Óbreytt skólahald í Hlíðaskóla

mbl.is/Eggert

Kennsla fer fram með hefðbundnum hætti í Hlíðaskóla í dag þrátt fyrir mikinn vatnsleka í skólanum í nótt þar sem vatn flæddi um húsakynni hans.

Samkvæmt heimildum mbl.is var unnið að því í alla nótt að tryggja að skólahald gæti verið með óbreyttum hætti í dag þrátt fyrir vatnslekann.

Kallaðir voru út dælubílar frá tveimur slökkviliðsstöðvum til þess að dæla vatni úr skólabyggingunni. Aðgerðum slökkviliðsins lauk í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert