýnd hér á landi á þriðjudaginn. Meira »

Segir tímasetninguna enga tilviljun

Í gær, 12:04 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að miðað hafi verið við þróun launavísitölu þegar launin hans voru ákvörðuð. Sjálfur hafi hann ekki þegið hækkun kjararáðs á laununum. Meira »

Ungur Palestínumaður bjargaði Einari

Í gær, 11:35 Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, er afar þakklátur palestínskum starfsmanni bensínstöðvar sem borgaði fyrir hann úr eigin vasa bensínið á bílinn hans þegar í ljós kom að hann var ekki með peninga á sér. Meira »
Hús á Seltjarnarnesi til leigu Einbýlis
Hús á Seltjarnarnesi til leigu Einbýlishús á sunnanverðu Seltjarnarnesi til leig...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Samaugl 20732/20724
Tilboð - útboð
*Nýtt í auglýsin...
Starfsmaður í þjónustu við atvinnutæki
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í þjónustu við atvinnutæki ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Tölvubíla hf ...
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...