Harður árekstur á Selfossi

Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang sem fluttu hinna meiddu …
Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang sem fluttu hinna meiddu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Harður tveggja bíla árekstur varð á Eyrarvegi á Selfossi rétt fyrir klukkan ellefu í dag, með þeim afleiðingum að önnur bifreiðin valt. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu þurftu að beita klippum til að ná ökumönnunum úr bílunum. 

Þetta segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við mbl.is. 

Pétur segir að klippum hafi ekki verið beitt vegna þess að ökumennirnir tveir hafa verið klemmdir fastir, heldur til þess að tryggja öryggi þeirra með hliðsjón af mögulegum meiðslum.

Síðan voru þeir fluttir í sitt hvorum sjúkrabílnum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Pétur segist ekki vita hvers eðlis meiðsl hina tveggja ökumanna hafa verið og ekki heldur hvort þeir hafi verið fluttir eitthvað lengra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert