Ríkisútvarpið fari af fjárlögum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram kemur í drögum að ályktunum landsþings Miðflokksins sem fram fer um helgina að flokkurinn leggi áherslu á skynsemisstefnuna sem byggi á því að greina úrlausnarefni samfélagsins og leita að skynsamlegstu lausnunum með því að hlusta á öll sjónarmið, vera opinn fyrir tillögum frá öllum hliðum og taka ákvörðun byggða á rökum.

Meðal þeirra málefna sem áhersla er lögð á er að sköpuð verði heildaráætlun sem tekur á öllum þáttum samfélagsins byggða á framtíðarsýn Miðflokksins fyrir landið. Meðal annars með tilliti til heilbrigðismála, menntamála, samgöngumála, fjarskiptamálum og ferðaþjónustu. Sérstaklega verði stutt við svonefnd kaldari svæði.

EES-samningnum verði hugsanlega sagt upp

Fram kemur að Miðflokkurinn vilji að löggæsla verði stórefld í landinu og þar með talið netöryggisstarf löggæslu. Landamæragæsla verði að sama skapi efld og öryggiseftirlit og tollgæsla aukin við komustaði til landsins. Ennfremur verði ávinningurinn af aðild Íslands að Schengen-samstarfinu verði metinn með hagsmuni Íslands í öndvegi.

Sömuleiðis er kallað eftir því að fram fari óháð mat á því hvort halda skuli áfram þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og óska eftir breytingum á EES-samningnum eða segja sig frá honum. Inngöngu landsins í Evrópusambandið er alfarið hafnað. Áhersla er lögð á mikilvægi aðildarinnar að NATO og varnarsamningsins við Bandaríkin.

Lögð er áhersla á að hraða til muna afgreiðslu hælisumsókna og leita leiða til að koma í veg fyrir tilhæfulausar umsóknir. Megináherslu verði lögð á hjálparstarf og fjárhagsaðstoð í löndum sem liggja nálægt stríðshrjáðum svæðum enda sé þörfin mest á þeim svæðum samkvæmt áliti flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Húsnæðisliður verði tekinn út úr neysluvísitölu

Dregið verði úr skerðingum hjá eldri borgurum og þær að lokum afnumdar. Þannig munu atvinnutekjur ekki skerða lífeyrisgreiðslur. Komið verði á sveigjanlegum starfslokum og þeim sem lokið hafa starfsævinni séu tryggðar tekjur sem standa undir sæmandi lífskjörum. Fjölga þurfi þjónustuíbúðum og hjúkrunarheimilum um land allt.

Gert er ráð fyrir því að Ríkisútvarpinu verði breytt á þann hátt að RÚV ohf. verði tekið af fjárlögum ríkisins og rekstur þess fjármagnaður með áskriftarsölu og á auglýsingamarkaði. Óheimilt verði  að veita fé af fjárlögum ríkisins til reksturs þess. Rás 1 verði verði rekin sem öryggis og menningarstöð og tryggt að útsendingar nái til allra landsmanna.

Þá er lögð áhersla á endurskipulagningu fjármálakerfisins, þak verði sett á vexti af nýjum verðtryggðum lánum þar til verðtrygging verði aflögð á neytendalánum. Húsnæðisliður verði tekinn út úr neysluvísitölu. Regluverk fyrir atvinnulífið verði einfaldað og tryggingagjald lækkað. Þá verði erfðafjárskattur afnuminn enda sé um að ræða tvísköttun.

Hér má lesa drögin að ályktunum Miðflokksins í heild

mbl.is

Innlent »

Ró yfir fæðingardeildum

12:44 Aðeins hefur ein beiðni um undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra borist síðasta sólarhringinn. Þetta segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefndinni fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Lögregluaðgerð í Grafarholti

12:17 Lögregluaðgerð var í gangi við Þórðarsveig í Grafarholti um hádegi í dag. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíll var á vettvangi. Slökkviliðið getur ekki gefið upplýsingar um málið aðrar en þær að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Meira »

Jafnan veitt án nærveru forseta

11:54 Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands. Meira »

Hafmeyjan kemst ekki á stallinn fyrir bleytutíð

10:59 „Það voru meiri skemmdir á henni en við bjuggumst við, hún hafði lent á grjóti og húðin, sem er á svona bronsstyttum, rispaðist á sporðinum að framanverðu. Búið er að gera við hana og hún hefur verið tilbúin síðan í febrúar,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Meira »

Hrókurinn fagnar 15 árum

10:30 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, bjóða í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, í dag. Meira »

Fjórtán sóttu um – þrír hættu við

10:05 Fjórtán sóttu um stöðu sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar en þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka.  Meira »

Koma þingforsetans rædd fyrir ári

09:48 Enginn þeirra þingmanna sem sitja í forsætisnefnd Alþingis telja að þeir hefðu gert athugasemd við aðkomu Piu Kjærsgaard að fullveldisafmælinu, lítandi til baka, nema Jón Þór Ólafsson. „Aldrei dottið það í hug. Ég er ekki að fá einstaklinginn, ég er að fá forseta þingsins,“ segir Brynjar Níelsson. Meira »

Kirkjugarður fannst á Utanverðunesi í Skagafirði

09:00 Forn kirkjugarður fannst á Utanverðunesi í Skagafirði við fornleifauppgröft í sumar. Gröfturinn er hluti Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknanna í Hegranesi, sem fara nú fram fjórða árið í röð. Meira »

Svæðið á hreyfingu fyrir skriðu

08:16 Fyrstu athuganir gefa til kynna að um sjö milljónir rúmmetra „vanti“ í hlíðar Fagraskógarfjalls ofan skriðtungunnar og dalbotnsins. Útbúið hefur verið landlíkan af skriðunni byggt á ljósmyndum sem teknar voru úr þyrlu, GPS mælingum og mælingum með TLS-leysitæki. Meira »

Ljósmæður á hlaupum um allt land

07:45 „Við reynum bara að taka á þessu eins og við getum,“ sagði Anna Björnsdóttir, deildarstjóri á kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi, um ástandið vegna kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra. Meira »

Meðalhitinn í júlí 9,9 stig

07:39 Meðalhiti í Reykjavík fyrstu tuttugu daga júlímánaðar er 9,9 stig. Það er 0,6 stigum neðan meðaltals áranna 1961-1990, og 2,0 neðan meðaltals sömu daga síðustu tíu ára. Meira »

Kólnar heldur næstu daga

07:12 Það kólnar heldur næstu daga en síðan fer hlýnandi aftur um miðja næstu viku, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands.   Meira »

Íslenskir bændur aflögufærir

06:10 „Bændur hugsa til kollega sinna á Norðurlöndunum. Það hafa verið erfiðleikar í öllum Norðurlandaríkjunum, í suðurhluta Finnlands, Svíþjóðar og Noregs og eiginlega í allri Danmörku, svo að bændur fara kannski ekkert að smyrja neitt á verðið með tilliti til þess,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Meira »

Eiga um 40 jarðir á Íslandi

05:57 Breski auðmaðurinn James Ratcliffe og viðskiptafélagar hans eiga nú hátt í 40 jarðir á Íslandi. Um 30 þessara jarða eru í Vopnafirði. Þá eiga þeir aðild að á þriðja tug félaga. Meira »

Dagur með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm

05:51 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á líffæri eins og augun og hjartalokur. Hann hefur hafið sterka lyfjameðferð. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hann í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Segir málið „storm í vatnsglasi“

Í gær, 23:18 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist velvirðingar á því ef orðaskipti á fundi borgarstjórnar 19. júní hafi vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri. Það gerir hún í bréfi sem hún sendi forsætisnefnd borgarstjórnar í dag. Meira »

Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

Í gær, 21:28 „Þegar það koma upp svona mál fer alveg svakalega neikvæð umræða af stað um Ísland sem hefur slæm áhrif. Við missum trúverðugleikann á að við séum að umgangast náttúruna af virðingu,“ segir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Margir hafa afbókað ferðir sínar í kjölfar veiða á blendingshval. Meira »

Skilar fálkaorðunni vegna Kjærsgaard

Í gær, 21:14 Kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún ætli að skila fálkaorðu sem hún var sæmd 1. janúar árið 2016. Elísabet segist ekki geta verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara. Meira »

Leita allra leiða vegna skorts

Í gær, 21:00 „Leitað er allra leiða til þess að takast á við fóðurskortinn í Noregi,“ segir Kåre Oskar Larsen, deildarstjóri fagdeildar ráðgjafarmiðstöðvar norsks landbúnaðar, í samtali við blaðamann mbl.is. Hann segir verið sé að samræma aðgerðir til þess að draga úr neikvæðum áhrifum þurrkana. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Aupair í Bandaríkjunum
Við óskum eftir aupair til að aðstoða við að reka heimilið. Vinnan felst fyrst o...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...