„Þetta hefur verið langþyngsti kúrsinn“

Nanna ákvað strax að láta ger­and­ann ekki eyðileggja fyr­ir sér ...
Nanna ákvað strax að láta ger­and­ann ekki eyðileggja fyr­ir sér drauma­námið. Ljósmynd/Aðsend

Nanna Elísa Jakobsdóttir varð fyrir ömurlegri lífsreynslu í ágúst síðastliðnum þegar henni var nauðgað af samnemanda við Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum. Hún tók erfiða ákvörðun um að tilkynna skólayfirvöldum um atvikið, án þess að vita hver viðbrögðin yrðu.

Málið var hins vegar strax tekið föstum tökum og eftir átta mánaða ítarlega rannsókn innan skólans var niðurstaðan sú að gerandanum var vikið úr skólanum og fær hann ekki að snúa aftur í Columbia. Nanna segist hafa fundið fyrir miklum létti þegar þetta varð ljóst - réttlætið hafi sigrað að lokum. Hún greindi frá niðurstöðu málsins á Facebook-síðu sinni um helgina og vonast til þess að það verði öðrum í svipuðum sporum hvatning til að segja frá.

Nanna segir í samtali við mbl.is að rannsóknarferlið hafi tekið mikið á sálina, en hún þurfti á sama tíma að hafa hugann við strembið námið. „Þetta hefur verið langþyngsti kúrsinn,“ segir hún og vísar til árásinnar og eftirmála hennar.

„Rannsóknarferlið tók ofboðslega langan tíma, bæði af því það var svo mikið af sönnunargögnum sem ég gat lagt fram, og af því strákurinn sem réðist á mig hafði bolmagn til þess að ráða aggressívan lögfræðing sem barðist alla leið og tókst að fresta málinu frekar oft. Ég var því alveg að gefast upp á tímabili,“ segir Nanna, en hún er á lokaári sínu í meistaranámi í Alþjóðasamskiptum með áherslu á mannréttindi.

Fannst hún alein og skammaðist sín

Fyrst eftir að ráðist var á Nönnu var hún ekki viss um að hún treysti sér til að segja frá og fara með málið lengra. „Mér fannst ég vera alveg alein og skammaðist mín ótrúlega mikið. Mér fannst þetta vera eitthvað sem var mér að kenna.“

Mikill stuðningur fjölskyldu og vina frá fyrstu stundu skiptu hins vegar öllu máli. Það var ekki þrýst á hana að tilkynna um málið og ákvörðunin var algjörlega tekin á hennar forsendum.

„Þegar ég kom heim eftir árásina þá tók frænka mín á móti mér, en ég bjó með henni á þessum tíma. Hún sá strax að það var ekki allt í lagi og ég var mjög marin. Ég treysti henni 100 prósent og gat rætt þetta við hana. Hún stakk upp á því að við færum á spítala og fór með mig þangað. Þar upplifði ég strax að þetta var ekki mitt persónulega vandamál sem ég þyrfti að skammast mín fyrir, heldur var þetta bæði heilbrigðis- og lögreglumál. Það var því mjög rétt að fara þangað.“

Nanna segir spítalann sem hún fór á hafa verið mjög vel í stakk búinn til að taka á móti fórnarlömbum kynferðisofbeldis. „Þau vissu algjörlega hvað þau voru að gera og ég fékk strax mikinn stuðning á spítalanum. Ég vissi ekkert hvernig tekið væri á svona málum í New York og var hrædd um að það yrði hlegið að mér eða ég ekki tekin alvarlega. Það skipti svo miklu máli hvernig var tekið á móti mér. Ég var tekin alvarlega.“

Mætti nauðgaranum í sinni skólabyggingu

Eftir að Nanna sagði vinum og fjölskyldu frá því sem hafði gerst hvöttu þau hana til að tilkynna árásina en sögðu samt að hún yrði að gera það sem hún teldi best fyrir sjálfa sig. Hún yrði fyrst og fremst að hugsa um sig og sína velferð. „Ég er í mjög erfiðu námi hérna úti og ég vissi að þetta myndi taka tíma og orku. Ég varð að meta hvort myndi færa mér meira frelsi, að tilkynna þetta eða ekki, og hvað væri best að gera til að ég gæti klárað námið mitt. Ég var búin að taka ákvörðun um að ég ætlaði ekki að láta hann skemma það fyrir mér. Ég var frekar viss um að ég vildi tilkynna en það var miklu erfiðara en ég hafði gert mér í hugarlund. Það var rosalega erfitt að taka þetta skref.“

Nanna bendir á að Columbia hafi ekki haft gott orð vegna þess hve illa var tekið var á sambærilegu máli innan skólans fyrir nokkrum árum. Í því tilfelli hafi skólinn í raun klúðrað málum beggja aðila, meints þolanda og meints geranda og komið illa fram við þau bæði. Þessi fyrri saga auðveldaði Nönnu síður en svo ákvarðanatökuna. En þegar hún mætti árásarmanninum í skólabyggingunni einn daginn fann hún strax hvað hún þurfti að gera. „Hann kom í mína byggingu, þar sem ég bjóst ekki við að sjá hann, og þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekkert val. Bæði út af mínu eigin öryggi og svo gat ekki horft upp á hann láta eins og ekkert hefði gerast á meðan ég upplifði það að heimur minn hefði hrunið. Eftir að hafa séð hann varð ákvörðunin miklu auðveldari og ég tilkynnti strax um málið.“

Hrædd um að vera ekki tekin alvarlega

Þetta var um tveimur vikum eftir árásina. Nanna hafði mikið magn sönnunargagna í höndunum sem hún hafði gætt vel; myndir sms-skilaboð og fleira, en um leið og hún tilkynnti atvikið var mál hennar tekið föstum tökum innan skólans. Eitthvað sem hún hafði ekki endilega búist við. „Það eru rosalega margir vinir mínir hérna sem treysta ekki kerfinu í skólanum. Umræðan í skólanum er allt önnur en á Íslandi. Þetta allt miklu meira tabú. Það er ein af ástæðunum fyrir því að skrifaði þennan status á Facebook,“ segir Nanna og vísar til færslunnar þar sem hún greindi frá niðurstöðu málsins.

„Ég get ekki lofað því að fólk upplifi sama réttlæti og ég, en ég get lofað því að manni líður betur að létta þessu af hjartanu sínu. Ég var svo hrædd um að þetta yrði ekki tekið alvarlega og vissi ekki hvernig ferlið yrði, en ég hef upplifað mikinn stuðning frá stjórnendum skólans.“

Í skólanum er sérstök skrifstofa sem rannsakar mál af þessu tagi og þar starfa fyrrverandi saksóknarar, að sögn Nönnu. „Skólinn hefur greinilega ákveðið að taka þessi mál föstum tökum eftir þetta slæma orðspor. Kannski of föstum tökum. Þetta var átta mánaða rannsókn, sem er mjög langur tími miðað við hvað þetta lá frekar ljóst fyrir,“ segir Nanna, en skólinn útvegaði henni góðan lögfræðing og sálfræðiaðstoð.

„Tók mikið frá mér“

Á föstudaginn kom svo loks niðurstaða í málið. Gerandanum var vísað úr skólanum og fær því ekki að útskrifast í vor eins og hann ætlaði að gera. Nanna segist hafa upplifað skrýtnar og blendnar tilfinningar þegar hún fékk fréttirnar. „Ég fann fyrst og fremst fyrir rosalega miklum létti, af því þetta var búið að vera svo langt ferli. Þetta markaði endalokin á þessu leiðinlega ferli. Ég fann líka fyrir sigurtilfinningu, þó það sé skrýtið að segja það. Það er svo sjaldan sem maður upplifir að réttlætið nái fram að ganga með þessum hætti. Þetta var góð tilfinning en hún var lituð miklum sársauka. Ég vildi auðvitað að ég hefði geta notið lífsins í New York í draumanáminu mínu. Þetta tók rosalega mikið á og tók mikið frá mér.“

Nanna hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð við Facebook-færslu sinni og vonar að henni hafi tekist að opna umræðuna um kynferðisofbeldi innan veggja skólans. Sjálf sótti hún styrk í umræðu um kynferðisofbeldi á Íslandi og þær samfélagsmiðlabyltingar sem átt hafa sér síðustu misseri. „Það er svo gott að koma úr svona opnu samfélagi þar sem þessi mál eru rædd eins og hvert annað heilbrigðis- eða lögreglumál. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Ég hef hugsað um það á hverjum degi hvað ég er þakklát aðkoma úr samfélagi, úr fjölskyldu og vinahópi þar sem má ræða svona. Ég veit ekki hvar ég væri annars. Mig langar til að leggja mitt lóð á vogarskálarnir í þeim efnum.“

Treysti sér ekki til að kæra til lögreglu

Nanna ákvað að kæra nauðgunina ekki til lögreglu, heldur láta skólann sjá um að refsa gerandanum fyrir brotið. Að baki þeirrar ákvörðunar liggja ýmsar ástæður. Meðal annars sú staðreynd að skólinn gat veitt henni öryggistilfinningu með aðgerðum sínum. Hún þurfti á því að halda að finnast hún örugg í skólanum.

„Ef þú tilkynnir svona atvik til skólans þá mega einstaklingarnir ekki hafa samband við hvorn annan. Það er litið mjög alvarlegum augum ef aðilar í svona málum reyna að hafa samskipti eða hóta einhverju. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að vita að hann gæti ekki haft samband við mig.

Skólinn gerði líka mína heimabyggingu að svæði sem hann mátti ekki fara inn á. Það voru þessar aðgerðir sem ég vissi að skólinn myndi strax grípa til sem gerðu það að verkum að ég tilkynnti þetta. Fyrsta skrefið var að upplifa öryggi í mínu nánast umhverfi.“

Lögfræðingur Nönnu sagði það sama og aðrir, að hún yrði fyrst og fremst að hugsa um sjálfa sig og meta hvort hún treysti sér til að kæra málið til lögreglu og hugsanlega fara með það fyrir dómstóla. „Hún sagði að það yrði miklu lengra og erfiðara ferli. Ég sá ekki fram á að geta bæði farið í gegnum þetta í skólanum og hjá lögreglunni. Þá lá fyrir að þetta yrði tvöföld vinna. Eins mikið og mér finnst að svona eigi að kæra til lögreglu, þá hafði ég ekki tíma, orku eða getu til að fara í gegnum það. Það er ákvörðun sem hver og einn verður að taka. Það skilur enginn stöðuna sem maður er í eftir svona upplifun nema að hafa sjálfur upplifað sambærilegt.“

Nanna segir þau viðurlög sem skólinn beitir vegna brotsins vera raunverulega refsingu fyrir gerandann. Sú staðreynd að hann fær ekki að ljúka námi getur haft mikil áhrif á líf hans. „Hann hefur væntanlega verið búið að byggja upp einhverja framtíð og þessi gráða er mjög mikilvæg. Þannig þetta er réttlæti. Það er frábært að sjá að réttlætið getið sigrað.“

mbl.is

Innlent »

Sjálfstæðisfélag um fullveldismál tímabært?

09:31 Tímabært og nauðsynlegt kann að vera að stofna félag innan Sjálfstæðisflokksins um fullveldismál að mati Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram á vefsíðu hans. Meira »

Aukið lánsfé fyrir fleiri hópa

08:38 Stefano Stoppani, forstjóri Creditinfo, segir fleiri hópa samfélagsins nú geta fengið aðgang að lánsfé.  Meira »

6.261 hlotið ríkisborgararétt sl. tíu ár

08:33 6.261 erlendum ríkisborgara eða borgurum án ríkisfangs hefur verið veitt íslenskt ríkisfang undanfarin tíu ár. Rúmlega 72 prósent þeirra eru 18 ára og eldri. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Meira »

Liðum mismunað á grundvelli kyns

08:18 „Ég var búin að finna fyrir þessu á eigin skinni í öllum liðum sem ég hef æft með. Það er enn mikið um misrétti í knattspyrnu,“ segir Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og knattspyrnukona, sem rannsakaði hvort og hvernig knattspyrnufélög mismuni kynjunum þegar umgjörð er annars vegar. Meira »

Vægi ferðaþjónustu ofmetið

08:08 Samtök ferðaþjónustunnar telja að vægi ferðaþjónustu á íslenskum vinnumarkaði kunni að vera verulega ofmetið í fyrri áætlunum. Þetta má lesa úr greiningu Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem byggir á nýjum ferðaþjónustureikningum Hagstofu Íslands. Meira »

Lúpínan hefur lokið hlutverki sínu

07:57 Lúpína hefur nýst Landgræðslunni vel sem landgræðslujurt á stórum sandsvæðum. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir þó að áður hafi þurft að leggja í heilmikinn kostnað við að friða svæðin og binda sandinn.. Meira »

Aukin nýting refsinga utan veggja fangelsa

07:37 „Við erum að sjá vinnu dómsmálaráðherra vera að skila sér en það mun auðvitað taka tíma að vinda ofan af þessum boðunarlistum sem eru uppsafnaður vandi,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, um fækkun fólks á boðunarlistum fangelsa hér á landi. Meira »

Vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi

06:59 Fremur hæg norðanátt ríkjandi í dag og því vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi. Skýjað framan af morgni suðvestanlands, en léttir síðan til þar með hita allt að 17 stigum að deginum þegar best lætur. Meira »

Lét öllum illum látum og endaði í klefa

05:53 Beiðni um aðstoð barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir miðnætti í gær vegna ferðamanns sem lét öllum illum látum á gistiheimili í miðborginni. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veitti harða mótspyrnu við handtöku. Meira »

Skipulagsmál í höfn

05:30 Skipulagsstofnun gerir aðeins minniháttar tæknilegar athugasemdir við drög að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun á Ströndum sem Árneshreppur gerir. Meira »

Færri umsóknir um alþjóðlega vernd

05:30 Þótt aðeins þrír íraskir flóttamenn hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi í júlímánuði eru Írakar fjölmennasti hópur flóttamanna það sem af er ári. Alls hefur 71 Íraki sótt um vernd hér á landi fyrstu sjö mánuði ársins. Meira »

Minna um biðlista á landsbyggðinni

05:30 Betur virðist ganga að finna starfsfólk á frístundaheimili landsbyggðarinnar en Reykjavíkur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að enn ætti eftir að manna stöður á frístundaheimilum í Reykjavík en vonast er til þess að vandamálið verði leyst bráðlega. . Meira »

Borgin semur við Borg um borðið

05:30 Trésmiðjan Borg ehf. á Sauðárkróki mun smíða nýtt borð í borgarstjórnarsal Ráðhússins. Gengið var frá samningum í fyrradag.   Meira »

Áhættumat ekki á vetur setjandi

05:30 Áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna slysasleppinga á eldislaxi sætir harðri gagnrýni í skýrslu Laxa fiskeldis ehf. um aukningu á heimildum til laxeldis í sjókvíum í Reyðarfirði. Meira »

Ný göng yrðu lengri

05:30 Gangaleið með tvístefnuumferð er langhagkvæmasti kostur tvöföldunar Hvalfjarðarganga. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sérfræðinga Vegagerðarinnar og Mannvits. Meira »

Dálítil rigning í kortunum

Í gær, 23:33 Dálítil rigning eða súld verður í flestum landshlutum næsta sólarhringinn, en úrkomulítið á Suðvesturlandi. Gera má ráð fyrir norðaustanátt, 8-13 metrum á sekúndu, á Vestfjörðum, en annars hægari vindi. Meira »

Góðir hlustendur og sálfræðingar

Í gær, 21:50 Rakarastofa Björns og Kjartans á Selfossi fagnar 70 ára afmæli í dag og verður boðið upp á kaffi og meðlæti í tilefni dagsins. Í haust verður svo afmælispartí. „Þá gerum við afa góð skil,“ segir Kjartan Björnsson hárskeri, einn fjögurra bræðra. Meira »

Nota stór orð til að „dreifa athyglinni“

Í gær, 20:58 Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það fjarri sannleikanum að fulltrúar flokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur hafi sett á svið „eitthvert leikrit“ þegar þeir gengu af fundi ráðsins í morgun. Meira »

Íhuga nýja málsókn gegn veiðiþjófum

Í gær, 20:44 „Veiðifélagið íhugar það alvarlega að fara í einkamál við þessa þjófa. Sérstaklega á grundvelli þess að þeir hafa nú þegar verið sakfelldir fyrir þjófnað,“ segir formaður veiðifélags Þverár og Kjarrár. Veiðiþjófar sem játuðu sök fyrir dómi voru sýknaðir af skaðabótakröfum og þurftu einungis að greiða 50 þúsund króna sekt. Landssamband veiðifélaga vill að refsirammi slíkra brota verði hækkaður. Meira »
Max
...
Bosch þvottavél til sölu
Góð Bosch þvottavél er til sölu í 108 Reykjavík. Verð: 20.000 kr. Hafið samb...
Ukulele
...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Skrifstofuhúsnæði til leigu að Smiðjuvegi 3. Hentugt fyrir allt að 6 starfsmenn...