Staðbundin snjókoma stríðir landanum

Frá Hólum í Hjaltadal nú undir kvöld. Þar snjóar enn.
Frá Hólum í Hjaltadal nú undir kvöld. Þar snjóar enn. Ljósmynd/Aðsend

Staðbundin snjókoma hefur verið á landinu í dag og eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan var hreinlega vetrarlegt um að litast á Hólum í Hjaltadal. Víðar hefur snjóað á norðvestanverðu landinu og víðar til fjalla, enda kalt loft yfir landinu.

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að núna undir kvöld hafi snjóað á Snæfellsnesi og á vissum stöðum á Norðvesturlandi. Miðað við það sem hann sá í vefmyndavélum Vegagerðarinnar var t.d. nokkur snjóföl á veginum um Víðidal og ágætlega grátt utan við veg í grennd við Blönduós.

„Þetta virðist vera fremur staðbundið og ef maður skoðar spákortin virðist þetta vera frekar mjótt úrkomusvæði sem er þarna að stríða okkur svolítið. Ein af orsökunum er sú að það varð eftir svolítið lægðadrag hérna vestan við lagð þegar lægðin fór hérna hjá í morgun og núna liggur þessi úrkomubakki svona efst í Borgarfirðinum, yfir Snæfellsnes, í Dölunum og inn í Húnavatnssýslur og í Skagafjörð. Þetta liggur svolítið þarna í kvöld og gæti enst eitthvað fram á nóttina en á morgun verður þetta miklu betra og þægilegra,“ segir Óli Þór.

Fjöllin voru grá í kring um höfuborgarsvæðið í dag og ...
Fjöllin voru grá í kring um höfuborgarsvæðið í dag og var Vífilfellið þar ekki undanskilið. mbl.is/Sigurður Bogi

Hann segir að draga muni úr úrkomunni smám saman á morgun og útlit er fyrir að það hlýni aðeins. „Annað kvöld fer hann að bæta í sunnanátt svona hægt og rólega hérna sunna og vestan til á landinu og á þriðjudaginn er komin hérna hvöss sunnan, suðaustanátt með rigningu og þá hlýnar ofurlítið aftur.“

Kólnar aftur á suðvesturhorninu á miðvikudag

„Svo gæti orðið aftur einhver slydduéljahraglandi sérstaklega á fjallvegunum á miðvikudag. Rigningin verður þá eiginlega bundin við suðaustanvert landið og hlýja loftið yfir suðaustanverðu landinu þannig að það ættu að vera þokkalega háar hitatölur á norðaustanverðu landinu en mun kaldara hérna vestast,“ segir Óli Þór.

Haustlegt á Hellisheiði í dag.
Haustlegt á Hellisheiði í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Hann segir að ekki þurfi að leita mörg ár aftur í tímann til að finna svipað tíðarfar á þessum árstíma, þrátt fyrir að þeim sem þetta ritar þyki veðrið hafa verið alveg afspyrnuleiðinlegt að undanförnu, á suðvesturhorninu hið minnsta.

„Já, það eru reyndar ekkert mjög mörg síðan ég var að reyna að gróðursetja á 20. maí einhver tré í snjókomu uppi í Grafarvogi, þannig að það þarf ekkert að fara mjög langt aftur. En það er kannski búið að vera svolítið langur kafli þar sem við höfum haft þetta aðstreymi af kalda loftinu sem er búið að liggja vestan við Grænland,“ segir Óli Þór.

Þessi langtímaspá fyrir Reykjavík hefur gengið á milli netverja um ...
Þessi langtímaspá fyrir Reykjavík hefur gengið á milli netverja um helgina.

Langtímaspá fyrir Reykjavík af ókunnum uppruna hefur undanfarna daga verið deilt víða á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að spáin líti hörmulega út, eins og sjá má hér fyrir ofan. Óli Þór segir sem betur fer alla jafna „gjörsamlega útilokað“ að stóla á spár sem þessar.

„Þegar þú ert kominn í spár sem eru lengri en 2-3 vikur fram í tímann þá er þeim blandað við tölfræði og það er mjög mjög hæpið,“ segir Óli.

„Í mörg ár var það þannig að ef það kom í blöðunum að breskir vísindamenn væru að spá hlýju sumri, þá var það yfirleitt með kaldari sumrum sem komu, og öfugt. Þannig að ef þeir eru að spá rigningu í allt sumar, þá ætti maður kannski að fara að kaupa sér nóg af sólarvörn og góð gleraugu, því þá verður bara hérna bongó-blíða í sumar,“ segir Óli Þór léttur.

Veðurvefur mbl.is

Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag.
Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag. Ljósmynd/Aðsend
Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag.
Frá Hólum í Hjaltadal fyrr í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Kattafló fannst á hundi hér á landi

15:52 Kattafló fannst á innfluttum hundi í einangrunarstöð fyrir gæludýr í vikunni og var greiningin staðfest af sníkjudýrafræðingum á tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum. Gripið verður til nauðsynlegra ráðstafana til að hefta útbreiðslu smitsins. Meira »

Gríðarlegt álag á bráðamóttöku

15:45 Sjúklingar sem leita á bráðamóttöku Landspítala er forgangsraðað eftir bráðleika vegna gríðarlegs álags sem er nú á spítalanum. Meira »

Samræmist hennar hjartans málum

15:40 Fyrstu skref nýs formanns BSRB verða að fylgja styttingu vinnuvikunnar eftir af krafti, auk þess sem hún ætlar að beita sér fyrir bættu starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður á 45. þingi bandalagsins með 158 atkvæðum í dag. Meira »

Endaði á hlið eftir að vegkantur gaf sig

15:17 Óhapp varð á þjóðvegi 508 í Skorradal eftir hádegi þegar vegkantur gaf sig þar sem vöruflutningabíll mætti fólksbíl. Flutningabíllinn endaði á hlið utan vegar. Meira »

Verði aldrei vettvangur átaka

14:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerði umhverfismál á norðurslóðum einkum að umtalsefni sínu í ræðu sem hún flutti í morgun á ráðstefnunni Arctic Circle í Hörpu í Reykjavík en einnig lagði hún áherslu á mikilvægi þess að tryggt yrði að svæðið yrði herlaust í framtíðinni. Meira »

Sonja Ýr nýr formaður BSRB

14:29 Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður BSRB á þingi sambandsins rétt í þessu, með 158 atkvæðum.   Meira »

Þorbjörn kaupir Sisimiut

14:13 „Það er spennandi að fá þetta skip í flotann okkar,“ segir Eiríkur Óli Dagbjartsson útgerðarstjóri hjá Þorbirninum hf. í Grindavík. Á mánudag var undirritaður kaupsamningur um kaup útgerðarinnar á frystitogaranum Sisimiut sem er í eigu Royal Greenland í Grænlandi. Meira »

Landsréttur staðfestir 6 ára dóm

14:13 Landsréttur staðfesti í dag sex ára dóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sem lést eftir lík­ams­árás sem hann varð fyr­ir í Mos­fells­dal í júní. Meira »

Átta hjólbarðar sprungu

14:05 Skemmdir urðu á að minnsta kosti fimm bifreiðum í gærkvöld eftir að þeim hafði verið ekið ofan í stóra holu á Grindavíkurvegi. Meira »

Óku farþegum á ótryggðum bílum

13:52 Fjórtán verktakar í akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó lögðu niður störf í morgun til að mótmæla áframhaldandi viðskiptum fyrirtækisins við verktakafyrirtækið Prime Tours, en Héraðsdómur Reykjavíkur tók fyrir gjaldþrotabeiðni vegna vangreiddra opinberra gjalda fyrirtækisins fyrr í mánuðinum. Meira »

„Þetta er búið í bili“

13:23 Sameiningarviðræðum fimm sjómannafélaga, sem 200 mílur greindu frá fyrr í mánuðinum, hefur verið slitið. Þetta staðfestir Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Meira »

Með óhlaðin vopn í Þjórsárdal

11:59 „Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu,“ segir lögreglan á Suðurlandi vegna heræfinga bandarískra hermanna í Þjórsárdal í dag og á morgun. Meira »

Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barni

11:45 Karlmaður var á mánudaginn sýknaður í héraðsdómi af ákæru um kynferðisbrot gegn dóttur fyrrverandi sambýliskonu sinnar, en dóttirin er á leikskólaaldri. Hann var hins vegar fundinn sekur um að hafa í vörslum sínum farsíma með 86 myndum sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Meira »

Vigdís segir SEA vera dótakassa

11:39 „Ég hef kallað þessa skrifstofu dótakassann því þarna eru ýmis verkefni, eins og bragginn, sem ættu heima hjá umhverfis- og skipulagssviði,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í samtali við mbl.is, um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar (SEA). Meira »

Allt að komast í eðlilegt horf

11:34 „Hér eru æfingar á fullu inni í sal,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. Mikið vatnstjón varð á Hlíðarenda í gær en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti að dæla út vatni úr kjallara. Meira »

Málið gegn Hval fellt niður

11:32 Mál Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) gegn Hval hf. fyrir Félagsdómi var fellt niður að kröfu VLFA sem upphaflega stefndi Hval hf. Málskostnaður féll niður. Þetta kemur fram í úrskurði Félagsdóms frá 8. október. Meira »

Engum fóstureyðingum synjað í fyrra

11:21 Þrettán málum var vísað til úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir á árinu 2017. Þrettán einstaklingum var heimilað að rjúfa þungun eftir 16. viku meðgöngu og engri beiðni um fóstureyðingu var synjað. Meira »

Flutningur á grænmeti kolefnisjafnaður

11:12 Sölufélag garðyrkjumanna og Kolviður hafa undirritað samning sem felur í sér að flutningur á grænmeti frá grænmetisbændum í Sölufélagi garðyrkjumanna í verslanir verður kolefnisjafnaður að fullu. Meira »

Níu umferðaróhöpp á Suðurnesjum í vikunni

10:49 Í gærkvöld varð aftanákeyrsla í Njarðvík með þeim afleiðingum að ökumaður steig óvart á bensíngjöfina og hafnaði bíll hans á tveimur kyrrstæðum bílum í bílastæði. Meira »
Tunika - Peysa
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Tunika - Peysa St.14-28 kr. 4.990 St. S...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Downtown Reykjavik. S. 6947881, Alina...