Ríkisútvarpið fari af fjárlögum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram kemur í drögum að ályktunum landsþings Miðflokksins sem fram fer um helgina að flokkurinn leggi áherslu á skynsemisstefnuna sem byggi á því að greina úrlausnarefni samfélagsins og leita að skynsamlegstu lausnunum með því að hlusta á öll sjónarmið, vera opinn fyrir tillögum frá öllum hliðum og taka ákvörðun byggða á rökum.

Meðal þeirra málefna sem áhersla er lögð á er að sköpuð verði heildaráætlun sem tekur á öllum þáttum samfélagsins byggða á framtíðarsýn Miðflokksins fyrir landið. Meðal annars með tilliti til heilbrigðismála, menntamála, samgöngumála, fjarskiptamálum og ferðaþjónustu. Sérstaklega verði stutt við svonefnd kaldari svæði.

EES-samningnum verði hugsanlega sagt upp

Fram kemur að Miðflokkurinn vilji að löggæsla verði stórefld í landinu og þar með talið netöryggisstarf löggæslu. Landamæragæsla verði að sama skapi efld og öryggiseftirlit og tollgæsla aukin við komustaði til landsins. Ennfremur verði ávinningurinn af aðild Íslands að Schengen-samstarfinu verði metinn með hagsmuni Íslands í öndvegi.

Sömuleiðis er kallað eftir því að fram fari óháð mat á því hvort halda skuli áfram þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og óska eftir breytingum á EES-samningnum eða segja sig frá honum. Inngöngu landsins í Evrópusambandið er alfarið hafnað. Áhersla er lögð á mikilvægi aðildarinnar að NATO og varnarsamningsins við Bandaríkin.

Lögð er áhersla á að hraða til muna afgreiðslu hælisumsókna og leita leiða til að koma í veg fyrir tilhæfulausar umsóknir. Megináherslu verði lögð á hjálparstarf og fjárhagsaðstoð í löndum sem liggja nálægt stríðshrjáðum svæðum enda sé þörfin mest á þeim svæðum samkvæmt áliti flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Húsnæðisliður verði tekinn út úr neysluvísitölu

Dregið verði úr skerðingum hjá eldri borgurum og þær að lokum afnumdar. Þannig munu atvinnutekjur ekki skerða lífeyrisgreiðslur. Komið verði á sveigjanlegum starfslokum og þeim sem lokið hafa starfsævinni séu tryggðar tekjur sem standa undir sæmandi lífskjörum. Fjölga þurfi þjónustuíbúðum og hjúkrunarheimilum um land allt.

Gert er ráð fyrir því að Ríkisútvarpinu verði breytt á þann hátt að RÚV ohf. verði tekið af fjárlögum ríkisins og rekstur þess fjármagnaður með áskriftarsölu og á auglýsingamarkaði. Óheimilt verði  að veita fé af fjárlögum ríkisins til reksturs þess. Rás 1 verði verði rekin sem öryggis og menningarstöð og tryggt að útsendingar nái til allra landsmanna.

Þá er lögð áhersla á endurskipulagningu fjármálakerfisins, þak verði sett á vexti af nýjum verðtryggðum lánum þar til verðtrygging verði aflögð á neytendalánum. Húsnæðisliður verði tekinn út úr neysluvísitölu. Regluverk fyrir atvinnulífið verði einfaldað og tryggingagjald lækkað. Þá verði erfðafjárskattur afnuminn enda sé um að ræða tvísköttun.

Hér má lesa drögin að ályktunum Miðflokksins í heild

mbl.is

Innlent »

Éljagangur á heiðum

07:02 Veðrið er víða óspennandi á landinu og segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands að að spáð sé éljum til fjalla vestan- og norðanlands. Þetta getur haft áhrif á akstursskilyrði á heiðum. Meira »

„Það er alltaf von, alltaf“

06:20 Tengsl geðrask­ana og sjálfs­víga eru vel þekkt en marg­ar geðrask­an­ir eru áhættuþætt­ir fyr­ir sjálfs­vígs­hegðun. Hið sama á við um sjálfsskaða og geðrask­an­ir. Að sögn Ingu Wessman sálfræðings er nauðsynlegt að starfsfólk á bráðamóttökum kunni að aðstoða fólk í sjálfsvígshættu. „Þetta fólk þarf aðstoð og aðstoðin á að vera til staðar því það er alltaf von, alltaf.“ Meira »

Tjónvaldur undir áhrifum vímuefna

05:44 Ung kona gistir fangageymslur lögreglunnar eftir að hafa valdið umferðaróhappi í Breiðholti á níunda tímanum í gærkvöldi. Reyndist hún vera undir áhrifum fíkniefna ásamt því að hafa aldrei fengið ökuréttindi. Meira »

Lágmarkslaun 375 þúsund

05:30 Stéttarfélagið Framsýn á Húsavík krefst þess í komandi kjaraviðræðum við atvinnurekendur að lágmarkslaun verði 375.000 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Meira »

Ekki náðist að fella 64 hreindýr

05:30 Ekki tókst að fella 64 hreindýr af þeim kvóta sem gefinn var út fyrir nýafstaðið veiðitímabil. Alls voru felld 1.346 hreindýr á tímabilinu. Heildarkvótinn á þessu ári er 1.450 dýr, þar af á að fella 40 hreinkýr í nóvember á svæði 8. Meira »

Upptökur leyfðar við dómsuppkvaðningu

05:30 Hæstiréttur ætlar að leyfa upptökur í hljóði og mynd þegar dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en almennt eru slíkar upptökur ekki leyfðar þegar þinghald fer fram. Meira »

Leggja til sameiningu prestakalla

05:30 Áform eru uppi um sameiningu prestakalla á sjö stöðum á landinu á næsta ári en yfirstjórn kirkjunnar hefur sent tillögur um sameiningu til sóknarnefnda og fleiri til umsagnar. Málið verður svo til umfjöllunar á kirkjuþingi í nóvember. Meira »

Mýrdælingar vilja fá jarðgöng

05:30 Haldnir hafa verið tveir fundir í Vík í Mýrdal með hagsmunaaðilum þar sem gerð jarðganga í gegnum Reynisfjall og gerð láglendisvegar hefur verið reifuð. M.a. hefur verið sagt frá reynslunni af rekstri Hvalfjarðarganga. Meira »

Stígur frá Hrafnagili til Akureyrar

05:30 Lagningu rúmlega sjö kílómetra göngu- og hjólastígs frá Hrafnagilshverfinu í Eyjafirði til Akureyrar er að ljúka. Þótt eftir sé að malbika síðasta spottann er hjólafólk farið að nota stíginn. Meira »

Pöntunarkerfi í stað verslunar

05:30 Pöntunarkerfi eða póstverslun í einhverri mynd eru þeir kostir helstir sem verið er að skoða í Árneshreppi á Ströndum. Verið er að loka versluninni sem þar hefur verið lengi og er ólíklegt að verslun verði rekin í Norðurfirði í vetur. Meira »

Fyrrverandi ráðherra furðar sig á afdrifum skýrslunnar

05:30 „Ég fékk þessa skýrslu um það leyti sem starfsstjórnin tók til starfa. Í henni komu fram margar ágætar ábendingar um umhverfi og rekstur Samgöngustofu sem ég ætlaði að láta halda áfram vinnu með. Það náðist að koma einhverju af stað, eins og rafrænum skráningum bíla en annað þurfti að kafa dýpra í.“ Meira »

Fullur stuðningur við samninganefndina

Í gær, 23:23 Fullum stuðningi var lýst yfir við forystu Læknafélags Reykjavíkur og samninganefnd þess í viðræðum við ríkið á fjölmennum fundi sérfræðilækna í kvöld. Meira »

Varasamt að kaupa lyf svart

Í gær, 22:46 „Við höfum ekki verið að sjá almenn lyf í þessum farvegi, það er þá bara eitthvað alveg nýtt,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld vegna frétta af því að fólki hafi boðist slík lyf á almennum markaði. Meira »

Skilorð og risasekt í Strawberries-máli

Í gær, 21:54 Landsréttur dæmdi á föstudag Viðar Má Friðfinnsson í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og gerði honum að greiða 242 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot á skattalögum og almennum hegningarlögum í starfi sínu sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félags sem rak kampavínsklúbbinn Strawberries. Þá var veitingahúsinu Læk, sem var í hans eigu, gert að greiða 158 milljóna króna sekt. Meira »

„Voru ekki lengi að smella í hann“

Í gær, 21:15 Skuttogarinn Ljósafell landaði um 95 tonnum af afla í morgun, en uppistaða aflans var þorskur og ufsi.  Meira »

Endurskoðaði allt sitt líf

Í gær, 19:45 Geðhvörf virðast vera jafntíð meðal kvenna og karla. Sjúk­dóm­ur­inn grein­ist oft­ast þegar fólk er á aldr­in­um 17-30 ára. Ágúst Kristján Stein­arrs­son, sjálf­stætt starf­andi stjórn­un­ar­ráðgjafi og jökla­leiðsögumaður, var greind­ur með geðhvörf árið 1999 þegar hann var nítj­án ára gam­all. Meira »

Búbblur og bjór af krana

Í gær, 19:38 Búbblubílar eru þekkt fyrirbæri erlendis en í sumar var boðið upp á þessa nýjung hérlendis. Það voru þær Ingveldur Ásta Björnsdóttir, Dagbjört Inga Hafliðadóttir og Guðrún Sigríður Ágústsdóttir sem ákváðu að þetta væri kjörið hérlendis fyrir hinar ýmsu uppákomur. Meira »

Gamlar Íslandsmyndir aðgengilegar

Í gær, 19:30 Nú er hægt að streyma gömlum heimildarmyndum sem teknar voru á Íslandi af dönskum kvikmyndargerðarmönnum snemma á síðustu öld í gegnum vef Dönsku kvikmyndastofnunarinnar. Þar má t.a.m. sjá myndir af leiðangri vísindamanna að Grímsvötnum árið 1936. Meira »

Ellefu hleðslustöðvar við flugvöllinn

Í gær, 19:16 Teknar hafa verið í notkun ellefu hleðslustöðvar fyrir rafbíla við Keflavíkurflugvöll sem ætlaðar eru fyrir farþega og starfsfólk á flugvellinum en Isavia hefur tekið rafbíla í sína þjónustu. Meira »