Alltaf á hjólum í vinnunni

Axel Gústafsson rekur reiðhjólaverslun og verkstæði í kjallaranum heima hjá …
Axel Gústafsson rekur reiðhjólaverslun og verkstæði í kjallaranum heima hjá sér. mbl.is/RAX

Gegnt Heilbrigðisstofnuninni við Merkigerði á Akranesi má sjá mörgum reiðhjólum, nýjum og notuðum, raðað upp framan við einbýlishús á góðviðrisdögum. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að þarna rekur Axel Gústafsson reiðhjólaverslun og verkstæði í kjallaranum.

Axel hefur rekið þessa starfsemi í áratug og þakkar það hruninu að hann hafi nóg að gera. „Ég vann hjá afa í Axelsbúð, sem hann stofnaði 1942 og rak í áratugi, og þegar hann féll frá 1995 tókum við Guðjón Finnbogason við rekstrinum,“ rifjar Axel upp. Eftir að Guðjón hætti eftir 56 ára starf í búðinni fór að harðna á dalnum, Axel lagði verslunina niður og seldi lóðina. Hann byrjaði að vinna í Húsasmiðjunni og fór svo til N1. „Ári seinna kom „blessuð kreppan“ en um sumarið 2008 keypti ég notað hjól handa dóttur minni. Það þarfnaðist yfirferðar og ég fór með það á verkstæði. Verkstæðið var til sölu og ég keypti það. Áður en ég vissi af fylltist bílskúrinn hjá mér af hjólum og það hefur verið brjálað að gera síðan. Mér var sagt upp hjá N1 um haustið og hef verið alfarið á eigin verkstæði í nær áratug.“

Axel Gústafsson smíðar einnig kertastjaka.
Axel Gústafsson smíðar einnig kertastjaka. mbl.is/RAX

Auk viðgerða er Axel umboðsmaður Arnarins í Reykjavík og selur ný hjól frá fyrirtækinu sem og varahluti og aukahluti. Hann er jafnframt með hjól til leigu. „Það leynir á sér hvað karlinn er með,“ segir hann og vísar á heimasíðuna til nánari útskýringar (axelsbud.com).

Í viðgerðunum eru það fyrst og fremst bremsurnar og gírarnir sem þarf að laga fyrir utan að bæta slöngur eða skipta um þær. „Í góða veðrinu stend ég hérna úti og geri við. Þá blasa Snæfellsnesið og jökullinn við sem listaverk,“ segir hann.

Axel Gústafsson rekur hjólreiðaverkstæði og verslun á Akranesi.
Axel Gústafsson rekur hjólreiðaverkstæði og verslun á Akranesi. mbl.is/RAX
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert