Bjargað úr sökkvandi bát í Skagafirði

Báturinn er í vanda við Ingveldarstaðahólma í Skagafirði.
Báturinn er í vanda við Ingveldarstaðahólma í Skagafirði. map.is

Tveimur mönnum var bjargað úr báti sem var í vanda staddur við Ingveldastarðahólma í Skagafirði. Báturinn er sokkinn. 

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit var kölluð á vettvang. 

Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar, staðfesti að einn sjúkraflutningabíll hafi verið kallaður út. 

Bátur frá björgunarsveit var einnig kallaður á vettvang. 

Landhelgisgæslunni barst neyðarboð um atvikið klukkan 20.39. Skipverjunum var bjargað laust fyrir klukkan 21.30.

Svavar staðfesti við mbl.is klukkan 21:42 að báðir einstaklingarnir sem voru um borð séu komnir í sjúkrabíl og eru á leið á sjúkrahúsið á Sauðarkróki til skoðunar. Hann segir þá kalda en að öðru leiti virðast þeir ekki illa haldnir.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Hafði farið á hliðina

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að eftir að tilkynning barst um að báturinn væri í vanda hafi við nánari eftirgrennslan komið í ljós að hann hafði farið á hliðina.

TF-GNÁ, þyrla Gæslunnar, var þegar í stað kölluð út.

Farþegabáturinn Súlan var sömuleiðis sendur á staðinn frá Hofsósi ásamt björgunarsveitarmönnum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert