Vínsérfræðingar á sólarhring – skál

Vín er haft um hönd af ýmsum tilefnum, stundum skálar …
Vín er haft um hönd af ýmsum tilefnum, stundum skálar fólk fyrir sólríkum sumardegi. Getty Images/Thinkstock
Á rúmlega 100 blaðsíðum í Litlu vínbókinni – Sérfræðingur á 24 tímum eru vínfræðunum gerð skil á aðgengilegan máta og ekki glímt við alvarlegri áfengisvandamál en þau að velja rétt vín með matnum og þvíumlíkt. Allt saman á afar fræðilegum og gagnlegum nótum.

Höfundur bókarinnar, sem Drápa hefur gefið út í þýðingu Ingunnar Snædal, er Jancis Robinson, einn virtasti víngagnrýnandi og vínskríbent heims að mati tímaritsins Decanter og sú fyrsta utan víniðnaðarins til að hljóta nafnbótina Master of Wine eða Meistari vínsins. Markmið hennar er að deila sérþekkingu sinni svo lesendur geti orðið vínsérfræðingar á 24 tímum og fengið sem mesta ánægju út úr þessum dularfulla og dásamlega drykk eins og hún segir.

Það verður að segjast eins og er að henni tekst býsna vel upp og er fjarri því að vera uppskrúfuð eins og kannski mætti ætla af manneskju, sem lifir og hrærist í heimi vínsins, segir í umfjöllun um bókina í Morgunblaðinu í dag.

Sjá umfjöllun um „Vínsérfræðingar ásólarhring“ í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert