„Þetta hefur verið langþyngsti kúrsinn“

Nanna ákvað strax að láta ger­and­ann ekki eyðileggja fyr­ir sér ...
Nanna ákvað strax að láta ger­and­ann ekki eyðileggja fyr­ir sér drauma­námið. Ljósmynd/Aðsend

Nanna Elísa Jakobsdóttir varð fyrir ömurlegri lífsreynslu í ágúst síðastliðnum þegar henni var nauðgað af samnemanda við Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum. Hún tók erfiða ákvörðun um að tilkynna skólayfirvöldum um atvikið, án þess að vita hver viðbrögðin yrðu.

Málið var hins vegar strax tekið föstum tökum og eftir átta mánaða ítarlega rannsókn innan skólans var niðurstaðan sú að gerandanum var vikið úr skólanum og fær hann ekki að snúa aftur í Columbia. Nanna segist hafa fundið fyrir miklum létti þegar þetta varð ljóst - réttlætið hafi sigrað að lokum. Hún greindi frá niðurstöðu málsins á Facebook-síðu sinni um helgina og vonast til þess að það verði öðrum í svipuðum sporum hvatning til að segja frá.

Nanna segir í samtali við mbl.is að rannsóknarferlið hafi tekið mikið á sálina, en hún þurfti á sama tíma að hafa hugann við strembið námið. „Þetta hefur verið langþyngsti kúrsinn,“ segir hún og vísar til árásinnar og eftirmála hennar.

„Rannsóknarferlið tók ofboðslega langan tíma, bæði af því það var svo mikið af sönnunargögnum sem ég gat lagt fram, og af því strákurinn sem réðist á mig hafði bolmagn til þess að ráða aggressívan lögfræðing sem barðist alla leið og tókst að fresta málinu frekar oft. Ég var því alveg að gefast upp á tímabili,“ segir Nanna, en hún er á lokaári sínu í meistaranámi í Alþjóðasamskiptum með áherslu á mannréttindi.

Fannst hún alein og skammaðist sín

Fyrst eftir að ráðist var á Nönnu var hún ekki viss um að hún treysti sér til að segja frá og fara með málið lengra. „Mér fannst ég vera alveg alein og skammaðist mín ótrúlega mikið. Mér fannst þetta vera eitthvað sem var mér að kenna.“

Mikill stuðningur fjölskyldu og vina frá fyrstu stundu skiptu hins vegar öllu máli. Það var ekki þrýst á hana að tilkynna um málið og ákvörðunin var algjörlega tekin á hennar forsendum.

„Þegar ég kom heim eftir árásina þá tók frænka mín á móti mér, en ég bjó með henni á þessum tíma. Hún sá strax að það var ekki allt í lagi og ég var mjög marin. Ég treysti henni 100 prósent og gat rætt þetta við hana. Hún stakk upp á því að við færum á spítala og fór með mig þangað. Þar upplifði ég strax að þetta var ekki mitt persónulega vandamál sem ég þyrfti að skammast mín fyrir, heldur var þetta bæði heilbrigðis- og lögreglumál. Það var því mjög rétt að fara þangað.“

Nanna segir spítalann sem hún fór á hafa verið mjög vel í stakk búinn til að taka á móti fórnarlömbum kynferðisofbeldis. „Þau vissu algjörlega hvað þau voru að gera og ég fékk strax mikinn stuðning á spítalanum. Ég vissi ekkert hvernig tekið væri á svona málum í New York og var hrædd um að það yrði hlegið að mér eða ég ekki tekin alvarlega. Það skipti svo miklu máli hvernig var tekið á móti mér. Ég var tekin alvarlega.“

Mætti nauðgaranum í sinni skólabyggingu

Eftir að Nanna sagði vinum og fjölskyldu frá því sem hafði gerst hvöttu þau hana til að tilkynna árásina en sögðu samt að hún yrði að gera það sem hún teldi best fyrir sjálfa sig. Hún yrði fyrst og fremst að hugsa um sig og sína velferð. „Ég er í mjög erfiðu námi hérna úti og ég vissi að þetta myndi taka tíma og orku. Ég varð að meta hvort myndi færa mér meira frelsi, að tilkynna þetta eða ekki, og hvað væri best að gera til að ég gæti klárað námið mitt. Ég var búin að taka ákvörðun um að ég ætlaði ekki að láta hann skemma það fyrir mér. Ég var frekar viss um að ég vildi tilkynna en það var miklu erfiðara en ég hafði gert mér í hugarlund. Það var rosalega erfitt að taka þetta skref.“

Nanna bendir á að Columbia hafi ekki haft gott orð vegna þess hve illa var tekið var á sambærilegu máli innan skólans fyrir nokkrum árum. Í því tilfelli hafi skólinn í raun klúðrað málum beggja aðila, meints þolanda og meints geranda og komið illa fram við þau bæði. Þessi fyrri saga auðveldaði Nönnu síður en svo ákvarðanatökuna. En þegar hún mætti árásarmanninum í skólabyggingunni einn daginn fann hún strax hvað hún þurfti að gera. „Hann kom í mína byggingu, þar sem ég bjóst ekki við að sjá hann, og þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekkert val. Bæði út af mínu eigin öryggi og svo gat ekki horft upp á hann láta eins og ekkert hefði gerast á meðan ég upplifði það að heimur minn hefði hrunið. Eftir að hafa séð hann varð ákvörðunin miklu auðveldari og ég tilkynnti strax um málið.“

Hrædd um að vera ekki tekin alvarlega

Þetta var um tveimur vikum eftir árásina. Nanna hafði mikið magn sönnunargagna í höndunum sem hún hafði gætt vel; myndir sms-skilaboð og fleira, en um leið og hún tilkynnti atvikið var mál hennar tekið föstum tökum innan skólans. Eitthvað sem hún hafði ekki endilega búist við. „Það eru rosalega margir vinir mínir hérna sem treysta ekki kerfinu í skólanum. Umræðan í skólanum er allt önnur en á Íslandi. Þetta allt miklu meira tabú. Það er ein af ástæðunum fyrir því að skrifaði þennan status á Facebook,“ segir Nanna og vísar til færslunnar þar sem hún greindi frá niðurstöðu málsins.

„Ég get ekki lofað því að fólk upplifi sama réttlæti og ég, en ég get lofað því að manni líður betur að létta þessu af hjartanu sínu. Ég var svo hrædd um að þetta yrði ekki tekið alvarlega og vissi ekki hvernig ferlið yrði, en ég hef upplifað mikinn stuðning frá stjórnendum skólans.“

Í skólanum er sérstök skrifstofa sem rannsakar mál af þessu tagi og þar starfa fyrrverandi saksóknarar, að sögn Nönnu. „Skólinn hefur greinilega ákveðið að taka þessi mál föstum tökum eftir þetta slæma orðspor. Kannski of föstum tökum. Þetta var átta mánaða rannsókn, sem er mjög langur tími miðað við hvað þetta lá frekar ljóst fyrir,“ segir Nanna, en skólinn útvegaði henni góðan lögfræðing og sálfræðiaðstoð.

„Tók mikið frá mér“

Á föstudaginn kom svo loks niðurstaða í málið. Gerandanum var vísað úr skólanum og fær því ekki að útskrifast í vor eins og hann ætlaði að gera. Nanna segist hafa upplifað skrýtnar og blendnar tilfinningar þegar hún fékk fréttirnar. „Ég fann fyrst og fremst fyrir rosalega miklum létti, af því þetta var búið að vera svo langt ferli. Þetta markaði endalokin á þessu leiðinlega ferli. Ég fann líka fyrir sigurtilfinningu, þó það sé skrýtið að segja það. Það er svo sjaldan sem maður upplifir að réttlætið nái fram að ganga með þessum hætti. Þetta var góð tilfinning en hún var lituð miklum sársauka. Ég vildi auðvitað að ég hefði geta notið lífsins í New York í draumanáminu mínu. Þetta tók rosalega mikið á og tók mikið frá mér.“

Nanna hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð við Facebook-færslu sinni og vonar að henni hafi tekist að opna umræðuna um kynferðisofbeldi innan veggja skólans. Sjálf sótti hún styrk í umræðu um kynferðisofbeldi á Íslandi og þær samfélagsmiðlabyltingar sem átt hafa sér síðustu misseri. „Það er svo gott að koma úr svona opnu samfélagi þar sem þessi mál eru rædd eins og hvert annað heilbrigðis- eða lögreglumál. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Ég hef hugsað um það á hverjum degi hvað ég er þakklát aðkoma úr samfélagi, úr fjölskyldu og vinahópi þar sem má ræða svona. Ég veit ekki hvar ég væri annars. Mig langar til að leggja mitt lóð á vogarskálarnir í þeim efnum.“

Treysti sér ekki til að kæra til lögreglu

Nanna ákvað að kæra nauðgunina ekki til lögreglu, heldur láta skólann sjá um að refsa gerandanum fyrir brotið. Að baki þeirrar ákvörðunar liggja ýmsar ástæður. Meðal annars sú staðreynd að skólinn gat veitt henni öryggistilfinningu með aðgerðum sínum. Hún þurfti á því að halda að finnast hún örugg í skólanum.

„Ef þú tilkynnir svona atvik til skólans þá mega einstaklingarnir ekki hafa samband við hvorn annan. Það er litið mjög alvarlegum augum ef aðilar í svona málum reyna að hafa samskipti eða hóta einhverju. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að vita að hann gæti ekki haft samband við mig.

Skólinn gerði líka mína heimabyggingu að svæði sem hann mátti ekki fara inn á. Það voru þessar aðgerðir sem ég vissi að skólinn myndi strax grípa til sem gerðu það að verkum að ég tilkynnti þetta. Fyrsta skrefið var að upplifa öryggi í mínu nánast umhverfi.“

Lögfræðingur Nönnu sagði það sama og aðrir, að hún yrði fyrst og fremst að hugsa um sjálfa sig og meta hvort hún treysti sér til að kæra málið til lögreglu og hugsanlega fara með það fyrir dómstóla. „Hún sagði að það yrði miklu lengra og erfiðara ferli. Ég sá ekki fram á að geta bæði farið í gegnum þetta í skólanum og hjá lögreglunni. Þá lá fyrir að þetta yrði tvöföld vinna. Eins mikið og mér finnst að svona eigi að kæra til lögreglu, þá hafði ég ekki tíma, orku eða getu til að fara í gegnum það. Það er ákvörðun sem hver og einn verður að taka. Það skilur enginn stöðuna sem maður er í eftir svona upplifun nema að hafa sjálfur upplifað sambærilegt.“

Nanna segir þau viðurlög sem skólinn beitir vegna brotsins vera raunverulega refsingu fyrir gerandann. Sú staðreynd að hann fær ekki að ljúka námi getur haft mikil áhrif á líf hans. „Hann hefur væntanlega verið búið að byggja upp einhverja framtíð og þessi gráða er mjög mikilvæg. Þannig þetta er réttlæti. Það er frábært að sjá að réttlætið getið sigrað.“

mbl.is

Innlent »

Lögreglan leitar að þremur stúlkum

00:47 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir þremur stúlkum sem allar eru á 16. aldursári, en þær fóru frá heimilum sínum á Selfossi í gærkvöldi. Heita þær Ísabella Máney Grétarsdóttir, Andrea Ósk Waagfjörð og Hrafnhildur Malen Lýðsdóttir. Meira »

„Markmiðið að engin kveiki í geitinni“

Í gær, 21:50 „Aðallega þykir okkur vænt um jólageitina og þetta er náttúrulega dýr búnaður, jólaseríur og fleira,“ segir Gunnlaugur Fannar Jónsson, öryggisstjóri IKEA, í við fyrirspurn mbl.is um nauðsyn sólarhringsvöktunar við hina margfrægu jólageit IKEA við Kauptún í Garðabæ. Meira »

Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

Í gær, 20:37 Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sameiginlegt með sögu kláms annars staðar í heiminum, en af því var minna framleitt hér á landi en víða annars staðar. Þetta segir Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins. Meira »

Stefnir í tvöfaldan lottópott

Í gær, 19:51 Eng­inn var með fyrsta vinn­ing í Lottó í kvöld og stefn­ir því í tvö­fald­an pott í næstu viku. Tveir deildu hins vegar með sér öðrum vinningi og hljóta þeir 158 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var í áskrift en hinn var keyptur í verslun 10-11 á Laugaveginum. Meira »

Harðkjarnarokk fær nýjan samastað

Í gær, 19:45 Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harðkjarnarokk á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að taka eina þungarokksþátt landsins, Dordingul, úr loftinu og færa hann alfarið á veraldarvefinn. Meira »

Í varðhaldi vegna vinnumansals

Í gær, 19:21 Erlendur maður hefur verið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal, að því er fram kom í fréttum RÚV í kvöld. Er maðurinn, sem er pakistanskur, talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skilríkjum. Meira »

Skeytingarleysi er ekki valkostur

Í gær, 18:40 „Virðing og skilningur þarf alltaf að vera leiðarljós í aðstoð við fólk sem stendur höllum fæti,“ segir segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Félagsráðgjafar lásu sögur skjólstæðinga sinna og vilja að stjórnvöld og aðrir styðji fátækt fólk með félagslegum umbótum. Meira »

„Töluvert mikið álag á spítalanum“

Í gær, 18:25 Það er viðvarandi hátt álag á Landspítalanum sem veldur því að eðlilegar sveiflur í komum á spítalann geta leitt til erfiðleika á bráðamóttöku eins og varð í gær, að því er Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, segir í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum

Í gær, 17:58 Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem kom fram á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina Skattbyrði og skerðingar og afkoma lágtekjufólks á Íslandi var einkum til umræðu. Meira »

„Vel haldið utan um okkur“

Í gær, 17:08 „Það er mjög vel haldið utan um okkur,“ segir Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flugvél Icelandair sem skyndilega þurfti að lenda á Saguenay Bagotville-flugvellinum í Kanada, vegna sprungu í rúðu í flugstjórnarklefa vélarinnar. Meira »

Mótmæltu með blómum og skiltum

Í gær, 16:11 Hernaðarandstæðingar stóðu fyrir mótmælum og sögugöngu í Þjórsárdal í dag, en þar fór fram seinni dagur heræfingar bandarískra hermanna. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa hermenn til veru í slæmu veðri og kanna þolmörk þeirra í göngu með þungan búnað. 400 hermenn áttu að taka þátt í æfingunni. Meira »

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

Í gær, 16:05 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira »

Margt á 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi

Í gær, 15:52 Margt var um manninn þegar UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi blésu til afmælisveislu í Smáralindinni í dag til að fagna 10 ára farsælu samstarfi. Tveggja metra afmæliskakka kláraðist og mikill fögnuður braust út þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar steig þar á svið. Meira »

Ólafur: Barátta sem má ekki tapast

Í gær, 14:52 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og fyrrverandi forseti, segir framtíð norðurslóða og orkubyltingu vera sömu hliðina á sama peningnum. Ólafur var gestur í Víglínunni á Stöð 2 hjá Heimi Má Péturssyni. Meira »

Metfjöldi herskipa hér við land

Í gær, 13:33 „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

Í gær, 13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

Í gær, 12:21 „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Yfir 600 á biðlista inn á Vog

Í gær, 12:11 „Það er með algjörum ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki bregðast við þessum vanda á einhvern hátt. Starfsfólkið á Vogi vinnur allan sólarhringinn á vöktum, alla daga ársins og ekkert má útaf bregða í rekstrinum, hvorki veikindi né aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Meira »

Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“

Í gær, 11:41 „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er,“ segir í yfirlýsingu stjórnenda Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í okt ( kemur eftir cirka 4 vikur ) annars 329.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...
Tunika - Peysa
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Tunika - Peysa St.14-28 kr. 4.990 St. S...