„Ljóst að hann sagði ekki rétt frá“

Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar.
Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, hefur boðað Ásmund Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra á fund nefndarinnar mánudaginn. Halldóra telur að Ásmundur hafi sagt ósátt í þingsal þegar málefni forstjóra Barnaverndarstofu voru til umræðu.

Halldóra spurði Ásmund Einar út í ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Bandaverndarstofu, á Alþingi 26. febrúar. Þar sagði ráðherra orðrétt að „...niðurstöðurnar eru þær að Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af sér með neinum hætti.“

Halldóra segir ljóst að miðað við umfjöllun Stundarinnar um málefni Braga hjá Barnaverndarstofu í morgun sé ljóst að Ásmundur hafi ekki sagt satt og rétt frá.

Í umfjöllun Stundarinnar segir að Ásmundur hafi búið yfir ítarlegum upplýsingum um afskipti Braga af barnaverndarmáli í Hafnarfirði og þrýsting sem hann beitti barnaverndarstarfsmann af vorkunnsemi við fjölskyldu manns sem grunaður var um kynferðisbrot gegn dætrum sínum.

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þetta á Ásmundur að hafa vitað þegar ríkisstjórnin samþykkti 23. febrúar að útnefna Braga sem frambjóðanda Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 

„Velferðarnefnd hóf frumkvæðisrannsókn inni í þessu barnaverndarmáli á sínum tíma aðallega út af þessum kvörtunum barnaverndarnefnda vegna Braga og Barnaverndarstofu,“ segir Halldóra við mbl.is.

„Svörin sem við fengum frá ráðherra voru einfaldlega á þá leið að Bragi hefði ekki brotið af sér í starfi. Einnig fengum við að heyra að þetta snerist ekki um einstaklinga, heldur samskiptavandamál og það ætti að fara í breytingar á barnaverndarkerfinu,“ bætir Halldóra við.

Halldóra og fleiri nefndarmenn velferðarnefndar sendu ráðherra beiðni um að fá öll gögn í málinu; öll tölvupóstsamskipti, minnisblöð og allt sem varpar ljósi á kvartanirnar. „Ég skoða þau annað hvort í dag eða um helgina. Það myndi þá sannreyna umfjöllun Stundarinnar,“ segir Halldóra.

„Það er allavega ljóst að hann [Ásmundur Einar] sat á upplýsingum og sagði ekki rétt frá.“

mbl.is

Innlent »

Nýr formaður Heimilis og skóla

06:11 Sigrún Edda Eðvarðsdóttir var kjörin nýr formaður samtakanna Heimili og skóli í gær.   Meira »

Ók á 170 km hraða

05:54 Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann sem ók á 170 km hraða á hringveginum skömmu eftir miðnætti í nótt.  Meira »

Komið að ögurstund í Reykjavík

05:30 Hörð kosningabarátta hefur verið háð í höfuðborginni í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og á laugardaginn dregur til tíðinda. Stærstu valkostir kjósenda virðast snúast um það hvort núverandi meirihluti hafi verið á réttri leið eða hvort breytinga sé þörf. Meira »

Ekki mátti tæpara standa

05:30 Ungur maður á Akureyri, Helgi Freyr Sævarsson, komst naumlega út af heimili sínu ásamt þriggja ára dóttur þegar kviknaði þar í fyrir nokkrum dögum. Meira »

Ljósleiðari GR kostað 30 milljarða

05:30 Gagnaveita Reykjavíkur, sem leggur ljósleiðarakerfi um land allt í samkeppni við Mílu, hefur fjárfest í fjarskiptum fyrir nálægt 30 milljarða króna að núvirði á síðustu 20 árum, þrátt fyrir að aldrei hafi verið jákvætt fjárflæði af starfseminni. Meira »

Stóðu einhuga að launahækkun

05:30 Bæjarfulltrúar Kópavogs eru ekki sáttir við launakjör bæjarstjóra þrátt fyrir að hafa samþykkt þau einróma á sínum tíma. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, segir að hækkun á launum bæjarstjóra og bæjarfulltrúa byggist á tveimur ákvörðunum. Meira »

Fágætur Kjarval á uppboði

05:30 „Þessi blómakörfumynd eftir Kjarval telst til lykilverka hans og er hreint fágæti. Það er afar sjaldgæft að svona mynd komi á uppboð enda eru þær í raun svo fáar.“ Þetta segir Tryggvi Páll Friðriksson hjá Gallerí Fold. Meira »

Tillaga um raflínu við Héraðsvötn

05:30 Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur fallið frá lagningu Blöndulínu 3 á svonefndri Efribyggðarleið og leggur í staðinn fram tillögu um að nýja byggðalínan fari um svonefnda Héraðsvatnaleið. Meira »

Salurinn tekinn í gegn

05:30 „Þetta er allt á áætlun, en fráfarandi borgarstjórn á eftir að halda þarna einn fund og verður það 5. júní næstkomandi. Þegar honum er lokið verður farið í framkvæmdir inni í borgarstjórnarsalnum og unnið hratt,“ segir Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Risaskip væntanlegt á laugardag

05:30 Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, Meraviglia, er væntanlegt til Reykjavíkur á laugardaginn.  Meira »

Leit við Ölfusá hætt í bili

Í gær, 21:21 Leit að manni sem talið er að hafi stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags hefur ekki borið árangur. Um 30 björgunarsveitarmenn leituðu meðfram ánni og í grennd við hana í dag. Meira »

Alltaf á hjólum í vinnunni

Í gær, 21:16 Gegnt Heilbrigðisstofnuninni við Merkigerði á Akranesi má sjá mörgum reiðhjólum, nýjum og notuðum, raðað upp framan við einbýlishús á góðviðrisdögum. Meira »

„Tvö skref áfram og eitt aftur á bak“

Í gær, 20:58 Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra komu saman á óformlegum vinnufundi í dag. Fundurinn stóð í tæpa fjóra klukkutíma og lauk með þeirri niðurstöðu að formlegum fundi hjá ríkissáttasemjara sem átti að fara fram á föstudag hefur verið frestað fram á þriðjudag. Meira »

Kaffitíminn er heilagur hjá körlunum

Í gær, 20:55 „Við fengum þetta húsnæði fyrir um tveim vikum síðan og þeir hafa verið duglegir við að setja upp veggi og undirbúa allt,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði. Meira »

Talinn hafa ekið öfugum megin

Í gær, 20:52 Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir erlendum ferðamanni sem var ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri við bifreið sem kom úr gagnstæðri átt skammt vestan gatnamóta við Landeyjahafnarveg í Rangárþingi eystra með þeim afleiðingum að ökumaður hinnar bifreiðarinnar lét lífið. Meira »

Flogið um allt samfélagið á töfrateppi

Í gær, 20:34 „Ég hafði ekki búið hér sem fullorðin manneskja og ég hafði ekki fengið móðurmálskennslu í íslensku í uppvextinum í Danmörku,“ segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafninu. Meira »

Lögheimili bæjarfulltrúa ólöglegt

Í gær, 20:19 Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sat ekki fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag þar sem Þjóðskrá hefur úrskurðað lögheimili hans í Hafnarfirði ólöglegt. Meira »

Falið vald yfir íslenskum málum

Í gær, 20:15 Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, sem taka á gildi í lok vikunnar, gerir ráð fyrir því að Evrópudómstólnum, æðsta dómstóli sambandsins, verði falin völd til þess að úrskurða með beinum hætti gagnvart Noregi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum. Sama á við um Ísland. Meira »

Málið tekið fyrir í september

Í gær, 19:52 „Maður hefur verið að bíða eftir þessari dagsetningu. Það hefur verið gert ráð fyrir því í nokkurn tíma að koma málinu á dagskrá Hæstaréttar í september og það virðist hafa tekist,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, í samtali við mbl.is. Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Leikskóli seltjarnarnes
Leikskólakennsla
Leikskóli Seltjarnarness Leikskólabör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framkvæmdastjóri barnaverndar reykjavík
Sérfræðistörf
Mynd af auglýsingu ...
Organisti í háteigskirkju
Listir
Organisti í Háteigskirkju ...