Spjátrungarnir hennar Snodgrass

Sumir halda því fram að helsta framlag Ástralíu til heimstískunnar séu safaríflíkur og sportsokkar. Fátt var þó um slíkan fatnað á nýafstaðinni tískuviku í Sydney og engin ein lína allsráðandi fremur en yfirleitt á tískuvikum stórborga annars staðar í heiminum.

Undanfarin ár hefur þar tíðkast að einstaka tískuhönnuðir hafa storkað staðalímyndum kynjanna og dubbað karlfyrirsæturnar upp í kjóla og annan kvenlegan skrúða, jafnvel þrælað þeim í hælaháa skó og hlaðið á þá skarti.

Þessarar tilhneigingar hefur gætt hjá bæði hönnuðum sem eru gamlir í hettunni sem og þeim sem eru nýkomnir fram á sjónarsviðið. Enginn þarf að velkjast í vafa um að innblásturinn er auknar umræður og vangaveltur fólks um kynvitund; tilfinninguna sem einstaklingar hafa fyrir kynferði sínu. Ekki er nefnilega lengur um tvennt að velja.

Sjá umfjöllun um tískuvikuna í Sydney í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert