Staðbundin snjókoma stríðir landanum

Frá Hólum í Hjaltadal nú undir kvöld. Þar snjóar enn.
Frá Hólum í Hjaltadal nú undir kvöld. Þar snjóar enn. Ljósmynd/Aðsend

Staðbundin snjókoma hefur verið á landinu í dag og eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan var hreinlega vetrarlegt um að litast á Hólum í Hjaltadal. Víðar hefur snjóað á norðvestanverðu landinu og víðar til fjalla, enda kalt loft yfir landinu.

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að núna undir kvöld hafi snjóað á Snæfellsnesi og á vissum stöðum á Norðvesturlandi. Miðað við það sem hann sá í vefmyndavélum Vegagerðarinnar var t.d. nokkur snjóföl á veginum um Víðidal og ágætlega grátt utan við veg í grennd við Blönduós.

„Þetta virðist vera fremur staðbundið og ef maður skoðar spákortin virðist þetta vera frekar mjótt úrkomusvæði sem er þarna að stríða okkur svolítið. Ein af orsökunum er sú að það varð eftir svolítið lægðadrag hérna vestan við lagð þegar lægðin fór hérna hjá í morgun og núna liggur þessi úrkomubakki svona efst í Borgarfirðinum, yfir Snæfellsnes, í Dölunum og inn í Húnavatnssýslur og í Skagafjörð. Þetta liggur svolítið þarna í kvöld og gæti enst eitthvað fram á nóttina en á morgun verður þetta miklu betra og þægilegra,“ segir Óli Þór.

Fjöllin voru grá í kring um höfuborgarsvæðið í dag og ...
Fjöllin voru grá í kring um höfuborgarsvæðið í dag og var Vífilfellið þar ekki undanskilið. mbl.is/Sigurður Bogi

Hann segir að draga muni úr úrkomunni smám saman á morgun og útlit er fyrir að það hlýni aðeins. „Annað kvöld fer hann að bæta í sunnanátt svona hægt og rólega hérna sunna og vestan til á landinu og á þriðjudaginn er komin hérna hvöss sunnan, suðaustanátt með rigningu og þá hlýnar ofurlítið aftur.“

Kólnar aftur á suðvesturhorninu á miðvikudag

„Svo gæti orðið aftur einhver slydduéljahraglandi sérstaklega á fjallvegunum á miðvikudag. Rigningin verður þá eiginlega bundin við suðaustanvert landið og hlýja loftið yfir suðaustanverðu landinu þannig að það ættu að vera þokkalega háar hitatölur á norðaustanverðu landinu en mun kaldara hérna vestast,“ segir Óli Þór.

Haustlegt á Hellisheiði í dag.
Haustlegt á Hellisheiði í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Hann segir að ekki þurfi að leita mörg ár aftur í tímann til að finna svipað tíðarfar á þessum árstíma, þrátt fyrir að þeim sem þetta ritar þyki veðrið hafa verið alveg afspyrnuleiðinlegt að undanförnu, á suðvesturhorninu hið minnsta.

„Já, það eru reyndar ekkert mjög mörg síðan ég var að reyna að gróðursetja á 20. maí einhver tré í snjókomu uppi í Grafarvogi, þannig að það þarf ekkert að fara mjög langt aftur. En það er kannski búið að vera svolítið langur kafli þar sem við höfum haft þetta aðstreymi af kalda loftinu sem er búið að liggja vestan við Grænland,“ segir Óli Þór.

Þessi langtímaspá fyrir Reykjavík hefur gengið á milli netverja um ...
Þessi langtímaspá fyrir Reykjavík hefur gengið á milli netverja um helgina.

Langtímaspá fyrir Reykjavík af ókunnum uppruna hefur undanfarna daga verið deilt víða á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að spáin líti hörmulega út, eins og sjá má hér fyrir ofan. Óli Þór segir sem betur fer alla jafna „gjörsamlega útilokað“ að stóla á spár sem þessar.

„Þegar þú ert kominn í spár sem eru lengri en 2-3 vikur fram í tímann þá er þeim blandað við tölfræði og það er mjög mjög hæpið,“ segir Óli.

„Í mörg ár var það þannig að ef það kom í blöðunum að breskir vísindamenn væru að spá hlýju sumri, þá var það yfirleitt með kaldari sumrum sem komu, og öfugt. Þannig að ef þeir eru að spá rigningu í allt sumar, þá ætti maður kannski að fara að kaupa sér nóg af sólarvörn og góð gleraugu, því þá verður bara hérna bongó-blíða í sumar,“ segir Óli Þór léttur.

Veðurvefur mbl.is

Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag.
Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag. Ljósmynd/Aðsend
Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag.
Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Vilja nútímavæða sjávarútveginn

17:15 „Sjávarútvegurinn hefur verið tiltölulega íhaldssöm atvinnugrein og hefur ekki tileinkað sér aðferðafræði sem hefur þekkst í fjármálakerfinu undanfarna áratugi. Við erum að reyna að koma þannig hugsun og aðferðafræði inn í sjávarútveginn,“ segir dr. Jón Þrándur Stefánsson, stjórnarformaður Sea Data Center, í samtali við mbl.is. Meira »

Tók ekki öskrandi á móti fólki

17:00 Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, segist ekki muna eftir fundi með leikmönnum kvennalandsliðsins í knattspyrnu vegna þáverandi landsliðsþjálfara liðsins, Þórðar Lárussonar, þar sem hann hafi öskrað á þær en það kom fram í fyrirlestri Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu. Meira »

Birtir erindi framkvæmdastjóra KVH

16:19 „Á fundi forsætisnefndar sem var að ljúka rétt í þessu sá ég mig knúna til að leggja fram tölvuskeyti frá framkvæmdastjóra Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Ég hef því að fullu upplýst hvaðan ég fékk upplýsingarnar,“ segir Vigdís Hauksdóttir í tölvupósti til fjölmiðla í dag. Meira »

Hlaupandi fólk um allan bæ

16:04 „Það verður hlaupandi fólk um allan bæ á morgun fram eftir degi,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur og kveður skráningu og áheitasöfnun fyrir Reykjavíkurmaraþonið, sem haldið er á morgun, ganga mjög vel. Meira »

Forsetinn gaf frumkvöðlum heillaráð

15:35 Fjárfestadagur Startup Reykjavik var haldinn í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem níu sprotafyrirtæki kynntu viðskiptahugmyndir sínar fyrir innlendum og erlendum fjárfestum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hóf daginn með því að gefa frumkvöðlum tvö heillaráð fyrir komandi áskoranir. Meira »

Fer lengra ef söfnunin gengur vel

15:02 „Við völdum að hlaupa fyrir Kraft því systir okkar þriggja, Ólöf, greindist með heilaæxli þegar hún var einungis þrítug,“ segir Unnur Lilja Bjarnadóttir. Hún og fjölskylda hennar hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings Krafti. Meira »

„Verið að gera úlfalda úr mýflugu“

14:54 „Það er tiltölulega ný farið að tala um að glýfosat sé mögulega krabbameinsvaldur, en það hefur verið lengi notað og í miklu magni. Sé það mikill skaðvaldur er sennilegt að vísbendingar hefðu komið fram fyrir löngu,“ segir Kristín Ólafsdóttir, doktor í lífefnafræði. Meira »

Síðasta kæran felld niður

14:24 Búið er að fella niður áttundu og síðustu kæruna sem barst á hendur karlmanni sem starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, en hann var sakaður um að beita börn grófu kynferðislegu ofbeldi. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við mbl.is. Meira »

Smáralind rýmd vegna vatnsleka

14:07 Verslunarmiðstöðin Smáralind var rýmd um hádegisbil vegna vatnsleka. Þetta staðfestir Sveinn Stefánsson, umsjónarmaður Smáralindar. Vatnsrör sem tengist brunakerfi Smáralindar fór í sundur um klukkan 11:15 á athafnasvæði verslana, sem er í kjallara í suðurhluta verslunarmiðstöðvarinnar. Meira »

Fyrsta lag Baldurs úr Hjartasteini

14:00 Baldur Einarsson, ungur leikari og tónlistarmaður sem lék í myndinni Hjartasteini, spjallaði um myndina og næstu tónlistarverkefni sín á K100 í vikunni. Þar var lagið hans, On my Mind, frumflutt, en Einar Örn Jónsson, faðir hans og tónlistarmaður, samdi. Feðgarnir unnu lagið og myndbandið saman. Meira »

Hafa fundið makríl í Smugunni

13:58 Bjarni Ólafsson AK stefnir nú hraðbyri í Smuguna en þar hefur verið nokkur makrílveiði síðustu daga, á sama tíma og rólegt hefur verið yfir makrílveiðunum við Íslandsstrendur. Meira »

Skólabækurnar ódýrastar hjá Heimkaup

13:56 Töluverður verðmunur er á skólabókum fyrir framhaldsskólanema á milli verslana og gætu nemendur sparað sér töluverðar fjárhæðir með því að kaupa bækurnar þar sem þær eru ódýrastar. Allt að 5.349 kr. verðmunur var á einstakri bók í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var þann 15. ágúst. Meira »

Úr Réttó í menntamálaráðuneytið

13:25 Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri við Réttarholtsskóla, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Jón Pétur hefur starfað að skólamálum um árabil, nú síðast sem skólastjóri Réttarholtsskóla. Meira »

Ölfusár­brú opin á ný

13:18 Búið er að opna Ölfusárbrú fyrir umferð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Upphaflega var gert ráð fyrir að hún myndi ekki opna fyrr en á mánudag. Opnun fyrir áætlaðan tíma er sagt góðu skipulagi og samvinnu þeirra sem koma að verkinu að þakka. Meira »

Ræddu málið í morgunmatnum

12:50 „Ég get tekið undir hvert orð sem hún segir,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, um fyrirlestur Þóru B. Helgadóttur á ráðstefnunni „Gender and Sport“ í gær. Meira »

Sækja um að hjóla til Parísar

12:10 „Það eru þó nokkuð margir búnir að sækja um,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, fjölmiðlafulltrúi Team Rynkeby á Íslandi. Frestur til að sækja um þátttöku í góðgerðarhjólreiðum frá Kaupmannahöfn til Parísar rennur út í dag. Meira »

Sofandi í hengirúmum við flugstöðina

11:41 Það hafa örugglega einhverjir flugvallargestir á Keflavíkurflugvelli talið sig vera enn að dreyma er þeir gengu í morgunsárið fram á tvo ferðalanga, sem voru sofandi svefnpokum í hengirúmum á yfirbyggðu gönguleiðinni sem liggur milli flugstöðvarinnar og bílastæðisins. Meira »

Fiskidagurinn á topp 10 hjá Bubba

10:47 Bubbi Morthens var óvæntur gestur á lokatónleikum Fiskidagsins mikla á Dalvík. Í Magasíninu, síðdegisþætti K100, sagðist Bubbi hafa komist óséður alla leið á sviðið íklæddur veiðigalla. Meira »

Fékk flugvélarhurð á sig og slasaðist

10:17 Flugvirki á Keflavíkurflugvelli sem var að vinna við hurð aftast á flugvél slasaðist í vikunni er hurð var skyndilega opnuð og lenti á andliti hans með þeim afleiðingum að hann hlaut nokkra áverka og vankaðist. Meira »
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...