Staðbundin snjókoma stríðir landanum

Frá Hólum í Hjaltadal nú undir kvöld. Þar snjóar enn.
Frá Hólum í Hjaltadal nú undir kvöld. Þar snjóar enn. Ljósmynd/Aðsend

Staðbundin snjókoma hefur verið á landinu í dag og eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan var hreinlega vetrarlegt um að litast á Hólum í Hjaltadal. Víðar hefur snjóað á norðvestanverðu landinu og víðar til fjalla, enda kalt loft yfir landinu.

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að núna undir kvöld hafi snjóað á Snæfellsnesi og á vissum stöðum á Norðvesturlandi. Miðað við það sem hann sá í vefmyndavélum Vegagerðarinnar var t.d. nokkur snjóföl á veginum um Víðidal og ágætlega grátt utan við veg í grennd við Blönduós.

„Þetta virðist vera fremur staðbundið og ef maður skoðar spákortin virðist þetta vera frekar mjótt úrkomusvæði sem er þarna að stríða okkur svolítið. Ein af orsökunum er sú að það varð eftir svolítið lægðadrag hérna vestan við lagð þegar lægðin fór hérna hjá í morgun og núna liggur þessi úrkomubakki svona efst í Borgarfirðinum, yfir Snæfellsnes, í Dölunum og inn í Húnavatnssýslur og í Skagafjörð. Þetta liggur svolítið þarna í kvöld og gæti enst eitthvað fram á nóttina en á morgun verður þetta miklu betra og þægilegra,“ segir Óli Þór.

Fjöllin voru grá í kring um höfuborgarsvæðið í dag og ...
Fjöllin voru grá í kring um höfuborgarsvæðið í dag og var Vífilfellið þar ekki undanskilið. mbl.is/Sigurður Bogi

Hann segir að draga muni úr úrkomunni smám saman á morgun og útlit er fyrir að það hlýni aðeins. „Annað kvöld fer hann að bæta í sunnanátt svona hægt og rólega hérna sunna og vestan til á landinu og á þriðjudaginn er komin hérna hvöss sunnan, suðaustanátt með rigningu og þá hlýnar ofurlítið aftur.“

Kólnar aftur á suðvesturhorninu á miðvikudag

„Svo gæti orðið aftur einhver slydduéljahraglandi sérstaklega á fjallvegunum á miðvikudag. Rigningin verður þá eiginlega bundin við suðaustanvert landið og hlýja loftið yfir suðaustanverðu landinu þannig að það ættu að vera þokkalega háar hitatölur á norðaustanverðu landinu en mun kaldara hérna vestast,“ segir Óli Þór.

Haustlegt á Hellisheiði í dag.
Haustlegt á Hellisheiði í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Hann segir að ekki þurfi að leita mörg ár aftur í tímann til að finna svipað tíðarfar á þessum árstíma, þrátt fyrir að þeim sem þetta ritar þyki veðrið hafa verið alveg afspyrnuleiðinlegt að undanförnu, á suðvesturhorninu hið minnsta.

„Já, það eru reyndar ekkert mjög mörg síðan ég var að reyna að gróðursetja á 20. maí einhver tré í snjókomu uppi í Grafarvogi, þannig að það þarf ekkert að fara mjög langt aftur. En það er kannski búið að vera svolítið langur kafli þar sem við höfum haft þetta aðstreymi af kalda loftinu sem er búið að liggja vestan við Grænland,“ segir Óli Þór.

Þessi langtímaspá fyrir Reykjavík hefur gengið á milli netverja um ...
Þessi langtímaspá fyrir Reykjavík hefur gengið á milli netverja um helgina.

Langtímaspá fyrir Reykjavík af ókunnum uppruna hefur undanfarna daga verið deilt víða á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að spáin líti hörmulega út, eins og sjá má hér fyrir ofan. Óli Þór segir sem betur fer alla jafna „gjörsamlega útilokað“ að stóla á spár sem þessar.

„Þegar þú ert kominn í spár sem eru lengri en 2-3 vikur fram í tímann þá er þeim blandað við tölfræði og það er mjög mjög hæpið,“ segir Óli.

„Í mörg ár var það þannig að ef það kom í blöðunum að breskir vísindamenn væru að spá hlýju sumri, þá var það yfirleitt með kaldari sumrum sem komu, og öfugt. Þannig að ef þeir eru að spá rigningu í allt sumar, þá ætti maður kannski að fara að kaupa sér nóg af sólarvörn og góð gleraugu, því þá verður bara hérna bongó-blíða í sumar,“ segir Óli Þór léttur.

Veðurvefur mbl.is

Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag.
Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag. Ljósmynd/Aðsend
Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag.
Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Dagur í 17 ára fangelsi fyrir manndráp

09:27 Dagur Hoe Sigurjónsson hefur verið fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun og hefur verið dæmdur til að sæta 17 ára langri fangelsisvist. Meira »

Fólk í vandræðum í Rússlandi

08:28 Embætti ríkislögreglustjóra hefur heyrt af mörgum sem hafa lent í vandræðum eftir að hafa týnt skráningarkortinu (migration card) sem fólk fær við komuna til Rússlands. Meira »

Sjúkum sinnt í Templarahöll

08:18 Baksvið Landspítalinn hefur ákveðið að skrifstofum spítalans við Eiríksgötu 5 verði breytt í þá veru að þar verði í framtíðinni þjónusta við sjúklinga. Meira »

Super Puma umdeildar í Noregi

07:57 Teknisk Ukeblad (TU) í Noregi greindi frá því 15. júní að nota ætti þyrlur sem enginn vildi fljúga með í Noregi til björgunarstarfa á Íslandi. Um er að ræða tvær Airbus H225 Super Puma-þyrlur sem verða afhentar Landhelgisgæslunni (LHG) í lok ársins eða byrjun næsta árs. Meira »

Leitin að arftaka komin á skrið

07:37 „Ég virði það við Gylfa að koma fram núna og tilkynna þetta. Það hefði verið erfitt að fara inn í sumarið í óvissu fram á haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í október. Meira »

Ók á 210 km hraða

07:35 Ökumaður bifhjóls var stöðvaður á Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku um níuleytið í gærkvöldi eftir að lögregla hafði mælt hjólið á 210 km/klst. Meira »

Í vímu yfir á rauðu ljósi

07:31 Ökumaður vélhjóls, sem var undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ók gegn rauðu ljósi og á bifreið á mótum Geirsgötu og Tryggvagötu um ellefuleytið í gærkvöldi. Ökumaðurinn er sviptur ökuréttindum og var með fíkniefni í fórum sínum. Meira »

Hlýtt á Norðausturlandi

06:50 Veðurstofan varar við varasömum aðstæðum á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum vegna vindhviða í dag og kvöld. Spáð er rigningu á Suður- og Vesturlandi en hlýju og þurru á Norðausturlandi. Meira »

Ómannúðleg framkvæmd

06:30 „Þessi framkvæmd sem hefur verið við landamæraeftirlit í Bandaríkjunum að undanförnu, þar sem börn eru skilin frá foreldrum sínum, er ómannúðleg og samræmist ekki þeim gildum sem við aðhyllumst,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Meira »

Reiðhjól landsliðsmanna seld á uppboði eftir HM

05:30 „Hugmyndin er sú að hjólin verði sett á uppboð eftir HM og ágóðinn látinn renna til góðgerðarmála,“ segir Valur Rafn Valgeirsson, markaðsstjóri reiðhjólaverslunarinnar Tri, um reiðhjólin sem íslensku landsliðsmennirnir hafa notað á HM í Rússlandi. Meira »

Raforkuverð neyðir bónda til að hætta

05:30 „Það borgar sig að loka fremur en að vera með opið á veturna,“ segir Gísli Hallgrímsson, eigandi garðyrkjustöðvarinnar Brúnulaugar í Eyjafirði, sem mun í haust hætta ræktun paprika á veturna. Meira »

Umsvif upp á 23 milljarða

05:30 Áætlað er að félög tengd Norvik í timburvinnslu muni velta um 23 milljörðum króna í ár. Það yrði um 10% aukning milli ára. Umsvif Norvik í timbri hafa aldrei verið meiri síðan félagið hóf timburvinnslu í Lettlandi árið 1993. Meira »

Fleiri markmannstreyjur selst

05:30 Viðar Valsson, verslunarstjóri í Jóa útherja, telur að sala á íslensku markmannstreyjunni sé um þrefalt meiri en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Meira »

Kostar samfélagið 15 milljarða

05:30 Umferðarslysum fer fjölgandi og það er kostnaðarsamt fyrir samfélagið, segja sérfræðingar sem fara með erindi á Samgönguþingi í dag. Meira »

Sólskinsdagarnir vel nýttir í heyskap

05:30 Víða um land nýttu bændur heiðríkju og sólskin vel og hófu slátt í gær. Í Stóru-Sandvík í Árborg hófst sláttur í fyrradag en gærdagurinn var nýttur til hirðingar. Meira »

Svik og vanefndir tíðir fylgifiskar

05:30 Í niðurstöðum nýlegrar skýrslu Íslandsstofu um tjón útflytjenda í viðskiptum sínum við erlenda aðila kemur fram að meira en helmingur útflutningsfyrirtækja hefur lent í einhvers konar svikum eða vanefndum í starfsemi sinni. Meira »

Yfir landið á ská og langsum

05:30 Hermann Árnason, hrossabóndi á Hvolsvelli, ætlar að ríða á ská landshorna á milli og síðan eftir landinu endilöngu. Eftir ferðalagið verður hann búinn að ríða um flest héruð landsins og teikna stjörnu með ferðum sínum. Meira »

Segir starfsfólki Hvals meinað að vera í VLFA

Í gær, 23:40 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), segir að starfsfólki Hvals hf. hafi verið meinað að vera í félaginu á fundi með forsvarsmönnum Hvals hf. í morgun. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en hvalveiðar hófust að nýju í dag. Meira »

Tóku sólinni opnum örmum

Í gær, 22:48 Þar kom að því að allir landsmenn fengu að njóta sólarinnar. Sú gula lét sjá sig um allt land í dag og þótt ekki hafi verið mjög hlýtt þar sem vind­ur stend­ur af hafi komst hiti á nokkrum stöðum yfir 20 gráður. Mesti hiti á landinu í dag mældist í Árnesi, 20,7 gráður. Meira »
Jötul kamína.
Til sölu kamína frá JÖTUL ,hitar vel kr.60 þúsund,tvöfaldur Reykhávur getur fyl...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Hugsuðurinn 40cm á hæð
Til sölu hugsuðurinn 40cm á hæð.verð kr 15.000 uppl.893-3986...