Staðbundin snjókoma stríðir landanum

Frá Hólum í Hjaltadal nú undir kvöld. Þar snjóar enn.
Frá Hólum í Hjaltadal nú undir kvöld. Þar snjóar enn. Ljósmynd/Aðsend

Staðbundin snjókoma hefur verið á landinu í dag og eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan var hreinlega vetrarlegt um að litast á Hólum í Hjaltadal. Víðar hefur snjóað á norðvestanverðu landinu og víðar til fjalla, enda kalt loft yfir landinu.

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að núna undir kvöld hafi snjóað á Snæfellsnesi og á vissum stöðum á Norðvesturlandi. Miðað við það sem hann sá í vefmyndavélum Vegagerðarinnar var t.d. nokkur snjóföl á veginum um Víðidal og ágætlega grátt utan við veg í grennd við Blönduós.

„Þetta virðist vera fremur staðbundið og ef maður skoðar spákortin virðist þetta vera frekar mjótt úrkomusvæði sem er þarna að stríða okkur svolítið. Ein af orsökunum er sú að það varð eftir svolítið lægðadrag hérna vestan við lagð þegar lægðin fór hérna hjá í morgun og núna liggur þessi úrkomubakki svona efst í Borgarfirðinum, yfir Snæfellsnes, í Dölunum og inn í Húnavatnssýslur og í Skagafjörð. Þetta liggur svolítið þarna í kvöld og gæti enst eitthvað fram á nóttina en á morgun verður þetta miklu betra og þægilegra,“ segir Óli Þór.

Fjöllin voru grá í kring um höfuborgarsvæðið í dag og ...
Fjöllin voru grá í kring um höfuborgarsvæðið í dag og var Vífilfellið þar ekki undanskilið. mbl.is/Sigurður Bogi

Hann segir að draga muni úr úrkomunni smám saman á morgun og útlit er fyrir að það hlýni aðeins. „Annað kvöld fer hann að bæta í sunnanátt svona hægt og rólega hérna sunna og vestan til á landinu og á þriðjudaginn er komin hérna hvöss sunnan, suðaustanátt með rigningu og þá hlýnar ofurlítið aftur.“

Kólnar aftur á suðvesturhorninu á miðvikudag

„Svo gæti orðið aftur einhver slydduéljahraglandi sérstaklega á fjallvegunum á miðvikudag. Rigningin verður þá eiginlega bundin við suðaustanvert landið og hlýja loftið yfir suðaustanverðu landinu þannig að það ættu að vera þokkalega háar hitatölur á norðaustanverðu landinu en mun kaldara hérna vestast,“ segir Óli Þór.

Haustlegt á Hellisheiði í dag.
Haustlegt á Hellisheiði í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Hann segir að ekki þurfi að leita mörg ár aftur í tímann til að finna svipað tíðarfar á þessum árstíma, þrátt fyrir að þeim sem þetta ritar þyki veðrið hafa verið alveg afspyrnuleiðinlegt að undanförnu, á suðvesturhorninu hið minnsta.

„Já, það eru reyndar ekkert mjög mörg síðan ég var að reyna að gróðursetja á 20. maí einhver tré í snjókomu uppi í Grafarvogi, þannig að það þarf ekkert að fara mjög langt aftur. En það er kannski búið að vera svolítið langur kafli þar sem við höfum haft þetta aðstreymi af kalda loftinu sem er búið að liggja vestan við Grænland,“ segir Óli Þór.

Þessi langtímaspá fyrir Reykjavík hefur gengið á milli netverja um ...
Þessi langtímaspá fyrir Reykjavík hefur gengið á milli netverja um helgina.

Langtímaspá fyrir Reykjavík af ókunnum uppruna hefur undanfarna daga verið deilt víða á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að spáin líti hörmulega út, eins og sjá má hér fyrir ofan. Óli Þór segir sem betur fer alla jafna „gjörsamlega útilokað“ að stóla á spár sem þessar.

„Þegar þú ert kominn í spár sem eru lengri en 2-3 vikur fram í tímann þá er þeim blandað við tölfræði og það er mjög mjög hæpið,“ segir Óli.

„Í mörg ár var það þannig að ef það kom í blöðunum að breskir vísindamenn væru að spá hlýju sumri, þá var það yfirleitt með kaldari sumrum sem komu, og öfugt. Þannig að ef þeir eru að spá rigningu í allt sumar, þá ætti maður kannski að fara að kaupa sér nóg af sólarvörn og góð gleraugu, því þá verður bara hérna bongó-blíða í sumar,“ segir Óli Þór léttur.

Veðurvefur mbl.is

Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag.
Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag. Ljósmynd/Aðsend
Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag.
Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Toyota innkallar 2.245 bíla vegna loftpúða

22:12 Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2003 til 2008 og 2015 og 2018. Um er að ræða 2.245 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Stórfelld fíkniefnasala á Facebook

22:00 Stórfelld sala á fíkniefnum fer fram í íslenskum söluhópum á Facebook. Þetta kemur fram í samnorrænni rannsókn á fíkniefnasölu á netinu sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur tekið þátt í. Meira »

„Fráleitt að halda þessu fram“

21:00 Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, segir að fullyrðingar sem settar séu fram í stefnu á hendur fyrirtækinu séu alrangar. Meira »

Krefjandi aðstæður í fjallahlaupi í Hong Kong

20:15 Átta Íslendingar tóku þátt í hundrað kílómetra fjallahlaupinu Hong Kong 100 Ultra, sem lauk um helgina og luku fimm þeirra keppni. Meira »

Kynna nýtt skipulag Héðinsreits

19:30 Allt að 330 íbúðir og 230 hótelherbergi eða hótelíbúðir verða á svokölluðum Héðinsreit í miðborg Reykjavíkur, samkvæmt nýrri deiliskipulagstillögu sem er á leið í kynningu. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti að auglýsa skipulagið á fundi sínum í síðustu viku. Meira »

Leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá

19:00 Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem byggir á frumvarpi stjórnlagaráðs og þeirri vinnu sem Alþingi fór í í kjölfarið. Er þetta í fyrsta skiptið sem slíkt frumvarp er lagt fram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Pírötum. Meira »

Skuldir lækkað um 660 milljarða frá 2013

18:25 Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækkuðu skuldir ríkissjóðs um 90 milljarða og frá ársbyrjun 2013 hafa skuldir ríkissjóðs verið greiddar niður um 660 milljarða. Á þetta bendir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Meira »

Borgin í vetrarbúning

18:10 Það hefur snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og í morgun var færðin þung. Þetta kallar á viðbrögð borgarbúa sem sumir nýttu tækifærið og fóru á gönguskíðum í búðina á meðan aðrir lentu í vandræðum og reyndu m.a. að bakka bíl sínum upp brekku í ófærðinni. mbl.is var á ferðinni í vetrarríkinu. Meira »

Héngu á skrifstofu karlkyns yfirmanna

17:54 Seðlabanki Íslands hafði til hliðsjónar stefnu í jafnréttismálum og stefnu gegn áreitni og einelti, og þar á meðal ákvæði um að taka beri tillit til til ábendinga um truflandi atriði í starfsumhverfi, við ákvörðun sem tekin var um að fjarlægja málverk af skrifstofu í húsnæði bankans og setja í geymslu. Meira »

Segir stefnu í heilbrigðismálum marxíska

17:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að jafnt og þétt komi betur í ljós að núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks sé í raun og veru tilgangslaus ríkisstjórn sem snúist aðeins um að halda sjó og stólum. Meira »

Tveir flutningabílar út af á Holtavörðuheiði

17:14 Tveir flutningabílar hafa farið út af á Holtavörðuheiðinni sl. sólarhring og valt annar bíllinn á hliðina. Mikil hálka er nú á heiðinni og eru ökumenn hvattir til að fara varlega. Meira »

Fengu erindi um mál Ágústs Ólafs

16:33 Erindi hefur borist til forsætisnefndar Alþingis þess efnis að vísa skuli máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til siðanefndar Alþingis, rétt eins og máli þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember. Meira »

Mikilvægt að viðhalda árangrinum

16:31 Mikilvægt er að viðhalda árangrinum sem náðst hefur með þriggja ára meðferðarátaki heilbrigðisyfirvalda gegn lifrarbólgu C. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ávarpi sínu á læknadögum sem nú standa yfir í Hörpu. Meira »

Rúta fór út af við Reynisfjall

16:21 Rúta fór út af þjóðvegi 1 norðan við Reynisfjall síðdegis í dag. Engan sakaði.  Meira »

Umferðartafir vegna tveggja óhappa

16:17 Talsverðar umferðartafir hafa orðið vegna tveggja umferðarslysa á Kringlumýrabraut á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru samtals sex fluttir á slysadeild. Meira »

Kynna tillögur í húsnæðismálum á morgun

15:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hóf almennar stjórnmálaumræður á Alþingi þegar þingið kom aftur saman eftir jólafrí. Forystumenn stjórnamálaflokkanna taka þátt í umræðunum. Katrín fjallaði í ræðu sinni um stöðuna á vinnumarkaði og endurskoðun stjórnarskrár. Meira »

Blöskrar fjarlæging málverksins

15:39 Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Meira »

Ólafur og Karl fengu ekki ræðutíma

15:36 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, óháðir þingmenn sem vikið var úr þingflokki Flokks fólksins í kjölfar Klausturmálsins, gagnrýndu forseta Alþingis við upphaf þingfundar í dag. Allir forystumenn flokka taka þátt í almennum stjórnmálaumræðum en óháðu þingmennirnir tveir fá ekki að taka þátt. Meira »

Flokka plast og pappa í verslunum

15:11 Flestir vilja minnka notkun og umstangið sem fylgir umbúðunum sem flestar vörur eru innpakkaðar í. Í tveimur verslunum Krónunnar er viðskiptavinum nú gefið færi á því að skilja plast og pappa eftir í verslununum sem sjá um að koma ruslinu í endurvinnslu. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Infrarauður Saunaklefi 229.000
Infrarauður Saunaklefi - 249.000 Tilboð : 229.000 Er á leiðinni 8-10 vikur ( 30...
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...