Ósnortin víðerni sýnd á Ísafirði

Ófeigsfjörður. Fjallað verður m.a. um fossana í firðinum vestra.
Ófeigsfjörður. Fjallað verður m.a. um fossana í firðinum vestra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson verða með fyrirlestur í Ísafjarðarbíói í dag, föstudag, kl. 18 í samstarfi við Ferðafélag Íslands. „Ósnortin víðerni á Íslandi“ nefnist yfirskrift fundarins.

Þar munu þeir Tómas og Ólafur sýna ljósmyndir og drónaskot frá miðhálendi Íslands en einnig af fossunum og víðernunum upp af Ófeigsfirði á Ströndum, þar sem áform hafa verið uppi um að reisa Hvalárvirkjun.

Fyrirlesturinn tekur um 40 mínútur og á eftir fara fram umræður. Aðgangur er ókeypis en búast má við nokkurri þátttöku þar sem fjöldi gesta er staddur á Ísafirði vegna Fossavatnsgöngunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert