„Þetta hefur verið langþyngsti kúrsinn“

Nanna ákvað strax að láta ger­and­ann ekki eyðileggja fyr­ir sér ...
Nanna ákvað strax að láta ger­and­ann ekki eyðileggja fyr­ir sér drauma­námið. Ljósmynd/Aðsend

Nanna Elísa Jakobsdóttir varð fyrir ömurlegri lífsreynslu í ágúst síðastliðnum þegar henni var nauðgað af samnemanda við Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum. Hún tók erfiða ákvörðun um að tilkynna skólayfirvöldum um atvikið, án þess að vita hver viðbrögðin yrðu.

Málið var hins vegar strax tekið föstum tökum og eftir átta mánaða ítarlega rannsókn innan skólans var niðurstaðan sú að gerandanum var vikið úr skólanum og fær hann ekki að snúa aftur í Columbia. Nanna segist hafa fundið fyrir miklum létti þegar þetta varð ljóst - réttlætið hafi sigrað að lokum. Hún greindi frá niðurstöðu málsins á Facebook-síðu sinni um helgina og vonast til þess að það verði öðrum í svipuðum sporum hvatning til að segja frá.

Nanna segir í samtali við mbl.is að rannsóknarferlið hafi tekið mikið á sálina, en hún þurfti á sama tíma að hafa hugann við strembið námið. „Þetta hefur verið langþyngsti kúrsinn,“ segir hún og vísar til árásinnar og eftirmála hennar.

„Rannsóknarferlið tók ofboðslega langan tíma, bæði af því það var svo mikið af sönnunargögnum sem ég gat lagt fram, og af því strákurinn sem réðist á mig hafði bolmagn til þess að ráða aggressívan lögfræðing sem barðist alla leið og tókst að fresta málinu frekar oft. Ég var því alveg að gefast upp á tímabili,“ segir Nanna, en hún er á lokaári sínu í meistaranámi í Alþjóðasamskiptum með áherslu á mannréttindi.

Fannst hún alein og skammaðist sín

Fyrst eftir að ráðist var á Nönnu var hún ekki viss um að hún treysti sér til að segja frá og fara með málið lengra. „Mér fannst ég vera alveg alein og skammaðist mín ótrúlega mikið. Mér fannst þetta vera eitthvað sem var mér að kenna.“

Mikill stuðningur fjölskyldu og vina frá fyrstu stundu skiptu hins vegar öllu máli. Það var ekki þrýst á hana að tilkynna um málið og ákvörðunin var algjörlega tekin á hennar forsendum.

„Þegar ég kom heim eftir árásina þá tók frænka mín á móti mér, en ég bjó með henni á þessum tíma. Hún sá strax að það var ekki allt í lagi og ég var mjög marin. Ég treysti henni 100 prósent og gat rætt þetta við hana. Hún stakk upp á því að við færum á spítala og fór með mig þangað. Þar upplifði ég strax að þetta var ekki mitt persónulega vandamál sem ég þyrfti að skammast mín fyrir, heldur var þetta bæði heilbrigðis- og lögreglumál. Það var því mjög rétt að fara þangað.“

Nanna segir spítalann sem hún fór á hafa verið mjög vel í stakk búinn til að taka á móti fórnarlömbum kynferðisofbeldis. „Þau vissu algjörlega hvað þau voru að gera og ég fékk strax mikinn stuðning á spítalanum. Ég vissi ekkert hvernig tekið væri á svona málum í New York og var hrædd um að það yrði hlegið að mér eða ég ekki tekin alvarlega. Það skipti svo miklu máli hvernig var tekið á móti mér. Ég var tekin alvarlega.“

Mætti nauðgaranum í sinni skólabyggingu

Eftir að Nanna sagði vinum og fjölskyldu frá því sem hafði gerst hvöttu þau hana til að tilkynna árásina en sögðu samt að hún yrði að gera það sem hún teldi best fyrir sjálfa sig. Hún yrði fyrst og fremst að hugsa um sig og sína velferð. „Ég er í mjög erfiðu námi hérna úti og ég vissi að þetta myndi taka tíma og orku. Ég varð að meta hvort myndi færa mér meira frelsi, að tilkynna þetta eða ekki, og hvað væri best að gera til að ég gæti klárað námið mitt. Ég var búin að taka ákvörðun um að ég ætlaði ekki að láta hann skemma það fyrir mér. Ég var frekar viss um að ég vildi tilkynna en það var miklu erfiðara en ég hafði gert mér í hugarlund. Það var rosalega erfitt að taka þetta skref.“

Nanna bendir á að Columbia hafi ekki haft gott orð vegna þess hve illa var tekið var á sambærilegu máli innan skólans fyrir nokkrum árum. Í því tilfelli hafi skólinn í raun klúðrað málum beggja aðila, meints þolanda og meints geranda og komið illa fram við þau bæði. Þessi fyrri saga auðveldaði Nönnu síður en svo ákvarðanatökuna. En þegar hún mætti árásarmanninum í skólabyggingunni einn daginn fann hún strax hvað hún þurfti að gera. „Hann kom í mína byggingu, þar sem ég bjóst ekki við að sjá hann, og þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekkert val. Bæði út af mínu eigin öryggi og svo gat ekki horft upp á hann láta eins og ekkert hefði gerast á meðan ég upplifði það að heimur minn hefði hrunið. Eftir að hafa séð hann varð ákvörðunin miklu auðveldari og ég tilkynnti strax um málið.“

Hrædd um að vera ekki tekin alvarlega

Þetta var um tveimur vikum eftir árásina. Nanna hafði mikið magn sönnunargagna í höndunum sem hún hafði gætt vel; myndir sms-skilaboð og fleira, en um leið og hún tilkynnti atvikið var mál hennar tekið föstum tökum innan skólans. Eitthvað sem hún hafði ekki endilega búist við. „Það eru rosalega margir vinir mínir hérna sem treysta ekki kerfinu í skólanum. Umræðan í skólanum er allt önnur en á Íslandi. Þetta allt miklu meira tabú. Það er ein af ástæðunum fyrir því að skrifaði þennan status á Facebook,“ segir Nanna og vísar til færslunnar þar sem hún greindi frá niðurstöðu málsins.

„Ég get ekki lofað því að fólk upplifi sama réttlæti og ég, en ég get lofað því að manni líður betur að létta þessu af hjartanu sínu. Ég var svo hrædd um að þetta yrði ekki tekið alvarlega og vissi ekki hvernig ferlið yrði, en ég hef upplifað mikinn stuðning frá stjórnendum skólans.“

Í skólanum er sérstök skrifstofa sem rannsakar mál af þessu tagi og þar starfa fyrrverandi saksóknarar, að sögn Nönnu. „Skólinn hefur greinilega ákveðið að taka þessi mál föstum tökum eftir þetta slæma orðspor. Kannski of föstum tökum. Þetta var átta mánaða rannsókn, sem er mjög langur tími miðað við hvað þetta lá frekar ljóst fyrir,“ segir Nanna, en skólinn útvegaði henni góðan lögfræðing og sálfræðiaðstoð.

„Tók mikið frá mér“

Á föstudaginn kom svo loks niðurstaða í málið. Gerandanum var vísað úr skólanum og fær því ekki að útskrifast í vor eins og hann ætlaði að gera. Nanna segist hafa upplifað skrýtnar og blendnar tilfinningar þegar hún fékk fréttirnar. „Ég fann fyrst og fremst fyrir rosalega miklum létti, af því þetta var búið að vera svo langt ferli. Þetta markaði endalokin á þessu leiðinlega ferli. Ég fann líka fyrir sigurtilfinningu, þó það sé skrýtið að segja það. Það er svo sjaldan sem maður upplifir að réttlætið nái fram að ganga með þessum hætti. Þetta var góð tilfinning en hún var lituð miklum sársauka. Ég vildi auðvitað að ég hefði geta notið lífsins í New York í draumanáminu mínu. Þetta tók rosalega mikið á og tók mikið frá mér.“

Nanna hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð við Facebook-færslu sinni og vonar að henni hafi tekist að opna umræðuna um kynferðisofbeldi innan veggja skólans. Sjálf sótti hún styrk í umræðu um kynferðisofbeldi á Íslandi og þær samfélagsmiðlabyltingar sem átt hafa sér síðustu misseri. „Það er svo gott að koma úr svona opnu samfélagi þar sem þessi mál eru rædd eins og hvert annað heilbrigðis- eða lögreglumál. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Ég hef hugsað um það á hverjum degi hvað ég er þakklát aðkoma úr samfélagi, úr fjölskyldu og vinahópi þar sem má ræða svona. Ég veit ekki hvar ég væri annars. Mig langar til að leggja mitt lóð á vogarskálarnir í þeim efnum.“

Treysti sér ekki til að kæra til lögreglu

Nanna ákvað að kæra nauðgunina ekki til lögreglu, heldur láta skólann sjá um að refsa gerandanum fyrir brotið. Að baki þeirrar ákvörðunar liggja ýmsar ástæður. Meðal annars sú staðreynd að skólinn gat veitt henni öryggistilfinningu með aðgerðum sínum. Hún þurfti á því að halda að finnast hún örugg í skólanum.

„Ef þú tilkynnir svona atvik til skólans þá mega einstaklingarnir ekki hafa samband við hvorn annan. Það er litið mjög alvarlegum augum ef aðilar í svona málum reyna að hafa samskipti eða hóta einhverju. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að vita að hann gæti ekki haft samband við mig.

Skólinn gerði líka mína heimabyggingu að svæði sem hann mátti ekki fara inn á. Það voru þessar aðgerðir sem ég vissi að skólinn myndi strax grípa til sem gerðu það að verkum að ég tilkynnti þetta. Fyrsta skrefið var að upplifa öryggi í mínu nánast umhverfi.“

Lögfræðingur Nönnu sagði það sama og aðrir, að hún yrði fyrst og fremst að hugsa um sjálfa sig og meta hvort hún treysti sér til að kæra málið til lögreglu og hugsanlega fara með það fyrir dómstóla. „Hún sagði að það yrði miklu lengra og erfiðara ferli. Ég sá ekki fram á að geta bæði farið í gegnum þetta í skólanum og hjá lögreglunni. Þá lá fyrir að þetta yrði tvöföld vinna. Eins mikið og mér finnst að svona eigi að kæra til lögreglu, þá hafði ég ekki tíma, orku eða getu til að fara í gegnum það. Það er ákvörðun sem hver og einn verður að taka. Það skilur enginn stöðuna sem maður er í eftir svona upplifun nema að hafa sjálfur upplifað sambærilegt.“

Nanna segir þau viðurlög sem skólinn beitir vegna brotsins vera raunverulega refsingu fyrir gerandann. Sú staðreynd að hann fær ekki að ljúka námi getur haft mikil áhrif á líf hans. „Hann hefur væntanlega verið búið að byggja upp einhverja framtíð og þessi gráða er mjög mikilvæg. Þannig þetta er réttlæti. Það er frábært að sjá að réttlætið getið sigrað.“

mbl.is

Innlent »

Hugsað til að létta ráðherra lífið

Í gær, 23:31 Fulltrúi í dómnefnd um hæfi dómara lét þess getið í umræðum í málstofu á lagadeginum í lok síðasta mánaðar að nefndin hefði valið þá leið að meta 15 umsækjendur hæfa í 15 embætti Landsréttardómara til þess að létta dómsmálaráðherra lífið svo hann þyrfti ekki sjálfur að velja á milli umsækjenda og hætta sér þannig út í pólitískar deilur. Meira »

Strætó og Tólfan í samstarf

Í gær, 23:04 Strætó og Tólfan hafa tekið höndum saman fyrir HM í Rússlandi og ætla að búa til heilmerktan Stuðningsmannavagn tileinkaðan íslenska landsliðinu í fótbolta. Meira »

Vilja ekki vera í sumarfríi

Í gær, 22:25 „Við erum vinir með leiklistarbakteríu sem skildum ekki hvers vegna leikhúsin fara alltaf í sumarfrí,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, einn af stofnendum leikhópsins Lottu. Meira »

Veittu enga lögfræðiráðgjöf

Í gær, 21:48 HS orka veitti enga lögfræðiráðgjöf við oddvita og hreppsnefnd Árneshrepps um málefni Hvalárvirkjunar. Að mati fyrirtækisins hefur hið andstæða komið fram í fréttum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu, en tölvupóstar sem staðfesta þetta að mati fyrirtækisins voru sendir mbl.is samhliða tilkynningunni og má í heild sinni finna í viðhengi neðst í fréttinni. Meira »

„Ég veit þeir verða alveg að drepast“

Í gær, 21:21 Það eru ekki margir sem stunda sundpóló á Íslandi, íþróttin var engu að síður fyrsta liðaíþróttinn sem Ísland keppti í á ólympíuleikum og var það árið 1936 í Berlín. Mjölnir og Grandi 101 Crossfit muni reyna með sér í sundpóló í góðgerðaskyni sem hluti af sundpólóleikum á laugardag. Meira »

Snýst um að lifa af

Í gær, 21:01 „Ég hef selt mig, ég hef þurft að gera ýmislegt, brjótast inn, ég hef verið í yfirgefnum húsum. Þetta snerist bara um að lifa af. Og það er bara survival [lífsbjörg] fyrir mig að selja mig. Hvað átti ég að gera?“ Þetta seg­ir kven­fangi sem Arn­dís Vil­hjálms­dótt­ir, geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og meist­ara­nemi, ræddi við. Meira »

Fara á Barnaspítala hringsins

Í gær, 21:00 Sýningar- og körfuboltalið Harlem Globetrotters heldur sýningu í Keflavík og Reykjavík á næstunni. Björgvin Rúnarsson, umboðsmaður liðsins, fór yfir aðdraganda þess og sagði hlustendum K100 frá liðinu og dagskrá þess hér á landi. Meira »

„Skipulögð árás á ísraelskt landsvæði“

Í gær, 20:51 „Umfjöllun fjölmiðla virðist einhliða," var á meðal þess sem Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Noregi og Íslandi, sagði á blaðamannafundi í Reykjavík í dag, en hann er í sérstakri heimsókn á Íslandi þar sem hann ræddi um nýleg átök Ísraels og Palestínu og umræður um þau hér á landi. Meira »

Flotið um í þyngdarleysi á Hlemmi

Í gær, 20:45 Á Rauðarárstígnum rétt hjá Hlemmi Mathöll er nú hægt að upplifa að fljóta í þyngdarleysi í sérstökum flottönkum. Slíkir tankar hafa meðal annars verið notaðir af NASA og af bandaríska hernum til að rannsaka mannshugann. Meira »

Nýr nytjamarkaður í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Dalshrauni í Hafnarfirði var nýverið opnaður bjartur og fallegur nytjamarkaður á vegum ABC barnahjálpar. Þar kennir ýmissa grasa, en á nytjamarkaðnum er hægt að kaupa allt frá golfkúlum yfir í falleg antíkhúsgögn. Meira »

Fjórfalt fleiri ábendingar til Þjóðskrár

Í gær, 20:19 Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur fengið frá Þjóðskrá Íslands hefur stofnunin til skoðunar lögheimilisskráningu fjögurra frambjóðenda. Ábendingum vegna rangrar skráningar lögheimilis fyrir maímánuð hefur til þessa fjölgað um 464% milli ára. Meira »

Keyrði undir áhrifum inn á skólalóð

Í gær, 20:11 Karlmaður á fertugsaldri hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir umferðar- og hegningarlagabrot. Maðurinn var handtekinn 1. júlí árið 2016 eftir eftirför lögreglu, en hann hafði þá m.a. ekið bifreið sinni undir áhrifum ávana- og fíkniefna inn á skólalóð Hofsstaðaskóla. Meira »

Menning sem lítur á lyf sem lausn

Í gær, 19:16 Starfshópur, sem falið var að gera tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja, skilaði heilbrigðisráðherra í dag skýrslu með tillögum sínum. Fjallað er í skýrslunni um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja sem víða er vaxandi vandamál. Meira »

Borgarbúar munu kjósa um borgarlínu

Í gær, 19:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir borgarstjórnarkosningarnar á laugardaginn meðal annars snúast um borgarlínu. Hann er opinn fyrir hugmynd um fluglest. Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir húsnæðisvanda eiga þátt í að samkeppnishæfni borgarinnar hafi minnkað. Meira »

Stefáns Hilmarsson bæjarlistamaður

Í gær, 18:48 Stefán Hilmarsson tónlistarmaður var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs 2018 við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ. Stefán, sem er fæddur 1966, hefur starfað við tónlist meira eða minna frá tvítugsaldri. Meira »

Í framboði í Reykjavík búsett í Garðabæ

Í gær, 18:45 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavík og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, staðfestir við mbl.is að hún hafi fært lögheimili sitt úr Garðabæ til Reykjavíkur, þrátt fyrir að halda búsetu sinni óbreyttri í Garðabæ. Meira »

„Útfararstjóri“ dæmdur fyrir skattalagabrot

Í gær, 18:44 Karlmaður á fimmtugsaldri, Gunnar Rúnar Gunnarsson, var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Honum var gert að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum tveggja einkahlutafélaga. Meira »

Stærsta skemmtiferðaskip á Íslandi

Í gær, 18:32 Stærsta skemmtiferðaskip sem til Íslands kemur í sumar er væntanlegt til Reykjavíkur á laugardag. Skipið, sem ber nafnið MSC Meraviglia, verður stærsta skemmtiferðaskip sem hingað hefur komið. Meira »

Fangelsi fyrir að nauðga vinkonu

Í gær, 18:23 Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga vinkonu sinni og til þess að greiða henni 1,8 milljónir króna í miskabætur auk vaxta. Þá var hann dæmdur til þess að greiða tæplega 2,5 milljónir króna í málskostnað. Meira »
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Til leigu
Til leigu Rekstur á söluturni í Grafarvogi upplýsingar snot ra1950@gmail.com...
BOKIN.IS TEIKNIMYNDASÖGUR -mikið úrval -BOKIN.IS ÚRVAL MYNDLISTARBÓKA á bokin.is BOKIN.IS
MIKIÐ ÚRVAL AF BÓKUM ER Á BOKIN.IS YFIR 13 200 BÆKUR ERU NÚ SKRÁÐAR ...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Sumarstörf n1
Önnur störf
Vilt þú vinna á líflegum vinnustað í s...
Vélstjóri
Sjávarútvegur
Vélstjóri óskast á Dala Rafn VE 508, ...
Fræðslufulltrúi 50%
Önnur störf
Fræðslufulltrúi - 50...