Féllst á kröfu um gjaldþrot Kára

Sigur Rós og Harpa riftu samningum við félagið við fé­lagið …
Sigur Rós og Harpa riftu samningum við félagið við fé­lagið KS Producti­ons sem er í eigu Kára Sturlu­son­ar um tón­leika­hald hljóm­sveit­ar­inn­ar í Hörpu seint á síðasta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á kröfu tónlistarhússins Hörpu um að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans yrðu úrskurðuð gjaldþrota í tengslum við mál vegna tónleika Sigur Rósar í Hörpu í vetur.

Kári staðfestir þetta í samtali við mbl.is en Rúv greindi fyrst frá.

Sigur Rós og Harpa riftu samningum við félagið við fé­lagið KS Producti­ons sem er í eigu Kára Sturlu­son­ar um tón­leika­hald hljóm­sveit­ar­inn­ar í Hörpu seint á síðasta ári. Farið var fram á kyrrsetningu á eignum Kára og honum stefnt til greiðslu á 35 miljónum króna.

Greint var frá því í september á síðasta ári að tónleikahaldari sem hefði unnið náið með Sigur Rós um árabil hefði fengið 35 milljóna króna fyrirframgreiðslu af miðasölu tónleikanna hjá Hörpu.

Eftir það riftu Sigur Rós og Harpa samningum við KS Productions.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert