„Þetta hefur verið langþyngsti kúrsinn“

Nanna ákvað strax að láta ger­and­ann ekki eyðileggja fyr­ir sér ...
Nanna ákvað strax að láta ger­and­ann ekki eyðileggja fyr­ir sér drauma­námið. Ljósmynd/Aðsend

Nanna Elísa Jakobsdóttir varð fyrir ömurlegri lífsreynslu í ágúst síðastliðnum þegar henni var nauðgað af samnemanda við Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum. Hún tók erfiða ákvörðun um að tilkynna skólayfirvöldum um atvikið, án þess að vita hver viðbrögðin yrðu.

Málið var hins vegar strax tekið föstum tökum og eftir átta mánaða ítarlega rannsókn innan skólans var niðurstaðan sú að gerandanum var vikið úr skólanum og fær hann ekki að snúa aftur í Columbia. Nanna segist hafa fundið fyrir miklum létti þegar þetta varð ljóst - réttlætið hafi sigrað að lokum. Hún greindi frá niðurstöðu málsins á Facebook-síðu sinni um helgina og vonast til þess að það verði öðrum í svipuðum sporum hvatning til að segja frá.

Nanna segir í samtali við mbl.is að rannsóknarferlið hafi tekið mikið á sálina, en hún þurfti á sama tíma að hafa hugann við strembið námið. „Þetta hefur verið langþyngsti kúrsinn,“ segir hún og vísar til árásinnar og eftirmála hennar.

„Rannsóknarferlið tók ofboðslega langan tíma, bæði af því það var svo mikið af sönnunargögnum sem ég gat lagt fram, og af því strákurinn sem réðist á mig hafði bolmagn til þess að ráða aggressívan lögfræðing sem barðist alla leið og tókst að fresta málinu frekar oft. Ég var því alveg að gefast upp á tímabili,“ segir Nanna, en hún er á lokaári sínu í meistaranámi í Alþjóðasamskiptum með áherslu á mannréttindi.

Fannst hún alein og skammaðist sín

Fyrst eftir að ráðist var á Nönnu var hún ekki viss um að hún treysti sér til að segja frá og fara með málið lengra. „Mér fannst ég vera alveg alein og skammaðist mín ótrúlega mikið. Mér fannst þetta vera eitthvað sem var mér að kenna.“

Mikill stuðningur fjölskyldu og vina frá fyrstu stundu skiptu hins vegar öllu máli. Það var ekki þrýst á hana að tilkynna um málið og ákvörðunin var algjörlega tekin á hennar forsendum.

„Þegar ég kom heim eftir árásina þá tók frænka mín á móti mér, en ég bjó með henni á þessum tíma. Hún sá strax að það var ekki allt í lagi og ég var mjög marin. Ég treysti henni 100 prósent og gat rætt þetta við hana. Hún stakk upp á því að við færum á spítala og fór með mig þangað. Þar upplifði ég strax að þetta var ekki mitt persónulega vandamál sem ég þyrfti að skammast mín fyrir, heldur var þetta bæði heilbrigðis- og lögreglumál. Það var því mjög rétt að fara þangað.“

Nanna segir spítalann sem hún fór á hafa verið mjög vel í stakk búinn til að taka á móti fórnarlömbum kynferðisofbeldis. „Þau vissu algjörlega hvað þau voru að gera og ég fékk strax mikinn stuðning á spítalanum. Ég vissi ekkert hvernig tekið væri á svona málum í New York og var hrædd um að það yrði hlegið að mér eða ég ekki tekin alvarlega. Það skipti svo miklu máli hvernig var tekið á móti mér. Ég var tekin alvarlega.“

Mætti nauðgaranum í sinni skólabyggingu

Eftir að Nanna sagði vinum og fjölskyldu frá því sem hafði gerst hvöttu þau hana til að tilkynna árásina en sögðu samt að hún yrði að gera það sem hún teldi best fyrir sjálfa sig. Hún yrði fyrst og fremst að hugsa um sig og sína velferð. „Ég er í mjög erfiðu námi hérna úti og ég vissi að þetta myndi taka tíma og orku. Ég varð að meta hvort myndi færa mér meira frelsi, að tilkynna þetta eða ekki, og hvað væri best að gera til að ég gæti klárað námið mitt. Ég var búin að taka ákvörðun um að ég ætlaði ekki að láta hann skemma það fyrir mér. Ég var frekar viss um að ég vildi tilkynna en það var miklu erfiðara en ég hafði gert mér í hugarlund. Það var rosalega erfitt að taka þetta skref.“

Nanna bendir á að Columbia hafi ekki haft gott orð vegna þess hve illa var tekið var á sambærilegu máli innan skólans fyrir nokkrum árum. Í því tilfelli hafi skólinn í raun klúðrað málum beggja aðila, meints þolanda og meints geranda og komið illa fram við þau bæði. Þessi fyrri saga auðveldaði Nönnu síður en svo ákvarðanatökuna. En þegar hún mætti árásarmanninum í skólabyggingunni einn daginn fann hún strax hvað hún þurfti að gera. „Hann kom í mína byggingu, þar sem ég bjóst ekki við að sjá hann, og þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekkert val. Bæði út af mínu eigin öryggi og svo gat ekki horft upp á hann láta eins og ekkert hefði gerast á meðan ég upplifði það að heimur minn hefði hrunið. Eftir að hafa séð hann varð ákvörðunin miklu auðveldari og ég tilkynnti strax um málið.“

Hrædd um að vera ekki tekin alvarlega

Þetta var um tveimur vikum eftir árásina. Nanna hafði mikið magn sönnunargagna í höndunum sem hún hafði gætt vel; myndir sms-skilaboð og fleira, en um leið og hún tilkynnti atvikið var mál hennar tekið föstum tökum innan skólans. Eitthvað sem hún hafði ekki endilega búist við. „Það eru rosalega margir vinir mínir hérna sem treysta ekki kerfinu í skólanum. Umræðan í skólanum er allt önnur en á Íslandi. Þetta allt miklu meira tabú. Það er ein af ástæðunum fyrir því að skrifaði þennan status á Facebook,“ segir Nanna og vísar til færslunnar þar sem hún greindi frá niðurstöðu málsins.

„Ég get ekki lofað því að fólk upplifi sama réttlæti og ég, en ég get lofað því að manni líður betur að létta þessu af hjartanu sínu. Ég var svo hrædd um að þetta yrði ekki tekið alvarlega og vissi ekki hvernig ferlið yrði, en ég hef upplifað mikinn stuðning frá stjórnendum skólans.“

Í skólanum er sérstök skrifstofa sem rannsakar mál af þessu tagi og þar starfa fyrrverandi saksóknarar, að sögn Nönnu. „Skólinn hefur greinilega ákveðið að taka þessi mál föstum tökum eftir þetta slæma orðspor. Kannski of föstum tökum. Þetta var átta mánaða rannsókn, sem er mjög langur tími miðað við hvað þetta lá frekar ljóst fyrir,“ segir Nanna, en skólinn útvegaði henni góðan lögfræðing og sálfræðiaðstoð.

„Tók mikið frá mér“

Á föstudaginn kom svo loks niðurstaða í málið. Gerandanum var vísað úr skólanum og fær því ekki að útskrifast í vor eins og hann ætlaði að gera. Nanna segist hafa upplifað skrýtnar og blendnar tilfinningar þegar hún fékk fréttirnar. „Ég fann fyrst og fremst fyrir rosalega miklum létti, af því þetta var búið að vera svo langt ferli. Þetta markaði endalokin á þessu leiðinlega ferli. Ég fann líka fyrir sigurtilfinningu, þó það sé skrýtið að segja það. Það er svo sjaldan sem maður upplifir að réttlætið nái fram að ganga með þessum hætti. Þetta var góð tilfinning en hún var lituð miklum sársauka. Ég vildi auðvitað að ég hefði geta notið lífsins í New York í draumanáminu mínu. Þetta tók rosalega mikið á og tók mikið frá mér.“

Nanna hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð við Facebook-færslu sinni og vonar að henni hafi tekist að opna umræðuna um kynferðisofbeldi innan veggja skólans. Sjálf sótti hún styrk í umræðu um kynferðisofbeldi á Íslandi og þær samfélagsmiðlabyltingar sem átt hafa sér síðustu misseri. „Það er svo gott að koma úr svona opnu samfélagi þar sem þessi mál eru rædd eins og hvert annað heilbrigðis- eða lögreglumál. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Ég hef hugsað um það á hverjum degi hvað ég er þakklát aðkoma úr samfélagi, úr fjölskyldu og vinahópi þar sem má ræða svona. Ég veit ekki hvar ég væri annars. Mig langar til að leggja mitt lóð á vogarskálarnir í þeim efnum.“

Treysti sér ekki til að kæra til lögreglu

Nanna ákvað að kæra nauðgunina ekki til lögreglu, heldur láta skólann sjá um að refsa gerandanum fyrir brotið. Að baki þeirrar ákvörðunar liggja ýmsar ástæður. Meðal annars sú staðreynd að skólinn gat veitt henni öryggistilfinningu með aðgerðum sínum. Hún þurfti á því að halda að finnast hún örugg í skólanum.

„Ef þú tilkynnir svona atvik til skólans þá mega einstaklingarnir ekki hafa samband við hvorn annan. Það er litið mjög alvarlegum augum ef aðilar í svona málum reyna að hafa samskipti eða hóta einhverju. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að vita að hann gæti ekki haft samband við mig.

Skólinn gerði líka mína heimabyggingu að svæði sem hann mátti ekki fara inn á. Það voru þessar aðgerðir sem ég vissi að skólinn myndi strax grípa til sem gerðu það að verkum að ég tilkynnti þetta. Fyrsta skrefið var að upplifa öryggi í mínu nánast umhverfi.“

Lögfræðingur Nönnu sagði það sama og aðrir, að hún yrði fyrst og fremst að hugsa um sjálfa sig og meta hvort hún treysti sér til að kæra málið til lögreglu og hugsanlega fara með það fyrir dómstóla. „Hún sagði að það yrði miklu lengra og erfiðara ferli. Ég sá ekki fram á að geta bæði farið í gegnum þetta í skólanum og hjá lögreglunni. Þá lá fyrir að þetta yrði tvöföld vinna. Eins mikið og mér finnst að svona eigi að kæra til lögreglu, þá hafði ég ekki tíma, orku eða getu til að fara í gegnum það. Það er ákvörðun sem hver og einn verður að taka. Það skilur enginn stöðuna sem maður er í eftir svona upplifun nema að hafa sjálfur upplifað sambærilegt.“

Nanna segir þau viðurlög sem skólinn beitir vegna brotsins vera raunverulega refsingu fyrir gerandann. Sú staðreynd að hann fær ekki að ljúka námi getur haft mikil áhrif á líf hans. „Hann hefur væntanlega verið búið að byggja upp einhverja framtíð og þessi gráða er mjög mikilvæg. Þannig þetta er réttlæti. Það er frábært að sjá að réttlætið getið sigrað.“

mbl.is

Innlent »

Vel gengur að selja íbúðir

07:37 Fjöldi íbúða er í byggingu í nýju íbúðahverfi á Hellu, Ölduhverfi. Andri Leó Egilsson, verktaki hjá Naglafari ehf., segir að vel hafi gengið að selja. Þótt nú sé heldur þyngra yfir sölu sé ekki ástæða til að kvarta. Meira »

Alþingi eftirsótt á þjóðhátíðardegi

07:16 Yfir þrjú þúsund gestir heimsóttu Alþingishúsið í gær á 75 ára afmæli lýðveldisins en í dag verður þingfundi framhaldið og verður meðal annars rætt um úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air. Meira »

Slökktu eld í vinnuvél

06:57 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðaði slökkviliðið í álverinu í Straumsvík við að slökkva eld í vinnuvél í álverinu í nótt. Meira »

Snjókomu spáð í dag

06:49 Búast má við slyddu eða snjókomu á norðanverðu hálendinu í dag en einnig á heiðum á norðaustanverðu landinu. Spáin er aftur á móti góð fyrir helgina en þá er spáð bjartara veðri og 10-18 stiga hita, líka á Norður- og Austurlandi. Meira »

Reis upp og gekk á brott

05:51 Nóttin var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Síðdegis í gær var tilkynnt um ofurölvi manneskju liggjandi í götunni í miðbænum síðdegis en þegar lögreglu bar að garði var hún upprisin og gengin á brott. Meira »

Andlát: Dagfinnur Stefánsson

05:30 Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri og einn af stofnendum Loftleiða, lést á sunnudag, 93 ára að aldri.   Meira »

Þurfa að leigja 300 tonna krana

05:30 Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir við Landeyjahöfn í sumar verði um tæpur milljarður, að frátöldum kostnaði við reglubundna dýpkun. Meira »

Uppbygging gæti senn hafist

05:30 Uppbygging baðlóns í Hveradölum á Hellisheiði gæti hafist á næsta ári að loknu umhverfismati að sögn Þóris Garðarssonar, stjórnarformanns Gray Line, en Skipulagsstofnun hefur nú til kynningar tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Meira »

Jákvæðnin var óvæntust

05:30 „Það sem kom mér eiginlega mest á óvart er hvað menn eru þrátt fyrir allt jákvæðir.“ Þetta segir Vífill Karlsson hagfræðingur í samtali við Morgunblaðið um rannsóknarskýrslu sína um fyrirtæki á landsbyggðinni. Meira »

Nefndin fjallar um mál Vigdísar

05:30 Þriggja manna nefnd sem ætlað er að taka afstöðu til kæru Vigdísar Hauksdóttir um lögmæti borgarstjórnarkosninganna í fyrra var skipuð föstudaginn 7. júní síðastliðinn. Meira »

„Við höfum ekki séð annað eins“

05:30 Hjördís Björk Ólafsdóttir, lyfjafræðingur í Apótekaranum á Selfossi segir að aldrei hafi verið jafn mikil eftirspurn á Suðurlandi eftir flugnafælum og lyfjum við bitum og nú. Meira »

„Segir einhver nei við þessu?“

Í gær, 23:01 „Þau voru mjög varfærin í símann og spurðu hvort ég hefði nokkurn áhuga á þessu. Ég velti því fyrir mér hvort það segði einhver nei við þessu boði,“ segir Aldís Amah Hamilton, sem fyrst kvenna af erlendum uppruna brá sér í hlutverk fjallkonunnar í Reykjavík í tilefni þjóðhátíðardagsins. Meira »

„Þetta er búið að vera alveg brjálað“

Í gær, 22:45 Liv Bach Bjarklind gerði sér lítið fyrir og útskrifaðist úr fjögurra ára námi við leiklistarháskólann Pace í New York á þremur árum. Hún var í tvöföldu námi í vetur en framtíðin er óskrifað blað. Meira »

Flaug sigurbílnum sjálfur heim

Í gær, 21:41 Guðmundur Hilmarsson, eigandi bifreiðar af gerðinni Ford Skyliner af árgerð 1957 sem hreppti verðlaun sem áhugaverðasti bíllinn á hátíðarbílasýningu Bíladaga Orkunnar, flaug bílnum sjálfur heim frá Bandaríkjunum árið 1996. Meira »

Hættulegar aðstæður við Vífilsstaðavatn

Í gær, 21:20 Töluverð möl hefur safnast saman á veginum við Vífilsstaðavatn og stefnir hún hjólreiða- og bifhjólamönnum í hættu. Í samtali við mbl.is segist Árni Friðleifsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa fengið ábendingu þess efnis í dag. Meira »

Greynir íslensku í mállegar frumeindir

Í gær, 20:35 Greynir er nýr málgreinir sem fyrirtækið Miðeind vinnur að. Forritið undirgengst djúpmálsþjálfun til að „læra“ íslensku, með það fyrir augum að bjóða upp á einn fullkomnasta villugreinanda sem sést hefur. Meira »

Unga fólkið sinnti þingstörfum 17. júní

Í gær, 20:21 Sjötíu ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára tóku þátt í þingfundi á Alþingi í dag í tilefni 75 ára afmælis lýðveldis Íslands. Var markmið fundarins að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og koma málum sínum á framfæri við ráðamenn. Meira »

„Þessi gaur er goðsögn!“

Í gær, 19:42 „Þessi gaur er goðsögn,“ sagði þýski tónlistaráhugamaðurinn Simon um tónlistarspekúlantinn Arnar Eggert Thoroddssen eftir að hafa gengið um bæinn með honum og fræðst um íslenska tónlistarsögu. mbl.is slóst með í för í tónlistarröltið. Meira »

Síminn stærstur á ný

Í gær, 19:29 Síminn hefur mestu markaðshlutdeild símafyrirtækja á farsímamarkaði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um stöðuna á markaðnum í árslok 2018. Í árslok voru 34,5% landsmanna með farsíma hjá Símanum, 32,1% hjá Nova og 31,1% hjá Vodafone/Sýn. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...