Neysluvörur minnka

Framleiðendur hafa ekki lagalega skyldu til að greina frá því …
Framleiðendur hafa ekki lagalega skyldu til að greina frá því ef umfang vöru er minnkað. mbl.is/Kristinn

Ábendingar um að neysluvörur hafi minnkað þrátt fyrir að verð á þeim standi í stað hafa borist bæði Neytendastofu og Neytendasamtökunum.

Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu hafa framleiðendur ekki lagalega skyldu til að greina frá því ef umfang vöru er minnkað, að því gefnu að nákvæmt magn sé gefið upp á umbúðum.

Evrópskir neytendur létu í sér heyra þegar svissneska súkkulaðið Toblerone fór að skreppa saman fyrir nokkrum misserum. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu breytinguna vera til þess gerða að halda súkkulaðinu á viðráðanlegu verði. Rannsókn bresku hagstofunnar rennir frekari stoðum undir grunsemdir neytenda þess efnis að vörur séu sífellt að minnka, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert